Tíminn - 17.06.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.06.1992, Blaðsíða 5
Miövikudagur 17. júní 1992 Tíminn 5 Jón Torfason: Frelsi til vinnu Fyrir nokkru var borinn í hús snotur bæklingur, sem utanríkis- ráðuneytið hefur látið útbúa og á að vera til að kynna samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Bæklingurinn virðist við fljótlegan yfirlestur nokkuð greinargóður, svo langt sem hann nær. En hann nær bara svo skammt, því þar er aðeins í fáum orðum tæpt á helstu atriðum samningsins og fjölmörgum spumingum Iátið ósvarað. Raunar er margt afar óljóst um framtíðaráhrif samningsins, ef hann kemst til framkvæmda, og stjóm- völd virðast lítið hafa velt þeim fyrir sér. Hér verður fjallað lítillega um þann þátt, sem kallast óheftir flutn- ingar fólks milli landa, en í bæk- lingnum er nefndur „Frelsi til vinnu“. Það er gmndvallaratriði fyrir Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) og Evrópubandalagið (EB) að sams konar reglur séu í gildi á öllu svæð- inu, því annað mundi skemma sam- keppnismöguleikana. Hugmynda- fræði EB byggist á því að nýta svo- kallaða „hagkvæmni stærðarinnar" með því að hlynna að stórfyrirtækj- um á kostnað þeirra smærri og auka samkeppni til að fá sem besta nýt- ingu út úr starfsfólki og hráefnum. Forsenda þess er að örva flutninga varnings milli landa og landshluta og jafnframt að banna að sérstaklega sé hlynnt að einhverjum tilteknum atvinnuvegi einhvers staðar á svæð- inu. Gmndvöllur svonefndrar Cecc- hini-skýrslu, sem hvítbók EB byggir á, er viðtöl sem skýrsluhöfundar áttu við 11.000 forstjóra í EB um hvernig þeir vildu haga málum í Evrópu. Venjulegt fólk, almennir borgarar, gamalmenni og böm, verkafólk og starfsfólk í velferðar- kerfinu, var ekki spurt álits á einu eða neinu við gagnaöflunina. Hug- myndafræði EB og Cecchini-skýrsl- an miðast nefnilega alls ekki við al- menning, heldur þarfir forstjóranna og stórfyrirtækjanna. Þegar til lengri tíma er litið hlýt- ur tekjuöflun ríkisins og uppbygg- ing velferðarkerfisins að verða með svipuðu móti á öllu svæðinu. Hér á landi og á Norðurlöndum hefur ver- ið gengið út frá því að velferðarkerf- ið skuli vera fyrir alla, óháð efnahag, en félagsleg réttindi í EB em eink- um tryggð í sambandi við vinnu- samninga og miðast við vinnandi fólk. Konur, sem ekki hafa vinnu, og böm hafa því í rauninni aðgang að velferðarkerfinu í gegnum mann- inn, eða fyrirvinnuna. T.d. er ætlast til að fólk kaupi sér hvers konar tryggingar, en hið opinbera veiti að- eins brýnustu neyðarhjálp. TVygg- ingakerfið í EB hefur því í för með sér að þeir, sem ekki hafa vinnu, falla að mestu utan við það og einnig er einstaklingum mismunað innan þess. Bæði hafa menn mismikla peninga til að kaupa sér tryggingar fyrir og svo em þær dýrari fyrir gam- almenni, fatlaða, ófaglærða og þá sem vinna við heilsuspillandi störf eða störf þar sem mikil hætta er á at- vinnuleysi. Mismunur þeirra, sem eru ríkir og fátækir, eykst og sömu- leiðis þeirra, sem hafa vinnu, og þeirra, sem em atvinnulausir. Nú em milli 12 og 14 milljónir manna skráðar atvinnulausar í EB, en munu vera talsvert fleiri í raun, því íjöldi kvenna hefur t.d. enga von um vinnu og lætur ekki skrá sig. Ætlunin er að láta blessaðan mark- aðinn leysa vandann, en með björt- ustu vonum áðumefndrar Cecchini- skýrslu er ætlað að aðeins skapist um 5 milljón ný störf á næstu ámn- um eftir hinn frekari samruna, sem nú er verið að koma á í EB, en aðrar spár nefna miklu lægri tölu. Þess ber einnig að gæta að hlutastörfum og árstíðabundnum störfum hefur fjölgað hlutfallslega í EB undanfarin ár. Þá hefur fólk aðeins vinnu þegar þörf er fyrir það, en því er ekki tryggð föst atvinna. Framtíðin er því ekki björt fyrir verkafólk í EB eða á Evrópska efnahagssvæðinu. Ein- hverjir bjartsýnismenn halda því fram að íslensku hæfileikafólki bjóð- ist miklir atvinnumöguleikar í hinni „nýju Evrópu", en slíkt er vitanlega óvitahjal í ljósi staðreyndanna. Kommisararnir í Brússel hafa ver- ið að vinna að nýjum lögum og reglugerðum um útboð á vegum op- inberra aðila. Ætlunin er að öll möguleg verkefni, sem unnt er, verði boðin út í því skyni að lækka kostnað og jafna samkeppnisað- stöðu einkafyrirtækja. Allt er þetta í samræmi við trúarsetningar frjáls- hyggjunnar um blessun samkeppn- innar. En hvemig virkar þetta í framkvæmd? Við útboðsgerð er reiknað út áætlað kostnaðarverð við tiltekna framkvæmd og síðan leitað til fyrirtækja að taka verkið að sér, helst fyrir lægri upphæð. Að jafnaði er síðan lægsta tilboði tekið, oft fyrir mun lægri upphæð en reiknað hafði verið með. Verktakinn þarf því oftast að leggja sig allan fram, vinna sjálfur dag með nótt, og ná hámarksnýt- ingu út úr vélum og starfsfólki. Ým- ist er mönnum heitið einhvers kon- ar bónus eða uppbót að verki loknu eða þá ógnað með launalækkun og uppsögn þar sem atvinnuleysi ríkir. Vélarnar þreytast ekki, en starfs- mennirnir þurfa að fá sína hvíld, því verkamaðurinn selur vinnu sína en ekki heilsuna. Þótt útboðaleiðin sé að sumu leyti hagkvæm og eigi vís- ast við í sumum greinum, kann hún að vera dýr, þegar allir þættir eru reiknaðir til fulls. Kommisaramir í Briissel hafa veriö aö vinna aÖ nýj- um löffum off reglugeröum um útboÖ á vegum opinberra aöila. Ætlunin er aÖ öll möffuleg verkefni, sem unnt er, veröi boÖin út t því skyni að lœkka kostnaÖ og jafna samkeppnisaðstöðu einka- fgrirtœkja. AUt er þetta í samrœmi viö trúarsetningar frjálshyggjunnar um blessun samkeppninnar. í áðurnefndum bæklingi utan- ríkisráðuneytisins er ein blaðsíða um óhefta flutninga fólks milli landa. Þar kemur m.a. fram að sér- hver einstaklingur á svæðinu hefur rétt til að dvelja í hvaða ríki sem er í þrjá mánuði og leita sér að vinnu. Ef atvinnuleitin ber árangur, er at- vinnu- og búsetuleyfi sjálfkrafa veitt og hann getur fengið fjölskyldu sína til sín og sest hér að til langframa. Hér á landi er skylduaðild að verka- lýðsfélögum og þótt launin séu ekki alls staðar há, þá tryggja félögin þó að félagsmenn þeirra fái launin greidd og að ekki sé stolið af þeim lífeyrissjóðsgreiðslum og orlofi og réttur þeirra sé ekki fyrir borð bor- inn. Nú er hins vegar hafður uppi nokkur þrýstingur um að afnema skylduaðild að verkalýðsfélögum undir yfirskini félagafrelsis — enn ein misnotkunin á því ágæta orði frelsi — og ekki minnkar hann við nánari samruna við EES/EB. Ekki eru taldar miklar líkur á að læknar og hjúkrunarkonur, kennar- ar og lögfræðingar þyrpist hingað til starfa og boli íslendingum frá, enda býr slíkt fólk yfirleitt við betri kjör á meginlandinu en hér. Aftur á móti er ástæða til að óttast að atvinnu- laust ófaglært verkafólk komi hing- að í atvinnuskyni og vilji vinna fyrir lægri laun en hér gilda. Vegna mun- ar á gengi og verðlagi getur það borgað sig fyrir Suður-Evrópubúa að vinna hér við slík kjör. í áðurnefndum bæklingi er tekið fram að „ákvæði kjarasamninga um kaup og kjör munu gilda jafnt um aðkomna sem heimamenn", þ.e. að ekki megi greiða lægri laun en taxtalaun. En einmitt með útboðum er harla auðvelt að fara í kringum þessi ákvæði. Það færist í vöxt að fólk ráði sig til starfa sem „verktak- ar“, fái jafnvel greidd eitthvað hærri laun en taxtalaun, en engar greiðsl- ur renni í lífeyrissjóð eða orlof. Þekkt eru dæmi þess að erlent verkafólk hafi verið ráðið hingað á undirmálstöxtum, t.d. við byggingu Stálbræðslunnar. Þegar ræstingar á sjúkrahúsunum verða boðnar út, getur enginn bannað „dugmiklum athafnamanni" að ráða hingað nokkur hundruð „verktaka“ frá Suð- ur-Evrópu til að þrífa skítinn fyrir skítalaun. Og verktakinn, sem tekur að sér að elda ofan í skrifstofuliðið í stjómarráðinu, getur greitt „eldhús- verktökunum" sínum langt undir lægstu töxtum. Við slíku framferði getur enginn sagt neitt eftir inn- gönguna í EES. Afleiðingarnar verða þær að láglaunafólkinu verður þrýst enn neðar í launum en orðið er, og mundi margur þó segja að nú þegar sé komið að neðstu mörkum þar. Að vísu eru inni í samningnum óljós „öryggisákvæði", sem má grípa til eftir að í óefni er komið, en ekki fyrr, og er þá sýnt að langan tíma tekur að bæta skaðann. Þannig má t.d. krefjast þess að erlent verkafólk verði að hafa atvinnuleyfi áður en því er hleypt inn í landið. Ef það er gert, getur EB hins vegar sett í sam- band viðlíka öryggisákvæði, t.d. tak- markað útflutning einhvers vam- ings til einstakra landa, og er þá blessað frelsið farið fyrir lítið. Frelsi til vinnu er nefnilega ekki frelsi til að fara land úr landi í ör- væntingarfullri atvinnuleit, fá snap- ir hér eða þar, búa við sífellt öryggis- leysi eða fórna heilsunni með þræl- dómi. Frelsi til vinnu er að hafa sómasamlegt starf, atvinnuöryggi, nægjanleg laun og félagslegt öryggi. Ekki verður séð að aðild að EESÆB veiti verkafólki neitt af því. Heimildir eru „Kvinner og EF‘ eftir Else Skjonsberg, Fællesrádet 5. tbl. 1992, en varla er hægt að telja umgetinn kynning- arbækling utanríkisráðuneytisins til heimilda, þótt vitnað hafi verið í hann nokkrum sinnum. Höfundur er norrænufræöingur. EES-samningurinn: Markmið og meginreglur Um markmið og meginreglur EES er á kveðið í samningnum, greinum 1-7, eins og hér segir: 1. gr. „Markmið þessa samstarfs- samnings er að stuðla að stöðugri og jafnri eflingu viðskipta- og efnahags- tengsla samningsaðila við sömu sam- keppnisskilyrði og eftir sömu reglum, með það fyrir augum að mynda ein- sleitt Evrópskt efnahagssvæði, sem nefnist hér á eftir EES. 2. gr. Til að ná þeim markmiðum, sem sett eru í 1. mgr., skal samstarfið í samræmi við ákvæði samnings fela í sér: (a) frjálsa vöruflutninga; (b) frjálsa fólksflutninga; (c) frjálsa þjón- ustustarfsemi; (d) frjálsa fjármagns- flutninga; (e) að komið verði á kerfi, sem tryggi að samkeppni raskist ekki og að reglur þar að lútandi verði virtar af öllum; og einnig (f) nánari sam- vinnu á öðrum sviðum, svo sem á sviði rannsókna og þróunar umhverf- ismála, menntunar og félagsmála. 4. gr. Hvers konar mismunun á grundvelli ríkisfangs er bönnuð á gildissviði samnings þessa, nema ann- að leiði af einstökum ákvæðum hans. 5. gr. Samningsaðilar geta hvenær sem er vakið máls á áhyggjuefnum í sameiginlegu EES-nefndinni eða EES-ráðinu í samræmi við þær að- ferðir, sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 92. gr. og 2. mgr. 89. gr. eftir því sem við á. 6. gr. Með fyrirvara um þróun dómsúrlausna í framtíðinni ber við framkvæmd og beitingu ákvæða samnings þessa að túlka þau í sam- ræmi við úrskurði dómstóls Evrópu- bandalaganna, sem máli skipta og kveðnir hafa verið upp fyrir undirrit- Nature's Economy eftir Donald Worst- er, 404 bls., Cambridge Universify Press, 1991 Náttúrufræðingar, sem helguðu sig vistfræði, voru ekki ýkja margir fyrir síðari heimsstyrjöldina. En frá Iokum styrjaldarinnar, upptöku kjamorku- hemaðar og við vaxandi umhugsun um náttúmspjöll iðnsamfélaga hefur vist- fræðin brunnið á mörgum náttúm- fræðingum og verið ofarlega á baugi í þjóðmálum. Og sagnfræðingar em famir að rekja sögu hennar, svo sem Donald Worster prófessor við Brandeis- háskóla í Nature’s Economy sem út kom 1977 og er nú kennd við Há- skóla íslands. Annarri útgáfu Nature’s Econ- unardag samnings þessa, þó að því til- skildu, að þau séu efnislega samhljóða samsvarandi reglum stofnsáttmála Evrópubandalags Evrópu og stofnsátt- mála Kola- og stálbandalagsins og gerðum, sem samþykktar hafa verið vegna beitingar þessara tveggja sátt- mála. (Without prejudice to future de- velopments of case law, the provisions omy 1984 fylgdi Worster svo úr hlaði: „Eitt helsta siðferðilega álitamál, sem upp á hefúr verið bryddað á síðustu ára- tugum, er hvort náttúran eigi sér skip- an, mynstur sem okkur mönnunum beri að skilja og að virða og að varð- veita. Um svar knýr sú meginspuming á hreyfingu umhverfissinna í mörgum löndum. Þeir, sem spumingunni hafa svarað játandi, hafa yfirleitt hallast að því líka að slík skipan eigi sér innlægt gildi, en þar með er sagt að gildi alls verði ekki miðað við menn. Á hinn bóg- inn hafa þeir, sem sagt hafa „nei“, eink- of this agreement, in so far as they are identical in substance to correspond- ing rules of the treaty establishing the European Economic Community and the treaty establishing the European Coal and Steel Community and to acts adopted in application of these two treaties, shall in their implementation and application be interpreted in con- um haldið sig við áhaldabúðir. Þeir líta á náttúruna sem forðabúr auðlinda sem menn nýta og hafi ekki annað gildi en það sem menn gefa henni. Sú siðferði- lega tvískipting ristir eins djúpt og nokkur önnur um þessar mundir. Þeg- ar ég ritaði bók þessa vakti fyrir mér að sjá hvorum megin vísindin hafa staðið í sögunni. Komst ég að því að í þessu til- liti hefur skipst í tvö hom í vísindum sem í vestrænni menningu. Betur gengur að skipta tvískiptingu vistfræð- innar með því að fylgja eftir Max Hork- heimer og Theodor Adomo, einkum hinni fram settu greiningu í riti þeirra The Dialectic of the Enligh- tenment (Rökhyggja upplýsingar- innar). Horkheimer og Adomo, for- formity with the relevant rulings of the Court of Justice of the European Communities given prior to the date of signature of this agreement). 7. gr. Gerðir, sem vísað er til eða er að finna í viðaukum við samning þennan eða ákvörðunum sameigin- legu EES-nefndarinnar, binda samn- ingsaðila og eru þær eða verða teknar upp í landsrétti sem hér segir: (a) gerð sem samsvarar reglugerð EBE skal sem slík tekin upp í landsrétt samn- ingsaðila; (b) gerð, sem samsvarar til- skipun EBE skaí veita yfirvöldum samningsaðila val um form og aðferð við framkvæmdina. göngumenn Frankfurt-skólans í gagn- rýnni heimspeki, halda því fram að frá lokum 18. aldar hafi Vesturlandabúar í hugsun sinni staðið frammi fyrir vali á milli tveggja öndverðra sjónarmiða — tveggja rökferla, tveggja kosta siðferði- legrar hollustu. Annars vegar innlægs gildis, skipanar, endanlegs tilgangs, lífs- markmiða. Sú er hin gagnrýna hlið upplýsingarinnar: íhugun í þágu lausn- ar, upphafningar (transcedence). Hins vegar er rökhyggju beitt til ásóknar eft- ir yfirráðum yfir náttúrunni og hefur það orðið virkari þátturinn í arfleifð upplýsingarinnar. Sú ásókn hefst á því að svipta heiminn helgi, að fjalla um hann sem fimkenndan, vélrænan „massa ýmiss konar efná‘.“ Ekki ósennilega koma þessi orð fleir- um en einum lesanda þessarar læsilegu bókar og mun þeim þá vera ábending um helsta veikleika hennar: Að draga um of í dilka. Úi viðskiptalifinu Búskapur náttúrunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.