Tíminn - 26.10.1989, Side 6

Tíminn - 26.10.1989, Side 6
6 Tíminn Fimmtudagur 26. október 1989 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vaxtamál í stefnuræðu sinni á Alþingi sl. mánudag lagði forsætisráðherra mikla áherslu á nauðsyn þess að lækka enn fjármagnskostnað, draga úr vaxtakostn- aði, sem hefur íþyngt íslenskum atvinnurekstri undanfarin ár og komið niður á heimilum í landinu. Forsætisráðherra greindi frá því að á árinu 1988 hefðu meðalvextir útlána í bönkum og sparisjóðum verið 10,3% umfram verðtryggingu og væri það meira en tvöföldun frá 1986. Heildarútlánsfé í landinu var í árslok 1988 360 milljarðar króna, og nam innlendur hluti útlánanna 220 milljörðum. Að teknu tilliti til lægri vaxta á einstökum lánaflokk- um, t.d. húsnæðislánum, var arður þessara útlána u.þ.b. 20 milljarðar króna umfram verðtryggingu. Þess ber reyndar að geta, að á fastgengistímanum 1987-88 fengu útflutnings- og samkeppnisgreinarn- ar ekki verðtrygginguna bætta nema að hluta og báru því í raun hærri vexti af innlendum lánum. Forsætisráðherra minnti á það í framhaldi af þessum upplýsingum um fjármagnskostnaðinn á árinu 1988, meðan enn gætti áhrifa frá Sjálfstæðis- flokknum á stjórn landsins, að hin nýja ríkisstjórn, sem tók við völdum fyrir rúmu ári, hefði talið nauðsynlegt að beitast fyrir lækkun á vaxtakostn- aði, fyrst og fremst raunvöxtum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar í þessu efni leiddi til þess að vextir af spariskírteinum ríkissjóðs voru lækkaðir í 6%. Seðlabankanum var falið að koma raunvöxtum í bönkum og sparisjóðum niður í 7%. Við þetta hefur Seðlabankinn ekki staðið, því að raunvextir í bankakerfinu eru um 8%. Pess ber að geta að grunnur lánskjaravísitölunn- ar var lagfærður í byrjun þessa árs til samræmis við breytingar á verðlagi og launum. Forsætisráðherra telur að þessi leiðrétting á grunni lánskjaravísitölu leiði til lækkunar á fjármagnskostnaði sem svari til 4% raunvaxtalækkunar á ári miðað við núverandi aðstæður. Þrátt fyrir það hafa raunvextir óverð- tryggðra lána sveiflast mjög mikið og oft verið óhóflega háir á undanförnum mánuðum, eins og forsætisráðherra benti réttilega á. Af þessu má ljóst vera að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur beitt sér fyrir vaxtalækkun- um á því rúma ári sem hún hefur setið. Hér hefur þó ekki verið nóg að gert. íslenska bankavaldið tregðast við að framfylgja pólitískum vilja um réttláta lækkun raunvaxta á verðtryggðum skuld- um og sýnir tilhneigingu til að vera alltaf í hærri kantinum með vexti af óverðtryggðum útlánum. Bankarnir hafa í orði haldið á lofti þeirri megin- reglu að vextir eigi að vera í samræmi við verðbólgu. Á borði hafa þeir ekki sýnt mikla nákvæmni í að virða þá reglu. Þessi afstaða bankanna kann að eiga þátt í því að þeirri skoðun vex fylgi að rétt sé að koma á aðhaldi að innlendum peningastofnunum með erlendri samkeppni. Nú ku þeir á Stöð tvö vera farnir að sýna klámmyndir á nóttunni. Garrí hefur frétt að margur bölvi í hljóði yfir því að vera ekki búinn að fá sér afruglara. Þeir segja sem horft hafa á þessar myndir, að þetta sé hin besta skemmtan og góð tilbreyting í gráma hversdags- ins. Sjálfsagt eru þeir á Stöð tvö ánægðir með að einhver nennir að glápa á myndir hjá þeim fram eftir nóttu og áhorfendur eru líka ánægðir þannig að væntanlega eru allir glaðir og graðir með tiltækið. Garri hefur reyndar frétt að eitthvert fólk úti í bæ hafi veríð að skammast út í að það værí veríð að sýna svona myndir í sjónvarpi. En það er nú bara svona með sumt fólk að það getur aldrei verið ánægt, sama hvað fyrir það er gert. Það er alltaf til fólk sem hefur gaman að því að skammast út í allt og alla og vafalaust er sýning þessara klámmynda þessu fólki kærkomin ástæða til að fá þessari þörf sinni fullnægt. Garri er nú svo óheppinn að hafa ekki aðgang að Stöð tvö. Það hefur komið fyrír að þegar Garri hefur haft hug á að sjá einhverja ruglaða mynd á Stöð tvö að hann hefur heimsótt einhvern kunningja sinn sem á afruglara og horft þar á myndina. Maður kann nú samt einhvern veginn ekki við að vera allt í einu að fara að heimsækja fólk sem maður hefur trassað alltof lengi að hitta, bara til að fá að glápa á einhverja sóðalega mynd hjá því. Garri hefur því orðið að láta þessa skemmtan fram hjá sér fara. Maður verður bara að sætta sig við það. Maður er jú alltaf að tapa af einhverju skemmtilegu. Þegar Garrí var að alast upp voru öðru hverju sýndar sóðalegar myndir í bíóhúsum borgarínnar. Nú er engar slíkar myndir að finna þar ef frá eru skyldar þær myndir sem slæðast hingað á svonefndar kvikmyndahátiðir, en þar ku jafn- an vera sýndar þær myndir sem listrænastar þykja í heiminum. Garri hefur það fyrir satt að þessar myndir fái jafnan góða aðsókn enda láta íslendingar ekki góða list framhjá sér fara. Eftir að myndbönd unnu hug og hjörtu íslendinga hurfu allar klám- myndir úr bíóhúsum. Nóg mun hins vegar vera af slíkum myndum á flestum myndbandaleigum. Kynhvötin og skynsemin Kynhvötin er sterkt afl og líklega má útskýra margt sem afiaga fer hjá mannskepnunni með henni. Það er nefnilega margt til í því sem Freud gamli sagði um kynlífið. Að visu var hann orðinn hálfruglaður kallinn á því að velta sér endalaust upp úr kynórum sínum og sjúklinga sinna. Garri telur fráleitt að segja eins og fræðingar á sviði sálarlífs segja í dag, 50 árum eftir að Freud gamli geispaði golunni, að það sé ekkert að marka kenningar hans um kynlífið. Kynhvötin hefur án efa mikil áhrif á alla hegðun mannsins. Menn og konur geta bara litið í sinn eigin barm til að fá staðfestingu á þessu. Einn kunningi Garra sagði við hann fyrir nokkrum árum síðan að hann vildi helst vera laus við kyn- hvötina. Garri innti hann eftir ástæðu þessarar óskar. „Jú, sjáðu til. Kynhvötin tekur svo milda orku og mikinn tíma fra mér. Hugsaðu þér alla þá orku sem maður sóar í að eltast við og hugsa um kvenfólk. Maður gæti notað þessa orku í miklu þarfari og skynsamlegri hluti. Þrátt fyrir að skynsemin segi manni að sóa ekki tímanum í að hugsa um og eltast við kvenfólk, þá segir kynhvötin manni annað. Kynhvötin er jú sterkari en skynsemin eins og þú veist.“ Garri gat auðvitað ekki annað en samsinnt þessu en benti þó á að kynlífið veitti manni ánægju og gleði og það væri nú ekki of mikið af henni í þessum volaða heimi. „Suss, ég hlusta nú ekki á svona kjaftæði,“ sagði kunningi Garra og byrsti sig. „Kynlíf er bæði þreytandi og sóðalegt.“ Hér felldum við niður tal okkar. Það er auðvitað sannleiksbroddur í þessari síðustu fuiiyrðingu kunn- ingja Garra en því verður samt ekki neitað að kynlífið og þar með kynhvötin, er sannur gleðigjafi. Því er það að Garri gleðst yfir því framtaki Jóns Óttars og hans manna að sýna landsmönnum klámmyndir fyrir háttinn. Garri telur fullvíst að þetta framtak hafi veitt meiri gleði inn á heimili landsmanna en flest annað sem gert hefur til að gleðja landsmenn á þessum síðustu og verstu tímum. Garri VÍTT OG BREITT T ogstreita ráðuneyta Upp er komin óheppileg tog- streita milli menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra um yfir- stjóm dagvistarmála, hvort yfir- stjórnin eigi að vera í menntamála- ráðuneytinu eða félagsmálaráðu- neytinu. Hver eru „félagsmálin“? Svo hefur verið alla tíð, að þessi mál hafa verið verkefni mennta- málaráðuneytis, enda út frá því gengið að dagvistarmál séu uppeld- is- og skólamál í eðli sínu og ekki félagsmál að öðru leyti en því sem öll slík mál eru „félagsleg“ í víðri merkingu þess orðs. Ef nú þykir ástæða til að flytja dagvistarmál frá menntamálaráðu- neytinu, þá er stutt í það að skóla- og fræðslumálin í heild verði talin til þeirra viðfangsefna sem ættu að heyra undir félagsmálaráðuneytið, því að auðvitað eru menntunar- málin öll „félagsleg" í almennum pólitískum skilningi á því hvað varðar stuðning við manneskjulegt lýðræðisþjóðfélag og viðhald þess. Heilbrigðis- og tryggingamál heyra einnig til „félagslegum" viðfangs- efnum í víðustu merkingu þess hugtaks og gætu þess vegna heyrt undir félagsmálaráðuneytið. Þann- ig mætti teygja verkefnasvið félags- málaráðuneytisins út í það óendan- lega. Aftan að siðunum Það hefur komið fram í þessu tali, að félagsmálaráðherra hefur látið semja frumvarp um það sem kallað er „félagsþjónusta sveitar- félaga“. Slík félagsþjónusta er vaf- alaust mjög víðtækt verkefnasvið og hlýtur að snerta fleira en rekstur dagvistarstofnana. Það er undar- legt að ekki skuli vera hægt að koma saman lagafrumvarpi um svo yfirgripsmikið mál án þess að frum- varpshöfundar krefjist þess að upp- eldismálaverkefni af því tagi sem dagvistarmál eru sé tekið undan því ráðuneyti sem fer með uppeld- is- og kennslumál. Þarna er verið að fara aftan að siðunum. Þeir sem krefjast þess að dagvist- armál flytjist yfir til félagsmálaráð- uneytisins munu bera það fyrir sig að þannig sé það í öðrum löndum. Ekki skal því mótmælt að svo sé. Þar með er ekki sagt að sú skipan sé til fyrirmyndar, enda fjarri því að einhugur ríki um það fyrir- komulag þar sem það er fyrir hendi. Þvert á móti hafa skóla- menn og uppeldisfræðingar talið að þessu ætti að breyta, sem sé að flytja dagvistarmálin frá félags- málaráðuneytum til kennslumála- ráðuneyta. Að skilgreina málaf lokka Endurskipulagning ráðuneyta er eitt þeirra mála sem ríkisstjórnin vinnur að, enda margt sem styður það markmið hennar. Verkaskipt- ing milli ráðuneyta mætti f mörgu vera önnur en hún er. Það er jafnvel hægt að hugsa sér margs konar lausnir á ágöllum núverandi skipulags stjórnarráðsins. Meðal annars þess vegna er slík endur- skipulagning ekkert áhlaupaverk sem vinnst einu sinni fyrir allt. Þó hlýtur það meginsjónarmið að ráða að samkynja mál og mála- flokkar heyri undir sama ráðu- neyti. Þegar málum er skipt milli ráðuneyta er nauðsynlegt að fyrir liggi skilgreining á eðli þeirra mála- flokka sem til skipta eru og það því fremur ef ágreiningur er um skil- greiningu þeirra eins og virðist vera í togstreitu félagsmálaráð- herra og menntamálaráðherra um dagvistarmál. Þessa deilu verður að leysa fagmannlega. I.G.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.