Tíminn - 28.05.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.05.1992, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Fimmtudagur 28. maí 1992 DAGBOK Skáldakynning í Sandgeröi Sunnudaginn 31. maí n.k. verður efnt til kynningar á Ingibjörgu Sigurðardóttur skáldkonu og verkum hennar í Sand- gerði. Dagskráin hefst kl. 20.30 í Sam- komuhúsinu. Efni á dagskránni verður sem hér seg- in Kynning á skáldkonunni Ingibjörgu Sigurðardóttur: Þuríður Elísdóttir. „Sigrún í Nesi“. Halldóra Ingibjöms- dóttir les kafla úr bókinni. „Laeknir í leit að hamingju". Ólafur Gunnlaugsson les kafla úr bókinni. Sigurbjörg Jónsdóttir leikur á blokk- flautu við undirleik Franks Herlufsen. Samlestur úr sögunni „Beggja skauta byr“. Sögumaður: Guðjón Þ. Kristjáns- son. Aðrir lesarar: Alma Jónsdóttir, Guð- jón Norðfjörð, Gunnlaugur Hauksson, ósk Valdimarsdóttir, Fanney D. Hall- dórsdóttir, Guðbjörg Vignisdóttir og Sæ- unn Guðmundsdóttir.Sigurbjörg Hjálm- arsdóttir leikur á þverflautu við undir- leik Franks Herlufsen. „Feðgamir á Fremra-Núpi“. Einar Arason les kafla úr bókinni. Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir syngur einsöng, píanóleikari Ólafúr Vignir Albertsson. Stefán Jón Bjamason les kvæðið „Kvæðalaun". Kynnir á dagskránni er Alma Jóns- dóttir. Að lokinni dagskrá verður kvenfélagið Hvöt með kaffisölu í Samkomuhúsinu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomn- ir. Dagskrá þessi er liður í M-hátíð á Suð- umesjum. Ingibjörg Sigurðardóttir skáldkona fæddist 17. ágúst 1925 að Króki í Skaga- firði. Hún fluttist 21 árs til Sandgerðis og bjó þar í 45 ár. Út hafa komið 30 bæk- ur eftir hana, sú fyrsta 1958 og nýjasta bók hennar, „Glettni örlaganna", kom út 1991. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður 30. maí. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. „Blár sumarhiminn, iðagræn jörðin og gul morgunsólin — þetta blasir við augum þeirra Kópavogsbúa, sem taka þá áhættu að koma í Fannborg 4 upp úr hálftíu á laugardagsmorgni til að drekka nýlagað molakaffi og skiptast á almælt- um tíðindum. Setjið vekjaraklukkuna," segir í fréttatilkynningu frá Hana nú. BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIl) ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar 5-6 tonna krókaleifis- bátur óskast til leigu eöa vera meö fyrir annan, á handfæraveiöar, hvar á landi sem er. 20 ára sjómennska. Meö réttindi. Upplýsingar í síma 33736. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Skólaslit verða í Hallgrímskirkju föstudaginn 29. maí kl. 14.00. Ættingjar útskriftarnemenda og velunnarar skólans velkomnir. VERSLUNARSTJORI Óskum eftir að ráða verslunarstjóra. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt kaupkröfu, óskast fyrir 10. júní n.k. Upplýsingar um starfið gefur kaupfélagsstjóri. /KVH/ kaupfélag Vestur-Húnvetninga LmmmmmmmL 530 Hvammstanga . Sími 95-12370 --------------------------------------------------------A Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi Þórmundur Guðsteinsson Ártúni 17, Selfossi verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 30. maí kl. 15. Sigurbjörg Guðmundsdóttir Sigrún Þórmundsdóttir Eggert Ólafsson Guömundur Kr. Þórmundsson Katla Kristinsdóttir Þuríður Þórmundsdóttir B. Ragnar Jónsson Gunnar Þórir Þórmundsson Svanheiður Ingimundardóttir Anna Kolbrún Þórmundsdóttir bamabörn, barnabarnaböm og barnabarnabarnabarn Marie Helvin á fjölbreyttan feril aö baki en er kannski fyrst nú aö ná takmarki sínu, aö vera sjálfstæö og engum háð. Fyrrum toppfyrirsæta er nú fatahönnuður Marie Helvin hefur nýlega dvalist í frfi hjá vinkonu sinni Jerry Hall á eyjunni Mustique og er vel að frí- inu komin. Hún hefur nefnilega ekki tekið sér frí í eitt og hálft ár og á þeim tíma sýnt fatahönnun sína sex sinnum. Marie var einhver frægasta fyrir- sæta heims í 15 ár og þar af gift Ijósmyndaranum David Bailey í 10. Þau giftust 1975 en skildu 1985 og þá venti Marie sínu kvæði í kross. Hún hafði alltaf umgengist fatnað af ást og virðingu og þess vegna var ekki undarlegt þó að hún veldi sér verkefni í fataiðnaðinum. Útlit Marie hefur alltaf þótt áhugavert, enda kemur í ljós að í æðum hennar rennur blóð af ýms- um þjóðemum. Mamma hennar er japönsk og pabbi hennar sagður hollenskur, en faðir hans var Dani. Enda segist hún hafa lært heilmik- ið af báðum foreldrum sínum, mamma hennar hafi kennt henni að meta fegurð og mýkt. Frá pabba sínum hafi hún erft uppreisnar- andann og í rauninni sé hún stjórnleysingi! Marie ólst upp á Hawaii og segist vera eilíflega þakklát fyrir það. Eina sorgin sem hún hefur enn orðið fyrir í Iífinu hafi verið þegar systir hennar Suzon lést af slysför- um á Jamaica 1978. En Marie seg- ist líka hafa dregið margan lær- dóminn af því. Þó að 10 ára hjónabandi hennar og Davids Bailey hafi lokið með skilnaði segist hún vera svo lán- söm að þau séu enn bestu vinir og engan stuðningsmann eigi hún dyggari en fyrrverandi eiginmann- inn. Og sjálf sé hún mikill aðdá- andi hans. Hvemig þau kynntust, segist hún ekki muna alveg nógu vel, sennilega um borð í flugvél, en hún segist muna mæta vel hverju hún hafi fyrst tekið eftir við hann. Það voru skórnir! Hann hafi verið kæruleysislega klæddur, í galla- buxum og gallaskyrtu. En á fótun- um hafi hann borið stóríallega dansskó í stíl Freds Astaire. í ljós kom að hann hafði gleymt að hafa skóskipti frá kvöldinu áður! Marie Helvin gengur sem sagt allt í haginn eins og er, enda er hún bjartsýnismanneskja eins og lesa má úr ofanskráðu. Joan Collins beðin afsökunar Joan Collins var fyrir skömmu stödd í Suður-Afríku og var erindi hennar að veita sveltandi Afríku- búum stuðning sinn. í því tilefni gaf hún viðtal í þætti á vegum sjónvarpsstöðvarinnar MTV sem fór svo úr böndunum að stöðin neyddist til að biðja leikkonuna af- sökunar. Þátturinn var þannig á svið sett- ur að Joan svaraði spumingum sem áður höfðu verið teknar upp fyrir framan 90 áhorfendur. Spum- ingarnar höfðu frægir karlar í landinu lagt fram, þeirra á meðal Gary Bailey, fyrmm markvörður Manchester United, sem nú er knattspymufréttamaður í Suður- Afríku. Fljótlega kom í ljós að spurningarnar margar hverjar vom svo dónalegar og nærgöngul- ar að Joan varð miður sín svo að sjáanlegt var. Hún sagði áhorfend- um sínum að aldrei fyrr hefði hún orðið að fást við neitt þessu líkt og þetta fengi nokkuð á sig. „Ég vildi að ég væri í Frakklandi. Frakkar em kurteisir við konur,“ sagði hún. Að undanförnu hefur Joan Coll- ins dvalist í húsi sínu í Frakklandi að vinna að nýrri bók, eftir vel- heppnaða leikför í Englandi með leikrit Noels Coward, Private Li- ves.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.