Tíminn - 28.05.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.05.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. maí 1992 Timinn 5 Davíð Erlingsson: BYGGÐARBLÖÐ OG ÞJÓÐMENNING eða Dalurinn í Kaupmannahöfn í Kaupmannahöfn býr hún Lovísa, barnfædd undir Kambinum á Dalvík, kaupstað norður á ísiandi sem spratt upp á Böggvisstaða- sandi. Á borði hennar í stofunni liggja tvö blöð. Annað heitir Bœjarpósturinn og er 16. tbl. 8. árg., útgefið 22. apríl 1992, hitt ber nafnið Norðurslóð. Svarfdœlsk byggð og bœr. Það er 4. tölu- blað ársins 1992 og dagsett 28. apríl. En minnisgrein þessi er skrifuð af flakkara, gesti Lovísu, á því sama borði sunnudaginn 3. maí sama ár. Flakkarinn kom utan af íslandi, en hafði þó áður varla hugmynd um tilvist þessara blaða, þótt sjálfur sé hann kominn af sömu slóðunum og þau, við Eyjaíjörð. Að blöðin liggja nú hér á borði, vitnar vitanlega um undur samgangnanna á okkar dög- um, en þessi loftbomu sprek af kvisti íslenskrar þjóðmenningar eru hér á annarlegri strönd, auðvitað af því að Lovísa er sjálf af þeirri rót. Öllum samgöngum okkar daga, í víðasta skilningi, andlegum og lík- amlegum, fylgir eitthvað af firringu. Nokkurt firringarmark hlýtur það að vera á Eyfirðingi, þótt fyrir sunn- an eigi nú heima, að þurfa til Kaup- mannahafnar til þess að eignast litla viðkynningu við þá pressu, sem á naflastað tilvem sinnar í Svarfaðar- dal. Baejarpósturinn er auglýsinga- blað með „gleðilegt-sumar“-mynd af dalnum á forsíðu og „blessuð- sértu-sveitin-mín“-kvæði um hann eftir Kristínu Jóhannesdóttur frá Syðra-Hvarfi fyrir neðan myndina. Gerð eru skil leiklistar- og tónlistar- viðburðum (Hér les sá firrti flakkari t.d. um keppni í einhverri músík- mennt sem heitir karaoke, og augað nemur staðar í nokkurri undrun: þurfti ég nú í Svarfaðardal til að heyra um nýjan tískufarald í þeim efnum?). Getið er um farfugla, af- mæli, félagsfundi, fyrstu lömb vors- ins, afla fiskiskips o.s.frv., í stuttum pistlum. Tvær greinar eru ívið lengri: heimsókn til oddvita hrepps- ins í dalnum og samtal við bónda- konu af erlendum uppruna sem Ieggur stund á að vinna hagvirki og listmuni úr ull og öðru skepnuhári. Leiðari er ekki í þessu blaði, en vor- pistill er í hans stað, eða sumardags- hugvekja, eftir Hjört Eldjám Þórar- insson. Hitt blaðið, Norðurslóð, hefúr tvöfalt stærri síðuflöt, líkan og í dagblöðum, og þetta 4. tbl. er 8 síð- ur, sem eru að miklu minna hlut- falli en hitt fylltar með auglýsing- um. í ramma efst á bls. 2 eru greind- ir þeir sem blaðið gefa út og gera það úr garði. Talsvert af fréttum er hér vel og glögglega sagt í sérstöku fréttahomi á baksíðu, og á forsíð- unni eru þrjár fréttagreinar: af- komu útgerðar á Dalvík, hafnamál- um og vegagerðar em gerð skil í þeim. Innsíðumar einkennast hins veg- ar af sambandinu við liðinn tíma á allt annan hátt, og það er í þessu sem munurinn á blöðunum er mestur. Endurminningaskrif heimamanna; eftirmæli í bundnu máli og lausu, og þá að sjálfsögðu með taisverðu af endurminningum í. Síðast en ekki síst er hér fimmti þáttur af sjálfsævisögulegum end- urminningum fyrrverandi ritstjóra blaðsins, Hjartar Eldjáms Þórarins- sonar: „Horft til baka um hálfa öld“. Úr blöðunum báðum, en alveg sérstaklega úr Norðurslóð, í fréttum úr nútímanum og endurminning- um, berst upp í vitin ilmur, bragð og sýn af stöðunum og byggðunum þama fyrir norðan. Það er sú ímyndun, sem gerist í huga flakkar- ans við að skyggnast í þessi blöð komin á strönd, sem hvorki líkist Árskógsströnd né Ufsaströnd né Böggvisstaðasandi. Þessi ímyndun rennur upp af prentmáli á pappír, af því að svo mikið af málinu á þeim pappír er mál byggðanna, byggða- fólksins þama heima. Það er það málfar eða mæli, sem fólkið á og hefur átt til þess að gera sér grein fyrir veröld sinni á þeim ströndum og í þeim dölum. Þetta mæli sann- Ieiksgerðar fólksins vex og breytist á sögulegri rót, því að án fortíðar get- ur engin framtíðarsýn verið, án sögu ekkert líf handan við það hrað- rennandi og örsmáa nú sem er núna. Ef við spyrjum, hvemig slík blöð geti dafnað, getur svarið varla orðið annað en: af því að fólk finnur sig þarfnast þeirra. Fjárhagurinn er annar handleggur, ekki til umræðu. Umurinn af Norðurslóð er þannig, að sitthvað minnir á blað sem um eyfirsku byggðimar fór einu sinni, Dag á Akureyri, og var þá um margt öðmvísi en hann er núna, eftir að hann fór að koma út oftar en einu sinni eða tvisvar í viku og gerðist dagblað með brauki og bramli og miklu liði kunnáttumanna. Heim- urinn hendir sér nú á tímum yfir okkur með miklum breytingum, sem sumar em kallaðar framfarir. Efalaust hefur svo verið um Dag, þegar hann gerðist dagblað, að ekki hafa allir ungu og fersku kunnáttu- mennimir, konur sem karlar, verið gæddir mæli byggðanna, stað- bundnu, né heldur átt sögulegu rót- ina í vitund sinni. Af þessu mundi geta leitt bagalegan skort á lifandi skilningi á því mæli — enda þótt öðmvísi málfar, skynsemd og al- menn þekking væri í bezta Iagi — skort á skilningi á því staðlega og fólkinu einmitt þama. Það lægi nærri að spyrja hvort viðgangur Norðurslóðar tengist ekki með ein- hverjum hætti því að blaðið Dagur breyttist í átt til atvinnublaða- mennsku og gekk að vissu leyti yfir í flokk höfuðborgarpressunnar, enda þótt hann sé fremur Iandshlutablað, og vilji auðvitað vera landsbyggðar- blað. Blöð hljóta að gegna miklu hlut- verki í þjóðmenningu okkar. Hve einsleiL sem hún sýnist vera þegar á hana er horft utan frá eða um hana talað í landsföðurræðum, er hún samt vafalaust með margvíslegum hætti, um leið og farið er að rýna nánar. Þjóðmenningin á sér stað í flóknu neti mannlegra samskipta, með breytilegum samskiptareglum og boðskiptahætti frá samheldi til samheldis (eða félagshóps). Einn maður er með ýmsum hætti aðili margra hugsanlegra samhelda: sveitar eða kaupstaðar, ættar, at- vinnustéttar eða annars hagsmuna- hóps, áhugamála, o.s.frv. Heildar- staða manns í þessu flókna netvirki, með tengslum hans og þátttöku í ýmsum samheldum á ýmsum vett- vangi, markast af þessu öllu. Það eru sígild sannindi að „oft má af máli kenna manninn hver helst hann er“, en það er líka vitanlegt að maður getur haft nokkuð ólíkan tal- anda eftir því um hvað, við hvem, í hvaða samhengi og tilgangi hann ræðir. Vegna þess að málið með „arfleifð kynslóðanna" í sér er í senn staður, þaðan sem allir hlutir um- hverfisins horfa á einhvem hátt við manninum, og ómissandi útbúnað- ur hans við hlið skynfæranna til þess að nema og skilja og gera sér og öðmm grein fyrir þessu umhverfi, um leið og hann tekur eitthvað upp í vitneskju sína frá öðrum. Þess vegna er málið líka andlegt heim- kynni manns eða heimili. Innrétt- ing þess er með einhverjum sömu ummerkjum og öll önnur heimili í sama samfélaginu, en einhverju munar þó jafnan. Allir kannast við mismun á talanda manna eftir því hvar þeir „standa“, þ.e. frá hvaða stöðum þeir sjá og taka mið, með hvaða afstöðu þeir hafa grunnvið- miðanir sínar. Sjónarstaðina eiga menn bæði í hugarheimi og efnis- heimi. Um hugarheimsstaði er auð- velt að minna til dæmis á svonefnda frjálshyggjumenn og sósíalista í pól- itík og biðja lesanda að huga að því, hversu mið þeirra eru tekin frá ólík- um stöðum og hvað þeim ber á milli um það sem þeim þykja vera sjálf- sagðir hlutir, sem eiginlega ætti ekki að þurfa að nefna, af því að grunnmiðið sýnist þeim gefið, og raunar óþarfi að orða það fyrr en einhver vefengir. Af efnisheimsstöð- um er sá auðvitað fyrstur og fremst- ur sem er heimilið og heimabyggð- in. Veröldin Iítur vitanlega ekki eins út séð úr Reykjavík og Svarfaðardal. Einn gildasti þáttur þjóðmenningar er það, sem einstaklingum hennar er sameiginlegt af sjálfsögðum sjón- armiðum, sjálfsögðum hlutum, sem eru það af því að ekki þarf að segja þá. Þeir og margt, sem á grunni þeirra rís í hugarheimi, eru fordómar (fyrirfram gefnir dómar) í hlutlausri og eiginlegri merkingu orðsins og alls ekki fordæmandi. Óþarft er að ræða um hvort skipti meiru, heimkynni hugarfarsins eða heimkynni á landinu, hugmyndim- ar eða jörðin undir fótunum. En þau tengjast með ýmsum hætti. Bæði er hver sjálfum sér næstur, og það er sennilegra að þeir eigi sam- leið í skoðunum sem einnig eiga sameiginlega reynslu og hagsmuni daglegs lífs. Þeir eiga þá miklu meira saman af sjálfsögðum hlutum og hugmyndum — og mæli — en aðrir, og þetta greinir þá frá þeim og eflir þá tilfinningu að þeir eigi sam- eiginlegra heimkynna að gæta, svo í andlegum sem veraldlegum efnum. Á öld alþjóðahyggju, hugartví- strandi fjölmiðlunar og samgangna, sem leiða firringu yfir fólk, þannig að svo getur farið að það viti ekki lengur hvar það stendur, mun það vera eðlislægt viðbragð við firring- unni að beita máli og frásögu sinni á verkstæði sannleiksgerðarinnar til þess að fylla og bæta heimsmynd sína og sjálfsmynd; reyna að andæfa firringunni, sem er kaos, með því að verja og bæta andleg ekki síður en veraldleg heimkynni sín. Ástandinu má að vissu leyti Iíkja við það að lenda í útlegð. I útlegð eins konar voru landnemar íslands, forfeður Svarfdæla og okkar allra, og hjá þeim var eftir allnokkrar kyn- slóðir orðinn til sá frásagnasjór sem við köllum fombókmenntir okkar. Öflin, sem þá voru að verki í þjóðfé- laginu, hafa að nokkru leyti verið hliðstæð því sem nú eru. Það er varla tilviljun, hve mikið rúm það, sem ég vil kalla lífsmyndarbók- menntir, skipar meðal þess sem gef- ið er út á prenti í landinu. Flakkara er ekki kunnugt, hversu víða á landinu um er að ræða dugn- að í blaðaútgáfu sambærilegan við Svarfaðardal. Væri fróðlegt að fá yf- irlit um það, og um útbreiðslu og fjárhag blaðanna. Samkvæmt þeim viðhorfum, sem hér hefur verið haldið á loft, virðist sennilegt, að héraðablöð eigi eftir að taka til sín meira af markaði höfuðstaðarblað- anna. Þau síðamefndu em skrifúð að mestu með sjónarhomi sem á heima í höfúðborgarmenningunni, er að vissum hluta alþjóðlegt, og þau em gerð af eins konar atvinnu- mennsku. Hætt er við að mæli þeirra verði æ framandlegra í hug- um fólks í dreifðum byggðum og bæjum. f sömu átt horfir einnig að æ fleiri blaðamenn verða háskóla- menntaðir, bæði í fjölmiðlunar- fræðum og öðmm fræðum. Ef byggðablöðin halda sig við mæli byggðafólksins og sjónarhom þess, munu þau dafna og vinna á. Fólk þarfnast þeirra á annan og nákomn- ari hátt en blaða höfuðborgarmenn- ingarinnar, sem vitanlega hljóta einnig að halda áfram að vera til. Það er að vissu leyti dapurlegt að átta sig á því, að svona muni verða, en það er alþjóðleg þróun sem við munum varla geta komist hjá. Því að ríkust er í raun og vem rödd frá heimaslóðum. Á þá leið minnir mig að Guðmundur Ingi skáld í Önundarfirði hafi orðað það, og það er líka ástæða þess að hún Lovísa hefur svarfdælsku pressuna á borðinu hjá sér. Höfundur er dósent við Háskóla Islands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.