Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 26. október 1989 Fimmtudagdr 26. b'któber 1989 Tíminn 11 v. ;■ ý ■. ■ . ■ Aflakaupabanki ein þeirra hugmynda sem aflanýtingarnefnd sjávarútvegsráðuneytisins leggur til NYTING AFLANS VERÐUR Eftir Agnar Birgi Óskarsson Á tímum minnkandi kvóta hafa kröfur um betri nýtingu á þeim fiski sem dreginn er úr sjó orðið stöðugt háværari, bæði hvað varðar betri nýtingu á hinum hefð- bundnu tegundum, s.s. þorski svo og öðrum tegundum, sem hingað til hefur ekki verið talið arðvænlegt að hirða. í tilefni þessa skipaði sjávarútvegsráðu- neytið sérstaka nefnd fyrr á þessu ári til að koma með tillögur um bætta nýtingu um borð í veiðiskipum og kallast nefndin aflanýtingarnefnd. í henni eiga sæti full- trúar útgerðar og vinnslu, svo og fulltrúi sjávarútvegsráðuneytisins og Rannsókn- arstofnunar fiskiðnaðarins. Hermann Sveinbjörnsson aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra og formaður aflanýtingar- nefndar sagði í samtali við Tímann að nefndin hafi aðallega fjallað um nýtingu afla um borð í frystitogurum, sem eru um tuttugu talsins og hefur hún nýlega kynnt tillögur sínar ríkisstjórninni. Ein þeirra er um aflakaupabanka. Áætlað er að tilraunaverkefnin standi í næstu 3 til 4 ár. ■ Undanfarin ár hefur það komið betur og betur í Ijós að bætt nýting aflans getur að hluta til bætt upp takmarkanir á því magni sem heimilað er að veiða hverju sinni. Aflanýtingarnefnd sj ávarútvegsráðu- neytisins hefur lagt til að stofnaður verði sérstakur aflakaupabanki. Tilgangurinn með slíkum banka væri að bjóða skipum upp á örugga og einfalda leið til að losna við fisk sem ekki veiðist nema lítið af og ekki þarf að pakka í dýrar umbúðir. Þetta kemur fram í grein sem Sigurjón Arason og Guðmundur Þóroddsson sérfræðingar á Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Hermann Sveinbjörnsson aðstoðarmað- ur sjávarútvegsráðherra skrifa í nýjasta tölublaði Sjávarfrétta. Hermann Sveinbjörnsson sagði að ákveðin verkefnaáætlun hefði verið sett, sem endurspeglaði mest verkefni er unnin yrðu hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins. Önnur verkefni sem ýtt hefur verið af stað varðandi betri nýtingu afla er t.d. könnun á meltuvinnslu um borð í frysti- togurunum, athugun á möguleikanum á því að vinna afskurðinn sem til fellur í marning og þorskhausana, en um 1/4 af hverjum þorski er hausinn og því um 70 þúsund tonn af þorskaflanum hausar. Þá hefur verið fjallað um að koma upp fiskimjölsverksmiðjum, þannig að nýir frystitogarar hafi um borð fiskimjölsverk- smiðju. Mikið hefur verið gagnrýnt hversu mikið af fiski fer ónýttur fyrir borð í frystitogurum. Þessi gagnrýni er að ýmsu leyti ósanngjörn, segir í greininni, þar sem að á sumum togurum er allur fiskur hirtur sem menn telja sig geta selt, en annars staðar er öllu hent sem ekki telst til hefðbundinna tegunda. Hafa verður í huga að ef frystitogarar kæmu með allan fisk að landi er alls óvíst að þeir gætu selt hann með hagnaði, þ.e. þær tegundir sem venjulega eru ekki hirtar. Ekki borgar sig fyrir einstaka aðila með mjög takmarkað magn af hverri tegund að standa í því að reyna að selja fiskinn. Þess ber einnig að geta að frystitogarar hafa margir hverjir tak- markaðan aðgang að frystigeymslum í landi og geta því hvorki legið með fiskinn og safnað saman, né beðið eftir betra verði og þurfa því að selja strax á því verði sem fæst þá stundina. Af þessum ástæðum hefur aflanýtingarnefnd sjávar- útvegsráðuneytisins lagt til að stofnaður verði aflakaupabanki. Hermann sagði að hugmyndin væri sú að þeim fisktegundum sem ekki eru hirtar alla jafnan yrði safnað saman, líklega á einn stað og þá jafnvel í tengslum við fiskmarkaðina á Reykjavík- ursvæðinu. Hermann sagði að eftir við- ræður við menn í greininni hefði það þótt raunhæfast að vinna þetta í samvinnu við fiskmarkaðina. „Þetta er enn á athugunar og umræðu stigi og ekkert hefur verið ákveðið ennþá, en þetta er grunnhug- myndin,“ sagði Hermann. Byggður yrði upp lager af þessum tegundum, svo magnið yrði nægjanlega mikið til að fara með út á markaðinn. Með þessu fyrirkomulagi verða þessar fisktegundir, sem ekki eru hirtar alla jafnan, ekki verkaðar á þeim stað þar sem frystitogari landar aflanum. Skipin myndu þá skila fiskinum af sér frosnum til aflakaupabankans sem greiðir þá fast verð fyrir. Fiskinum komið í t.d. frysti- gáma og fluttur í frystigeymslur í Reykja- vík. Helstu kostir sem aflanýtingarnefnd bendir á með því að koma á fót afla- kaupabanka eru að bankinn myndi safna saman fiski af öllum frystitogurum og þar með hafa úr miklu meira magni að spila til að standa undir sölu og vinnslukostn- aði. Skipin geti gengið að því vísu að losna við allan fisk strax á ákveðnu verði og fá greiðslur fljótt og vel. Þá yrði beðið með að selja fiskinn þar til verð væri hagstætt og heilfrysta má mikið af fiskin- um og þíða upp í landi og vinna, en til þess að slíkar aðgerðir séu hagkvæmar þarf að vera um nokkurt magn að ræða. Óvíst er hvort munurinn verið nægjan- legur til að standa undir kostnaði við tilraunina. Ef þetta gefst vel er ætlunin að bankinn verði sem tilraunaverkefni á vegum ráðuneytisins í þrjú til fjögur ár en gert er ráð fyrir að aðrir aðilar taki yfir þegar brautin hefur verið rudd. Bankinn mun starfa þannig að lág- marksverð verði greitt fyrir aflann en hugsanlegt væri að borga verðuppbót eftir að búið er að greiða allan kostnað af vinnslunni. Ekki er ætlunin að draga úr mönnum til að selja aflann sjálfir ef þeir finna markaði sem borga betra verð, heldur að tryggja markað fyrir fiskinn til að hvetja til söfnunar, þannig að sjómenn þurfi ekki að óttast að sitja uppi með fiskinn ef hann er hirtur. Talið er að ef viss markaður er skapaður fyrir vannýttar fisktegundir, þá geri það mönnum auð- veldara fyrir að veiða þær, þar sem þá væri aflakaupabanki til staðar og því freistandi kostur á tímum kvótasamdrátt- ar að bæta nýtinguna á skipunum þó afraksturinn sé ekki eins mikill og í hefðbundnum tegundum. í mörgum til- vikum er uppþíðing á fiski og vinnsla ásamt tvífrystingu möguleg. Tegundir s.s. tindabikkju, kola og háf megi þíða upp og vinna, þó hann væri annað gert en að heilfrysta hann um borð. Frystitogarar hér við land eru um 20 talsins og má ætla að tekjur hvers togara sem veiðir um 200 tonn af fiski sem hann ekki nýtir á ári séu um tvær til þrjár milljónir króna, ef bankinn greiði 10 til 15 krónur fyrir hvert kíló. Sé reiknað með að bankinn geti unnið og selt magnið fyrir um 50 til 60 krónur þá skila togararn- ir 20 um 4000 tonnum, sem 200 til 240 milljónir króna fást fyrir. Þessar tölur eru með fyrirvara þar sem lítið er vitað um hversu mikið magn veiðist. Slegið hefur verið á að um 70 tonn af því sem ekki er nýtt af fiskinum fari að jafnaði fyrir borð í hverjum mánuði. Hermann sagði að alltaf væri spurning hvort hirða ætti það sem fellur til, eins og lifrina. í sumum tilvikum hefur því verið þannig háttað að áhöfnin hefur mátt hirða hana til að leggja í t.d. ferðasjóð. Hann sagði að ákveðin vandamál væru í þessum aukaaflamálum, þannig að ef þetta væri farið að tefja menn við aðal verðmætasköpunina um borð, þá væri um viðkvæmt mál að ræða. Því væri jafnvel auðveldara að koma þessu á ef útgerðirnar segðu við áhafnirnar að þær mættu eiga þetta til að leggja í einhverja sjóði. í greininni kemur fram að bankinn mun taka til starfa fljótlega upp úr áramótum ef svo heldur fram sem horfir, þá e.t.v. aðeins í samvinnu við fá skip í upphafi, en síðar allan frystitogaraflot- ann. Ef reynslan verður góð þá yrði komið á fót svipuðu kerfi fyrir bátaflot- ann og humarveiðiskipin, svo og ísfisk- togarana. Ekki er ætlunin að komu upp sérstöku sölukerfi, nema að mjög tak- mörkuðu leyti, og sölumál og útflutning- um munu verða í höndum þeirra sölusam- taka og útflutningsfyrirtækja sem fyrir hendi eru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.