Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 11
Tíminn 11 Fimmtudagur 18. febrúar 1988 ÍÞRÓTTIR (§t§£) ÚRSLIT Alpatvikeppni karía stig 1. Húbert Strolz Austurriki......36,55 2. Bernhard Gstrein Austurriki...43,45 3. Paul Accola Sviss.............48,24 4. Luc Alphand Frakklandi........57,73 5. Peter Jurko Tékkóslóvakíu ....58,56 6. Jean-Luc Cretier Frakklandi...62,98 5 km ganga kvenna min. 1. Marjo Matikainen Finnlandi . .. 15:04,0 2. Tamara Tikhonova Sovét......15:05,3 3. Vida Ventsene Sovét.........15:11,1 4. Anne Jahren Noregi..........15:12,6 5. Marjaliisa Kirvesniemi Finnl. .. 15:16,7 6. Inger Helene Nybraten Noregi . 15:17,7 Listhlaup á skautum 1. Gozova/Gringov Sovét. 2. Valova/Vasiliev Sovét. 3. Watson-Oppegard Bandarikjunum 4. Selezneva/Makarov Sovét. 5. Wachsman/Wagoner Bandaríkjunum 6. Benni/Johnston Kanada ísknattleikur Kanada-Sviss .......................... 4-2 Svíþjóð-Pólland ....................... 1-1 Keppni í skíðastökki, bruni kvenna og sleðakeppni var frestað vegna veðurs en mjög hvasst var í Calgary í gær. Zurbriggen dattumkoll Vonir Svisslendingsins Pirmin Zurbriggen um gullverðiaun í alpa- tvíkeppni urðu að engu þegar hann rak hægra skíðið í stöng og datt í síðari umferð svigsins í gærkvöldi. Hann hafði forystuna eftir brunið en var 7. í fyrri umferð svigsins. - HÁ/Reuter Guðný Guðjónsdóttir línumaður Valsmanna komin á auðan sjó án þess að Osk Víðisdóttir nái að hafa hendur í hári hennar. Guðný skoraði eitt mark og náði í nokkur vítaköst fyrir Valsliðið. Tímamynd pjetur íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna: Bilið styttist - Fram tapaði fyrir Val en hefur þó enn forskot í deildinni Heldur dró saman með efstu lið- um 1. deildar kvenna á íslandsmót- inu í handknattleik í gærkvöldi. Valur sigraði þá Fram með 17 mörk- um gegn 16 í íþróttahúsinu að Hlíð- arenda og skilja nú fjögur stig liðin, sem eru í fyrsta og öðru sæti. FH fylgir f humátt á eftir þeim en Hafnfirðingar sigruðu Víkinga 19-17 í gærkvöldi. Leikurinn í Valshúsinu var vægast sagt lélegur. Sóknir beggja liða eins hugmyndasnauðar og mest má vera og afskaplega lítið að gerast fyrir framan vörnina. Línusendingar í leiknum voru fimm, samtals, og segir það kannski fleira en mörg orð um útsjónarsemi leikmanna. Það er bókstaflega sorglegt að horfa á svona slakan leik milli tveggja sterkustu kvennaliða á íslandi. Helstu tölur: 1-0, 3-1, 5-2, 6-5, 9-7, 11-7, 12-10 - 12-12, 12-12, 13-14, 15-14, 15-16, 17-16. Mörkin, Valur: Kristín 4, Katrín 4(1), Erna 4(2), Guðrún 3(1), Guðný 1. Amheiður varði 14(2) skot og var langbest á vellinum. Fram: Guðríður 8, Arna 4(1), Hafdís 2, Oddný 2. Kolbrún varði 10(2) skot. -HÁ Opna sænsRa meistara- [ mótið í sundi: , Þrjú Islands- met íslensku keppendurnir á opna sænska meistaramótinu í sundi komust í úrslit í þremur greinum í gærkvöldi og settu þrjú íslandsmet. Ragnar . Guðmundsson sem fréttamenn Reuters hafa reyndar gert sænskan á fréttaskeytum, varð fjórði í 1500 m skriðsundi á 16:09,70 mín. sem er met og millitími hans eftir 800 m, 8:39,36 mín., sömuleiðis. Magnús Ólafsson varð íjórði í 200 m skriösundi á 1:55,31 mín. og Ragnheiður Runólfs- dóttir kom í niark sjötta í 200 m bringusundi, synti á 2:44,11 mín. sem er íslandsmet. - HÁ/Reuter Sveitakeppni JSÍ: Ármannvann Ármenningar sigruðu í sveita- keppni Judosambandsins fjórða árið í röð. Keppni í karlailokki var mjög hörð en Grindvíkingar lentu í 2. sæti og KA menn í því þriðja. KA vann báða unglingaflokkana cn A- og B- sveitir Ármenningar fylgdu þar fasl á eftir. _ jjá a1 Ta WNBA Úrslit í bandaríska körfu- boltanum á þriðjudagskvöldið: Sacramento-AOanta .......118-115 Indlana-Naw Vork.........117-104 Houston-Goldan Stato....121-116 LA Lakera-LA Clippera .... 119-100 Islandsmet Vésteins ekki gilt Tímanum hefur borist eftirfarandi bréf, undirrítað af Birgi Guöjónssyni formanni laganefndar FRÍ: „Frjálsíþróttasambandið hefur leitað eftir og fengið nánari upplýs- ingar frá tækninefnd sænska frjáls- íþróttasambandsins um kastsvæðið í Klagshamn. Varðaþæreinkum þann kasthring sem Vésteinn Hafsteins- son og Eggert Bogason köstuðu frá s.l. sumar. Samkvæmt reglum Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins má hali á kast- svæði vera mest 1:1000, þ.e. 6-7 cm á svæði sem er 60-70 metra langt frá kasthring. Kastað er hverju sinni innan kastgeira sem er 40 frá kasthring. Stefna kastgeiraerákveð- in fyrir hverja keppni, t.d. eftir vindátt. Kasthringir á svæðinu í Klags- hamn eru 3. Hallinn frá einum hringnum er að öllu leyti löglegur en halli frá öðrum hringnum sem meiri- hluti kastara notaði er of mikill og hafa því öil köst þaðan verið dæmd ógild. Hallinn frá þriðja hringnum, þeim sem Vésteinn og Eggert köstuðu frá er eðlilegur að mestu leyti en ekki öllu. Á hluta kastsvæðisins er hann allt að 24 cm í 70 metra fjarlægð en það er 17 cm of mikið, þ.e. hluti þess kastsvæðis er því ólöglegur. Miðað við 45 lendingarhorn kringlunnar hafa köst á þessu svæði getað mælst um 17 cm of löng. Miklar líkur eru á því að þeir félagar hafi kastað á löglegum hluta vallarins en vegna þessa vanda treysta Svíar sér ekki til að staðfesta árangur þeirra. Sænska frjálsíþróttasambandið harmar þau mistök að hafa leyft keppni á þessu kastsvæði án þess að hafa áður metið hvort svæðið upp- fyllti skilyrði sett í alþjóðareglum. í Ijósi þessa getur laganefnd FRÍ ekki staðfest lengur þetta kastafrek Vésteins Hafsteinssonar sem fs- landsmet þó það hafi samt ótvírætt verið um 67 metrar." Vésteinn kastaði 67,20 m á mótinu í Klagshamn í sumar og var það tveggja metra bæting á íslandsmeti hans. - HÁ Canon Rétti tíminn til reiknivélakaupa Mikiö úrval. Laekkaö verö. Suðurlandsbraut 12. S:685277 - 685275 Hefur boðað frjalslyndi og framfarir í sjötíu ár Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að Tímanum ÍMINN umúla 15, R.vík Nafn áskrifanda: ap| Heimilisfang: Póstnr:- Sími: Slð Blaðið hefur barist fyrir framförum allrar þjóðarinnar í sjötíu ár af víðsýni og festu og leggur áherslu á upplýsingu um menn og málefni. Þess vegna erum við bestir. VENJULEGT DAGBLAÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.