Tíminn - 17.06.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.06.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 17. júní 1992 Colosseum-hringleikahúsið forna : Róm er langt leitt af völdum mengunar og vanhirðu. Frægar fornminjar liggja undir skemmdum vegna vanrækslu á Ítalíu: Stórhættulegt að skoða Colosseum Evrópumeistara- mótið í knatt- spyrnu í Svíþjóð: Góð knatt- spyrna, en erfiðir áhangendur Að undanteknum þætti enskra fótboltaríbbalda hefur Evrópu- mcistaramót landsliða í knatt- spyrnu I Svíþjóð farið vel fram í hvívetna. Sú knatlspyma, sem Uðin átta hafa boðið áhorfendum upp á, hefur veríð með því besta sem gerisL Raunar telja margir knattspyrauunnendur að knatt- spyraan í Evrópumeistaramótinu sé betri en í sjálfri heimsmeist- arakeppninni, vegna þess hve Uð- in eru jöfn að styrk og gæðum. í þessu sambandi skiptir ef til v)U mestu að Uð eins og frá Arg- entínu eru fjarrí góðu gamni, og því lítið um grát og skammir inn- an vallar. Knattspyraufræðimenn telja að sænska Uðið sé það sem komið hefur mest á óvart í kcppninni. Það hafi sýnt af sér bæði hraða og tækni, sem meðal annars varð frændþjóðinni Dön- um að fótakefli sl. sunnudag. Segja verður þó Dönum til hróss að þeir komu til keppninnar með aðeins viku fyrirvara eftir að Júgóslavíu var vísað frá keppni vegna viðsldptabanns Sameinuðu þjóðanna. Þá háir það einnig Dönum að skærasta fótbolta- stjarna þeirra, Michael Laudrup, neitar að taka sæti í landsliðinu vegna ósamkomulags við þjálfara Uðsins. Evrópumeistaramótið er meira en fótbolti: LftiU vafi þykir leika á því að aldrei hafi verið drukkinn jafn mikill bjór á jafn skömmum tíma í Svíþjóð. Eins og gefur að skilja hefur öldrykkjan orðíð ásteytingarsteinn margra og sjálfsagt mest þeirra, sem gera minna af þvf að drekka bjór en tala í þess stað þeim mun meira um hann. Þrátt fyrir annars stranga áfeng- isstefnu ákváðu sænsk yfirvöld að öU áfengissala skyldi fara ffam með venjulegum hætti á meðan Evrópumeistaramótinu stendur, Þó er nú vænst breytinga frá þessu tímabundna bjórfrjálsræði eftir að tæplega 100 Englending- ar gengu berserksgang um Málmey aðfaranótt sl. sunnu- dags, og sfðan hafa verið átök á hverri nóttu og óeirðir milU fót- boltabullna í öUum þeim borg- um, sem hýsa einstaka leiká keppninnar. Því miður eru þessi uppþot ekk- ert einsdæmi af hálfu enskra fót- boltabavfana. Margir af fylgis- mönnum enska landsUðsins í Svíþjóð virðast fjármagna dvöl sína í landinu með þjófnuðum og hreinum ránum og hefur hátta- lag þeirra bitnað hart á mörgum verslunum og veitingahúsum þar sem enskur ruslaralýður hefur stormað inn f stórum hópum og tekið það sem hendi er næsL Sem vænta má, vilja margir kenna bjórnum um og umræðan því heit um það hvort leyfa skuU bjórsölu eða ekki og skiptast menn í tvö hom. Annar hópurinn seglr að bjórdiyldtja æsi lýðinn til illverka og uppþota. Hinir segja að bjórinn stuðla að einingu og bræðralagi meðal fólks af ólíku þjóðemi. Þegar sérffóðir voru beðnir að skera úr um þetta áUta- mál, varð fátt um svör. Einn þeirra telur þó að bjórþambið hafi róandi áhrif vegna þess að bjór- þambarar séu næstum stöðugt f hlandspreng og séu því ekki til stórræða fallnir. IVJ-Svíþjóð í gær var haft eftir listfræðingi í Róm að hið forafræga Colosseum- hringleikahús væri svo illa farið að gestum stafaði hætta af marmara- stykkjum, sem gætu fallið úr veggj- um þess þá og þegar. Adriano La Regina, sem er yfireftir- litsmaður með listaverkum, sagði við fréttamenn í Róm að ekkert væri hugsað um þessar merku fornminj- ar. Þær væru skítugar, alltof mikil umferð væri um þær og þær væru í skammarlega slæmu ástandi. „Það verður að grípa til aðgerða og það skjótt," sagði La Regina. „Hætta á að marmarastykki detti úr veggj- um er sífellt til staðar og gestir eru í stöðugri hættu.“ Hvelfingar innan þessa forna róm- verska mannvirkis hafa hrunið sam- Finnar hyggjast fylgja hart eftir banni við innfiutningi á ódýru rússnesku vodka, sem ferðamenn flytja með sér til landsins. Bann þetta gekk í gildi frá og með mánudeginum 15. júní og er það talið koma við pyngju þúsunda Rússa, sem drýgt hafa lágar tekjur sínar með því að koma til Finn- lands, dvelja þar í þrjá daga eða skemur og selja grönnum sínum vodka. „Það er skiljanlegt að það freisti manna, þegar hægt er að græða sem nemur heilum mánaðarlaun- um með því að selja eina flösku á götumarkaði," sagði finnskur lög- gæslumaður. Bann þetta mun einnig gilda um Finna, sem fara dagsferðir til Rúss- lands og hyggjast taka heim með sér ódýra vodkaflösku. Hins vegar verður ekkert amast við öðrum ferðamönnum en finnskum og rússneskum. Finnsk yfirvöld neita því að að- gerðir þessar stafi af því að þau séu að vernda hagsmuni sína, en áfeng- isverslanir eru í eigu ríkisins þar eins og hér á landi. í áfengisversl- unum ríkisins kostar vodkaflaskan 115 mörk, en á götumörkuðum frá 50 mörkum. Hins vegar er haft eftir talsmanni í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyt- an vegna lélegs viðhalds og þess að vatni er ekki veitt frá rústunum. Þá er Colosseum að verða svart af skít og útblæstri bifreiða, en rústir þessa fræga leikhúss eru rétt við ein fjöl- förnustu gatnamót Rómar. Umferð- argnýr og titringur er einnig talinn hafa vond áhrif. La Regina vonaöist til að einkaaðil- ar myndu sjá sér fært að leggja fram fé til verndar Colosseum og sagði að opinbert fé til verndar og viðhalds væri alltof lítið. Sérfræðingar telja að þörf sé á a.m.k. 50 milljörðum líra, en það eru u.þ.b. tveir og hálfur milljarður ísl. króna. í síðustu viku féll 10 metra stórt stykki úr sögufrægum virkisvegg, sem umlykur bæinn Urbino á Mið- Ítalíu. Þetta gerðist í kjölfar mikilla inu að rússneski vodkinn sé hættu- legur. Þá er einnig haft eftir lög- reglu í Finnlandi að þeir óttist að ólögleg sala á áfengi sé leið rúss- neskra glæpamanna til þess að fjár- magna starfsemi sína. Finnsk dagblöð hafa haldið því t'ram að rússneska mafían stundi eiturlyfjaviðskipti og fjárkúgun, og hafi auk þess manndrápara til leigu í Finnlandi. —Krás Þessi vodki er ekki talinn hættu- legur, þótt rússneskur sé, enda af viöurkenndum tegundum. rigninga, en í þessum bæ eru sögu- frægir fjársjóðir frá endurreisnar- tímanum. í harðnandi samkeppni gengur evrópskum flug- vélaverksmiðjum vel: Airbus sýnir ágætan hagnað Evrópska flugvélafyrirtækið Airbus sýndi hagnað upp á 267 milljónir dala árið 1991, og um 100 milljónir dala árið 1990, eftir því sem haft er eftir blaðafuUtrúa félagsins á mánu- dag. Blaðafulltrúinn staðfesti einnigyfir- lýsingar Herberts Flosdorff, sem er aðalframkvæmdastjóri fyrirtækisins, en hann hafði sagt á flugsýningu í Berlín á sunnudaginn að Airbus-fýr- irtækiö hefði fengið pantanir á þessu ári fýrir smíði 17 flugvéla að verð- mæti 1.2 miiljarða dala. Airbus-fýrir- tækið er fjölþjóðlegt, en að því standa fjórar þjóðir: Bretar, Frakkar, Spánverjar og Þjóðverjar. „Við væntum þess að hagnaður verði áfram hjá okkur næstu árin,“ sagði blaðafulltrúinn. „Tekjur okkar eru tengdar afhendingu vélanna, en munu engu að síður aukast, þrátt fýrir svartsýni markaðarins," bætti hann við. í janúar síðastliðnum sögðu tals- menn Airbus að þeir væntu þess að hagnaður ársins 1991 yrði tvöfaldur eða jafnvel þrefaldur hagnaður ársins 1990. Sá hagnaður, sem fýrirtækið skilaði þá, var hins vegar sá fyrsti í sögu þess. Tálsmenn fýrirtækisins sögðu einn- ig þá að þeir stefndu að því að fá 145 pantanir fýrir vélar árið 1992. Fyrirtækin, sem standa að Airbus, eru: Aerospatiale í Frakklandi, Brit- ish Aerospace Plc. í Bretlandi, Construcciones Aeronauticas SA á Spáni, og Deutsche Airbus í Þýska- landi, sem er aðili að Daimler-Benz AG fýrirtækinu. — Krás BEIRÚT Ráðherra I stjóm Líbanons sagði í gær að gíslarnir Heinrich Strubig og Thomas Kemptner hefðu ekki enn verið leystir úr haldi og faldir á hendur sendi- manni Þjóðverja, Bernd Schmid- bauer. Schmidbauer sagði frétta- mönnum að hann væri vongóður um að geta haldið til Þýskalands innan 12 klst. með gíslana tvo. Utanríkisráðherra Þjóðverja, Klaus Kinkel, fullyrti i gær að Þjóðverjar hefðu ekki gert neitt samkomulag við mannræningj- ana og ekki heldur borgað þeim lausnargjald. BELGRAD Vopnahlé það, sem komst á f Sarajevo nú fýrir skömmu, hefur gert það mögulegt að aðstoða þúsundir borgara sem lokast höfðu inni í borginni. Sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna undirbúa nú opnun loftbrúar til Sarajevo með vistir og lyf. WASHINGTON Skyndilega hefur það gerst að George Bush og Boris Jeltsin þurfa að ræða saman á fýrirhug- uðum fundi sínum um afdrif bandarískra striðsfanga úr Víet- namstriðinu. Grunur leikur á að þeir hafi veriö fluttir frá Vietnam til Sovétrikjanna gömlu. SOWETO, Suöur-Afríku Afriska þjóðarráðið undir forystu Nelsons Mandela sagði í gær að nóg væri komiö af pólitísku of- beldi, en boöaöi um leið fjölda- mótmæli og baráttu til þess að knýja stjórnvöid til þess að auka áhrif svartra, sem hafa ekki kosn- ingarétt. PHNOM PENH, Kambódíu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að hætta væri á að bardagar, sem nýlega hafa brot- ist út milli Rauðra Khmera og stjórnvalda í Kambódiu, gætu versnað svo um munaði. Sami maður sagði að a.m.k. 10 stjórn- arhermenn hefðu slasast og sumir látið lífið, þegar þeir gengu á jarðsprengjur sem Khmerarnir höfðu komið fyrir. MOSKVA Leiðtogar armenskra þjóðernis- sinna i héruðunum við Nagorno- Karabakh hafa lagt til að gert verði 10 klst. vopnahlé, svo Azer- ar og Armenar geti sótt lik fall- inna á vígvöllinn. Þetta var haft eftir Itar-Tass-fréttastofunni í gær. [ viöræöunum, sem nú fara fram í Róm, lögðu Armenar áherslu á að vopnahléi yrði komið á undir eins, og sökuðu þeir stjórnvöid í Moskvu og Washington um að beita Azera ekki nægjanlegum þrýstingi til þess að þeir létu af ófriði sínum. VÍNARBORG Stjómmálamaðurinn Vladimir Meciar frá Slóvakíu sagði í gær að ef Slóvakia yrði sjálfstætt ríki, myndi kommúnismi ekki verða tekinn upp þar. Hins vegar sagð- ist hann vona að sambandið við Tékka rofnaði ekki. LUNDÚNIR Sprengja sprakk í leigubíl, sem hafði verið stolið og komið fyrir i miðborg Lundúna. Þessi spreng- ing er talin marka tímamót í bar- áttu Irska lýðveldishersins gegn Bretum, en þeir stefna greinilega að því að skelfa fólk í Bretlandi og valda skemmdum. RÓM Alþjóða kjarnorkumálastofnunin lét hafa eftir sér í gær að vestur- veldin yrðu nú að auka viðskipta- þvinganir á Irak og hafa betra eft- iriit með Saddam Hussein, svo honum takist ekki að koma sér upp kjarnorkusprengju. Finnar í vandræðum með ólöglegan innflutning frá Rússlandi: Rússneski vodkinn talinn hættulegur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.