Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. október 1989 Tíminn 3 í DAG ERU 70 ÁR síðan Halldór Laxness hóf sinn ríthöfundarferil, en þann 26. október 1919 kom út bókina „Bam náttúrunnar“ eftir Halldór frá Laxnesi. Að þessu tilefni var haldin samkoma í Menntaskólanum Sund þar sem afmælisins var minnst. í næsta Helgarblaði Tímans verður útkoma „Bams náttúrunnar“ riljuð upp og greint frá viðtökum manna við bókinni. Á myndinni era frá vinstrí Þórarinn Friðjónsson útgáfustjóri Vöku-Helgafells, Guðrún Ágústsdóttir aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Ólafur Ragnarsson framkvæmdastjóri Vöku-Helgafells, Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Einar Laxness sagnfræðingur og nemendur og kennarar í Menntaskólanum við Sund. — EÓ Timamynd Pjetur Samningaviðræður hafnar við Sovétmenn: Búið að salta í 45 þús. tunnur Búið er að salta í um 45 þúsund tunnur af þeim um 70 þúsund tunn- um sem samningar hafa náðst um. Þessi síld fer til Finnlands, Svíþjóð- ar, Póllands, Bandaríkjanna og Kanada. íslenska samninganefndin fór til Moskvu til viðræðna sovéska kaup- endur um síðustu helgi og hófust viðræður á mánudag. Sovéska samn- inganefndin hafði þá fengið gjald- eyrisheimild til saltsíldarkaupa, en í gær var ekki ljóst á hvaða stigi viðræðumar vom, en vonast er til að samningar takist í þessari lotu. í gær var mest er búið að salta í Grindavík eða í 7200 tunnur, á Fáskrúðsfirði var búið að salta í 6200 tunnur, á Vopnafirði var búið að salta í 6000 tunnur og á Eskifirði var búið að salta í 5600 tunnur. Alls er farið að salta á 38 plönum frá Akranesi til Vopnafjarðar. - ABÓ Frávísun hafnað Sakadómur Reykjavíkur hafnaði í gærmorgun frávísunarkröfu fimm verjenda í Hafskipsmálinu. Úr- skurði sakadóms var vísað til Hæsta- réttar. Frávísunarkrafa verjendanna byggðist meðal annars á því að rannsókn málins væri ábótavant. Sakadómur féllst á í úrskurði sínum að betur hefði mátt standa að rann- sókninni og yfirheyra hina ákærðu og vitni ítarlegar, auk þess sem einnig hefði mátt afla frekari gagna. Sakadómur metur það hins vegar svo að við meðferð málsins fyrir dómi megi bæta úr flestu því sem talið er vera ábótavant við fmmrann- sóknina. - ABÓ Stofnfundur nýrra fjölmiðlunarsamtaka boðaður um helgina: SAMTÖK UM KAPALKERFI Um helgina verður haldinn stofn- fundur Landssambands kapalkerfa á íslandi og er samtökunum ætlað að berjast fyrir ýmsum hagsmunamál- um tengdum kapalkerfum og mót- töku sjónvarpsefnis frá gervihnött- um. í fréttatilkynningu frá undirbún- ingsnefnd segir að meðal verkefna sem bíða samtakanna sé að stuðla að raunhæfri lagasetningu um móttöku og dreifingu á sjónvarpsefni frá gervihnöttum og beita sér fyrir fræðslu og kynningu á kapalkerfum. í þessu efni sé mikið verk fyrir höndum enda hafi lög og reglugerðir hérlendis ekki fylgt hraðri þróun í fjölmiðlun eftir og ríki nú þvílíkt ófremdarástand i þeim efnum að við svo búið verði ekki iengur unað. Stofnfundurinn verður haldinn á Holiday Inn á laugardaginn kemur og hefst hann kl. 14. Júlfus Sólnes hagstofuráðherra mun ávarpa fund- inn og fundarstjóri verður Ingibjörg Kristinsdóttir á Skagaströnd. - sá 48. Fiskiþing: Stjórnun fiskveiða er helsti málaflokkurinn Fertugasta og áttunda Fiskiþing verður sett næstkomandi mánudag í húsi Fiskifélagsins, Höfn við Ingólfsstræti. Fyrir þinginu liggur frumvarp tU laga um stjórnun fiskveiða. Þar sem um er að ræða langtíma stefnumörkun í þessu mikilvæga máli, má búast við að umræður Fiskiþings að þessu sinni markist nokkuð af því. Aðrir helstu málaflokkar á þing- inu eru m.a. afkoma sjávarútvegs- ins, fiskiskipaflotinn, sjóðir sjávar- útvegsins og verðlagsráð fiskiðnað- arins. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra mun ávarpa þingið. Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri SÍF heldur ræðu um Evrópubandalagið og Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhags- stofnunar talar um gengi krónunn- ar og sjávarútveginn. Þá munu Grímur Valdimarsson forstöðu- maður Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins og Jakob Jakobsson forstöðumaður Hafrannsókna- stofnunar flytja erindi. Rétt til setu á Fiskiþingi hafa 39 fulltrúar sem koma frá landshluta- samtökum Fiskifélagsins og ölium helstu hagsmunasamtökum sjávar- útvegsins, sem einnig eiga aðild að Fiskifélagi íslands. Þingið stendur til föstudagsins þriðja nóvember. - ABÓ Jónas Ingimundarson leikur með á fyrstu hljómleikum Kammerhljómsveitar Akureyrar: Kammersveitartónar í íþróttaskemmu Vetrarstarf Kammerhljómsveitar Akureyrar er hafið fyrir allnokkru og mun þess sjá stað á fyrstu tónleikum vetrarins sem verða haldnir í Iþróttaskemmunni þann 29. október n.k. Fyrirhugað er að haldnir verði fimm tónleikar á þessu starfsári og hefur tónleikahald verið skipulagt á eftirfarandi hátt: Á fyrstu tónleikun- um verða leikin klassísk verk eftir Beethoven, Mozart og Haydn. Gest- ir sækja að þessu sinni hljómsveitina heim, eins og svo oft áður. Hljóm- sveitarstjóri verður Oliver J. Kentish, sem er bæjarbúum að góðu kunnur frá þeim tíma er hann starf-, aði hér á Akureyri. Einleikari á píanó verður Jónas Ingimundarson, sem varla þarf að kynna fyrir áheyr- endum. Fluttur verðurpíanókonsert í C dúr op. 37 eftir Beethoven. Þennan glæsilega konsert samdi tón- skáldið á þeim árum sem hann bjó í Vínarborg og munu án efa fáir vilja missa af því að heyra Jónas Ingi- mundarson takast á við svo magn-. þrungið verk. Hljómsveitin mun að auki leika forleik að óperunni „Der Schauspieldirektor", sem einnig var frumflutt í Vínarborg. Þriðja verkið á efnisskránni á þessum fyrstu tón- leikum verður sinfónía nr. 101, „Die Uhr“, eftir Haydn. Vetrarstarf Kammerhljómsveitar- innar verður mjög fjölþætt og fjöl- breytilegt og ættu allir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Þann 1. desember verður á efnisskrá Jóla- og aðventutónlist. Þar verður fluttur jólakonsert eftir Corelli og önnur verk tengd aðventu. Stjómandi á þeim tónleikum, sem verða haldnir í Akureyrarkirkju, er Roar Kvam og einsöngvari verður Margrét Bóas- dóttir. Hólmfríður Þóroddsdóttir leikur einleik á óbó og kemur sér- staklega heim frá London til þess að leika á þessum tónleikum. Þriðju tónleikamir verða haldnir í febrúar. Þá fagnar hljómsveitin hækkandi sól með því að flytja Vínartónlist. Á efnisskrá verða m.a. þrír gamlir Vínardansar - „Liebes- freud“, „Liebesleid" og „Schöne Rosmarin". Einnig verða leikin Strausslög. Stjórnandi er Vaclaw Lazarz. í apríl verður efnisskráin helguð Hafliða Hallgrímssyni og em tón- verkin, sem flutt verða, ýmist eftir Hafliða eða valin af honum. Hafliði Hallgrímsson dvaldist um tíma í Davíðshúsi hér á Akureyri s.l. sumar, við samningu tónverka, og munu áheyrendur væntanlega fá að njóta þeirra verka hans á tónleikum hljómsveitarinnar í apríl. Hafliði verður hljómsveitarstjóri á þessum tónleikum og einleikari verður Pétur Jónasson gítarleikari. í maí verða síðustu tónleikamir á þessu starfsári. Þá verður ráðist í konsertuppfærslu á söngleiknum fræga „My Fair Lady“. Roar Kvam stjómar þessum tónleikum, en hann hefur lengst af verið einn af máttar- stólpum Kammerhljómsveitar Ak- ureyrar. Á þeim tónleikum koma fram auk hljómsveitarinnar 50-60 manna kór og 3 einsöngvarar. Kammerhljómsveit Akureyrar hefur nú starfað í 3 vetur og vaxið fiskur um hrygg með hverju ári. Hana skipa um 40 hljóðfæraleikarar sem margir starfa við Tónlistarskóla Akureyrar og Tónlistarskóla Eyja- fjarðar. Hljómsveitin hefur auk þess stundum fengið til liðs við sig hljóð- færaleikara víðar að á Norðurlandi og frá Suðurlandi. Einnig hafa þeir nemendur Tónlistarskóla Akureyr- ar, sem komnir eru að námslokum, fengið tækifæri til að leika með hljómsveitinni. Því miður hefur hljómsveitin enn sem komið er sjald- an leikið utan heimabyggðar og er það kostnaðarhliðin sem valdið hef- ur þar mestu um og svo einnig það að hljóðfæraleikarar eru flestir bundnir allan veturinn við kennslu. Aðrir landsmenn hafa þó ekki farið varhluta af flutningi hljómsveitar- innar því Ríkisútvarpið hefur tekið upp næstum alla tónleikana og út- varpað síðar. En vonir standa til að Kammerhljómsveit Akureyrar geti heimsótt aðra landshluta til tónleika- halds, þó ekki sé fyrirsjáanlegt að það geti orðið á þessu starfsári. VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ! Frá og með 1. nóvember n.k. falla niður síðdegisafgreiðslur bankans á fimmtudögum á eftirtöldum stöðum: Bankastræti, Háaleitisbraut, Bíldshöfða, Hafnarfirði, Selfossi og Sauðárkróki. Afram verður opið á Suðurlandsbraut 18 og á Akranesi. $ SAMVINNUBANKIÍSLANDS HF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.