Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.02.1988, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 18. febrúar 1988 12 Tíminn_______ FRÉTTAYFIRLIT BRUSSEL — Margrét Thatcher forsætisráðherra Bretlands hvatti ríki NATO til að styrkja varnir sínar með því að koma sér upp nýrri kjarn- orkuvopnum. Thatcher, sem var í sinni fyrstu opinberu heimsókn til höfuðstöðva NATO í Brussel i gær, lýsti yfir stuðningi við þá stefnu að endurnýja skammdrægar kjarnorkuvopnabirgðir banda- lagsins. Þetta mál er þó umdeilt mjög og gæti átt eftir að skipta leiðtogum ríkja bandalagsins í fylkingar þegar þeir hittast á fundi í byrjun næsta mánaðar. TEL AVIV — ísraelskir her- menn skutu Palestínumann til bana og særðu þrjá aðra í miklum mótmælum gegn yfir- ráðum ísraelsmanna á her- teknu svæðunum. Atburðir þessir áttu sér stað i Shuyukh þorpinu nálægt Hebron á Vest- urbakkanum. TYRE, Líbanon - Múslimar úr hópi Amalhreyfingar sjíta í - Libanon sögðu að einum her- manni úr friðargæslusveitum SÞ hefði verið rænt. í Beirút ásökuðu þeir sem rændu nor- rænu mönnunum tveimur, er unnu á vegum SÞ, þá um að hafa starfað fyrir leyniþjónustu erlends ríkis. Mannræningj- arnir sögðust ekki ætla að leysa mennina úr haldi fyrr en þeir hefðu sannað sakleysi sitt. MOSKVA — Eldur braust út í sendiráði Sovétmanna í Was- hington og voru starfsmenn og gestir fluttir úr byggingunni áður en sovéskir slökkviliðs-j menn réðu niðurlögum eldsins. VÍNARBORG - Mikill þrýstingur er nú á Kurt Wald- heim forseta Austurríkis að segja af sér og í gær fékk þessi fyrrum aðalritari SÞ tvær slæmar fréttir, bæði var að skoðanakannanir sýndu að stuðningur við forsetann fer minnkandi og einnig gagn-' rýndu forystumenn í viðskipta- lífinu hann fyrir að víkja ekki úr embætti. BANGKOK — Stjórnir Tæ- lands og Laos undirrituðu vopnahléssamkomulag en þær hafa átt í skærum síðustu sex mánuðina vegna deilna um yfirráð yfir litlu landsvæði við landamæri ríkjanna. TOKYO — Hagfræðingar telja að japönsk fyrirtæki muni geta aðlagað sig þrátt fyrir að, yenið hækki á nýjan leik. Jap- anskir viðskiptamenn hafa þegar sýnt að þeir geta hag- rætt rekstri fyrirtækja sinna þrátt fyrir hækkandi gengi yensins gagnvart bandaríska dalnum síðustu ár. ÚTLÖND Forsetaslagurinn í Bandaríkjunum: Bush aftur kominn George Bush varaforseti þykir aftur orðinn líklegastur til að verða valinn forsetaefni repúblikana eftir að kjósendur í New Hampshire veittu honum stuðning sinn. Bush fékk 38% atkvæða í forkosningun- um en helsti andstæðingur hans Robert Dole öldungadeildarþing- maður frá Kansas fékk 29% at- kvæða. Mikhael Dukakis fylkisstjóri í nágrannafylkinu Massachusetts vann eins og vænta mátti öruggan sigur í forkosningum demókrata. Dukakis fékk 36% atkvæða en næst- ur honum var Richard Gephardt fulltrúadeildarþingmaðurinn frá Missouri sem fékk 20% fylgi. „Bush hefur náð sér á strik á nýjan leik og er nú orðinn líklegasti fram- bjóðandinn“, sagði einn kosninga- sérfræðingurinn í gær. Varaforsetinn barðist nánast fyrir pólitísku lífi sínu eftir að hafa aðeins lent í þriðja sæti í forvalinu í Iowa í síðustu viku. Lífi stnu bjargaði hann og gott betur. Kannanir sjónvarpsstöðvanna sýndu að Rónald Reagan forseti átti líklega sinn þátt í sigri Bush. Flestir kjósendur repúblikana voru nefni- lega á því að Reagan hefði staðið sig vel í starfi sínu og vildu að eftirmað- ur hans héldi áfram á sömu braut. „Þetta kemur sér vel fyrir Bush“, sagði einn stjórnmálaskýrenda NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Helstu keppinautar Bush, þeir Robert Dole og Pat Robertson fyrr- um sjónvarpspredikari, töpuðu báð- ir í New Hampshire. Dole hafði vonast til að fylgja eftir sigri sínum í Iowa en varð verulega undir í slagn- um við Bush. Hann var enda ekki ánægður og sakaði varaforsetann um að hafa beitt fyrir sig lygi á síðustu dögunum fyrir kosningarnar í New Hampshire. Ekki voru nú stjórnmálaskýrend- ur á því að ásakanir og reiði Doles í gær myndi koma honum vel í þeirri baráttu sem framundan er. Sjónvarpspredikarinn Robertson stóð sig vel í Iowa, varð þriðji, en nú fékk hann lítinn stuðning og hafnaði í fimmta og síðasta sætinu. Kannanir sýndu að fáir kjósendur repúblikana í New Hampshire, utan þeir sem tengjast baptistasöfnuðum, studdu Robertson. En sjónvarpspredikar- inn er ekki af baki dottinn og segist ætla að veita Bush harða keppni í Suðurríkjunum: „Við erum að færa okkur til suðurs og þar verða þeir í bakgarðinum mínum“, sagði Robertson um andstæðinga sína í gær. Bush má eiga von á mikilli keppni frá Dole í næstu viku þegar kosið verður í Minnesota og Suður-Da- kota. Þar verður hinsvegar um frek- ar lítilvægar forkosningar að ræða, flestir bíða eftir „Super Tuesday" eða „þriðjudeginum stóra“ þann 8. mars þegar kosið verður í tuttugu fylkjum og þar af í tólf Suðurfylkj- um. Bush á einmitt mikinn stuðning vísan í Suðurfylkjunum og aðstoðar- menn varaforsetans voru því fullir bjartsýni þegar við þá var rætt í gær. „Við erum að fara þangað sem George Bush er sterkastur, til suðurs", sagði kosningastjóri hans. Dukakis var sá sem kom, sá og sigraði í demókratakjörinu í New Hampshire. Enda var ekki langt að fara því þessi grískættaði fylkisstjóri erviðstjórnvölinn í nágrannafylkinu Massachusetts og því þekktur stjórn- málamaður á þessum slóðum. Richard Gephardt mátti einnig George Bush: Barðist fyrír pólitísku lífi í New Hampshire og er hvergi dauður ennþá. vel við una, var í öðru sæti og sigraði einmitt í síðustu viku í forvalinu í Iowa. Gephardt hefur talað fyrir harðri viðskiptastefnu og jafnvel innflutningshöftum og það virðist falla í góðan j arðveg meðal kjósenda demókrata. Raunar hefur Gephardt verið að vinna á í Suðurfylkjunum samkvæmt skoðanakönnunum en þar vonast þó aðrir frambjóðendur, nefnilega þeir Albert Gore og Jesse Jackson, til að koma út sem sigur- vegarar. Gore er öldungadeildarþingmað- ur frá Tennessee og það er að duga eða drepast fyrir hann á „þriðjudeg- inum stóra“ því honum hefur gengið illa bæði í Iowa ogNew Hampshire. Jackson hefur hinsvegar gengið nokkuð vel í þessum tveimur fylkj- um og varð t.d. fjórði í New Hamps- hire þótt þar kysu nær eingöngu hvítir kjósendur. Jackson á vísan stuðning blökkumanna í suðri sem telja um 20% kjósenda þar. Gary Hart, frægasti frambjóðandi demókrata, er hinsvegar langt á eftir í baráttunni. Hann fékk aðeins 4% atkvæða í New Hampshire, fylki sem hann sigraði Walter Mondale í á svo eftirminnilegan hátt fyrir fjór- um árum. Víst er að ásakanir um framhjáhald Harts á síðasta ári og sú ákvörðun hans að hætta og hætta síðan við að hætta hafa gert vonir hans um að komast í Hvíta húsið á næsta ári að engu. ÚTLÖND :íh>;V OukíiUs DuLmis •'IViNdcnl . 'f ' ’I fSk-rSÉ HI-WAV 20 MOVILLE, IA. Mikhael Dukakis: Sigraði í New Hampshire og hefur mannafla og peninga til að vera með í demókrataslagnum þar til yfir lýkur og úrslit ráðast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.