Tíminn - 17.06.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.06.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 17. júní 1992 Tíininn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 17. júní í dag, 17. júní, minnist íslenska þjóðin þess að lýð- veldi var stofnað á Þingvöllum árið 1944. Það er staldrað við, horft fram á við og litið yfir farinn veg. Nú háttar svo til að spurningin um sjálfstæði, full- veldi og lýðræðislega stjórnarhætti er óvenju brenn- andi og nærtæk. Þjóðir og þjóðarbrot rísa upp og krefjast sjálfstæðis. Sums staðar er blóði úthellt fyrir þessa kröfu. Ný þjóðríki hafa orðið til á rústum kommúnismans, sem í öndverðu reisti sín kenninga- kerfi á því að útmá þjóðríkið og innleiða alþjóða- hyggju. Fyrir þjóðir, sem búa við lýðræðislega stjórn- arhætti og vaxandi alþjóðasamvinnu, er spurningin um það hvernig eigi að varðveita sjálfstæði og full- veldi mjög áleitin og krefst svara. Við íslendingar höfum samúð með sjálfstæðisbar- áttu þjóða, vegna þess að við höfum fundið það að fullveldið og síðar fullt sjálfstæði varð okkur til mik- illar gæfu. Það varð okkur hvatning til átaka og fram- fara, jók bjartsýni og framfarahug, jafnvel svo að mörgum hefur þótt að of geyst hafi verið farið í fram- kvæmdum en gleymst hafi að styrkja stjórnun og innviði samfélagsins. Fullyrða má að sjálfstæði okkar hafi verið mikil vít- amínsprauta fyrir listir og menningarmál. Sjálfs- mynd og sjálfsvirðing þjóðar er sá þakgrunnur og veganesti, sem íslenskir listamenn hafa út í hina stóru veröld. Á sviði lista og menningarmála, þar með taldra íþrótta, hafa unnist margir stórir sigrar á síð- ustu áratugum. Ekkert styrkir betur metnað og sjálfsvitund þjóðar en slfk afrek. Við lifum á tímum hinna miklu alþjóðlegu sam- skipta og alþjóðlegra vandamála, sem virða engin landamæri. Þau verða ekki leyst nema með samning- um við aðrar þjóðir. Það deilumál, sem hæst bar á lýðveldistímanum, var það hvort íslendingar gætu einir og óstuddir sinnt öryggismálum sínum. Við leysum þau mál með varnarsamningi við Bandaríkin. Hin miklu vandamál umhverfisins verða ekki leyst nema í nánu alþjóðlegu samstarfi. Við höfum versl- unar- og viðskiptasamninga við aðrar þjóðir, og höf- um auk þess undirgengist skyldur sem fylgja aðild að ýmsum alþjóðastofnunum. Sú spurning er áleitin, ekki síst um þessar mundir, hvað langt má ganga án þess að fullveldi og sjálfstæði landsins sé ógnað. Sjálfstæðið hvílir á mörgum stoðum. Ein er sú að vera sjálfbjarga efnahagslega, hafa forræði yfir auð- lindum landsins og geta ráðstafað þeim að því marki, sem brýtur ekki í bága við þá sátt sem þarf að nást um að vernda umhverfið. Hinar brennandi spurningar hrannast upp ein af annarri. Það er langt síðan Islendingar hafa staðið á eins örlagaríkum tímamótum og á þessum þjóðhátíð- ardegi. Lausn aðsteðjandi vandamála krefst þess að þjóðin sé sameinuð, en ekki sundruð. Skref næstu vikna og mánaða í samningum við aðrar þjóðir og í umgengni við auðlindir okkar krefjast þess að for- ustumenn þjóðarinnar leiti eftir samstöðu hennar, en ýti ekki undir sundrungu. Tíminn óskar landsmönnum öllum gleðilegar þjóð- hátíðar. Megi hún auka samstöðu þjóðarinnar á um- brota- og óvissutímum. Ævintýrin heilla Fyrir 70 árum fóru ung hjón á íslandi í brúðkaupsferð til Italíu og dvöldu um skeið í Róm. Þetta var svo einstakt að enn er í minn- um haft þegar efnaður og upp- rennandi athafnamaður og glæsileg ráðheiradóttir fóru þá ferð sem fólk á íslandi lét sig ekki einu sinni dreyma um á þeim tímum. Að vísu voru íslendingar víð- förulastir allra manna fyrr á öld- um. Guðríður Þorbjamardóttir ól bam í Ameríku og gekk síðar um Péturstorg og að öllum lík- indum Via dolorosa í Jórsölum. Suðurgöngur vom alltíðar og frægust í bókum em ferðalög Sturlu Sighvatssonar milli höf- uðkirkna Rómar og vom það engir skemmtitúrar. Nú þykja þær fréttir merkastar af íslenskum ferðalögnum að eitthvað á þriðja þúsund þeirra þykjast prettaðir um fargjöld og segjast sumir þurfa að tvíborga vegna gjaldþrots pakka- ferðafyrirtækis. Upp er slegið tíðindum eins og þeim að tíu krakkar sem óafvitandi keyptu ferðir á slóðir Odiseifs urðu af ferð- inni vegna gjaldþrotsins. En þar sem unglingamir vom einu sinni búnir að ákvaða að eyða sumar- fríinu á austanverðu Miðjarðar- hafi fóm þeir strax að leita uppi betur stæða ferðaskrifstofu til að kaupa ferðina í annað sinn. Falskar myndir Haldið er upp á gmnnskólapróf og alls kyns próf með ferðalögum á íjarlægar slóðir. Níutíu af hundraði útskrifaðra úr sumum skólum leita uppi hóglífisstaði við Kyrrahafsströnd Mexíkó eða vel diskóvæddar ferðamannapar- adísir Indó-Kínaskagans og ann- arra heimshoma sem sérhæfa sig í að gefa falska mynd af þjóðlífi viðkomandi landa og þjóna undir efnahag langt aðkomandi gesta. Ekkert af þessu er fréttnæmt nú til dags nema þegar svo vill til að ferð er ekki farin. Orsökin fyrir þeim ófamaði er oftar en ekki að fargjöldin standa ekki undir kostnaði, eða að ekki tekst að toga nógu marga nógu langt út í heim þótt tugþúsundir fari sömu ferðamannaslóðimar árlega. Ferðalög til útlanda em orðin hluti af neysluvenjum sem þykja sjálfsagðar og varla orð á hafandi nema þegar ævintýrin skapast af því að fara ekki, eða vera svikinn um ferðina, eins og nýleg dæmi sanna. Óglcymanleg heimadvöl Til er flökkusögn um að hund- amir á Ferjubakka, Laxamýri eða Laugarási hafi fengið hnerra af ógleði þegar lax var nefndur í ná- vist þeirra. Hins vegar er dagsönn sagan af móðurinni sem hafði miklar áhyggjur af 13 ára gamalli dóttur sinni, sem harðneitaði að fara með foreldrum sínum á sól- arströnd við Miðjarðarhaf. For- eldramir vita ekkert hvar á að hafa telpuna þann mánaðartíma sem þau ætla sér að njóta hafs og sólar. Hún segir nefnilega að ekki komi til greina að hún fari að hanga enn eitt sumarfríið í sæl- unni, en bamið er búið að eyða sjö sumarfríum á sólarströnd Spánar. Lfklega væri það ógleymanlegt ævintýri fyrir telpuna að eyða sumarfríinu heima hjá sér svona einu sinni eða í einhverjum plássum sem ekki em eyma- merkt erlendum ferðamönnum í bak og fyrir. Dropi í haf Samdráttur og spamaður em kjörorð dagsins. Fyrir réttu ári stóð splunkunýr forsætisráð- herra á Austurvelli og flutti eftir- minnilega ræðu um þvottakonur sem stálu kaffipökkum og fengu bágt fyrir. Hann lofaði að sjá svo um að undir hans stjóm yrði að- hald og hagsýni látið sitja í fyrir- rúmi og að það yrðu fleiri en hvinskar þvottakonur sem fengju að finna fýrir réttlætinu. Síðan hefur hagsýnin og sam- drátturinn gert fjölda fyrirtækja gjaldþrota og atvinnuleysi eykst að sama skapi og þjónusta dregst saman og nú er spáð svo illu ár- ferði til sjávarins að milljón kaffi- pakka stuldur yrði eins og dropi í haf alls þess tekju- og eignamiss- is sem af hlýst. Samt getur ein lítil ferðaskrif- stofa snuðað á þriðja þúsund manns um fargjöld, ef rétt er með farið í fjölmiðlum. Er það ekki nema ofúrlítið brot af öllum þeim fjölda sem farinn er eða fer eftir öðmm leiðum í skemmti- túra á fjarlægar slóðir. Flótti Einhvem veginn kemur þetta ekki heim og saman við allan þann armæðutón sem hrjáir alla umræðu. Landsfeðumir em svo uppteknir af fortíðarvanda og hryllingi yfir nýjum lántökum að þeir sjá engar leiðir út úr ógöng- unum en að samsamast fjármála- kerfúm útlandanna. Það er kannski eðlilegt að fólk sem ekki tollir á ættjörðinni nema rétt til að vinna sér fyrir ferðalögum og dvöl í útlöndum geti allt eins hugsað sér að skipta á Fróni og þegnrétti annars staðar, þar sem meira gaman er að dvelja. Mikið er talað um fátækt og basl og örvæntingarfulla bar- áttu til að viðhalda vinnu og því að þorri þjóðarinnar þurfi ekki að segja sig til sveitar. Þjóðartekjur minnka og útflutningstekjur enn meira en innflutningur eyksL Er- lendum ferðamönnum fækkar og hótelherbergin standa auð, en ekkert lát er á skemmtiferðalög- um til útlanda og eitthvert mesta slys sem hent getur er að ferða- skrifstofa fari á hausinn og geti ekki staðið við skuldbindingar við ferðamenn, sem einhver töf verður á að komist úr landi. Það er af sú tíð að munnlegar sögusagnir um brúðkaupsferð til Ítalíu lifi í sjö tugi ára. Ferð til Rómar eða Spánar er helst um- talsverð fyrir það að vera ekki far- in. Þó ekki með þeim formerkj- um sem fram eru sett í ágætri smásögu Sigurðar Nordal, Ferð- in sem aldrei var farin, heldur fyrir það að þúsundir eru prettað- ar og sviknar um sólarlandaferð. Og sá spyr sem ekki veit Hvem- ig hefur fólk efni á öllu þessu mitt í öllu armæðuvælinu? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.