Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 20. júní 1992 Reykjavíkurhöfn 75 ára í dag: Hafnardagur í Sundahöfn Vegna 75 ára afmælis Reykjavíkurhafnar veröur haldin hátíð laugar- daginn 20. júní frá kl.l0:00 til 17:00 í Sundahöfn. Fjölmargar uppákomur verða í boði fyrir alla fjölskylduna og til að auðvelda gestum að skoða athafnasvæðið munu strætisvagnar frá SVR aka um svæðið (frá Olís í vestri til Samskipa í austri) á 10 mínútna fresti. Grillveisla verður frá kl.12:00 til 15:00 og rallýkeppni þar sem 7 bílar taka þátt í spennandi sérleið sem Hagvirki hefur útibúið. Bræðumir Ómar og Jón Ragnarssynir keppa kl. 14:00 í gáma- uppröðunarkeppni á afar öflugum gámalyfturum. Heildsalar í Sundaborg hafa opið frá kI.10:00 og er gestum boðið að koma og skoða fyrirtækin. Einnig mun Kassagerð Reykjavíkur sýna vinnslu á umbúðum og Tollvöru- geymslan, Olís, Flugleiðir og Lands- bankinn verða með 400 fermetra tjald við athafnasvæði sitt með pepsi og pulsum og sýna gestum starf- semina undir leiðsögn heima- manna. Auk þess verða Bónus, Mikligarður og Húsasmiðjan opin. Þess má geta að sögusýning var opnuð á Sjómannadaginn í Hafnar- húsinu við TVyggvagötu. Þar er þró- un þessara umfangsmiklu mann- virkja sýnd með sögulegum mynd- um, kortum og munum sem tengj- ast ýmsum skeiðum í sögu Reykjavíkurhafnar. Sýningin verður opin daglega frá kl.l3:00 til kl. 18:00 og í tilefni hennar hefur höfnin látið gefa út bæklinginn „Hvað væri Reykjavík án hafnar?" -GKG. Á Hafnardeginum (dag kl. 14 keppa í Sundahöfn bræðumir Ómar og Jón Ragnarssynir. Keppnin felst í því aö raða upp gámum með lyftara. Myndin er tekin á æfingu f gær. Tímamynd Ámi Bjarna. Hörð viðbrögð sjálfstæðis- meirihlutans í borgarstjórn við gagnrýni á tafir og vandræðagang af þeirra völdum í borgarráði: Haldið ykkur á mottunni ellegar þið missið launin A fundi borgarstjómar í fyrrakvöld gerði Sigrún Magnúsdóttir borgar- fulltrúi Framsóknarflokks að um- talsefni ósamkomulag meðal borg- arfuUtrúa meirihluta Sjálfstæðis- flokksins sem veldur margs konar töfum í afgreiðslu mála í borgar- kerfínu. Athygli vakti hve harkalega full- trúar meirihlutans tóku máli borg- arfulltrúans og gekk Vilhjálmur Þ. Vilhjáimsson það Iangt að hóta því að svipta Sigrúnu Magnúsdóttur og aðra hilltrúa minnihlutans launum vegna setu sem áheymarfúlltrúar á fúndum borgarráðs, en áheymar- fulltrúar hafa sömu laun fyrir að sitja fúndi ráðsins og borgarráðs- menn. Sigrún Magnúsdóttir hefur verið borgarráðsmaður til þessa en verður áheymarfulltrúi á næsta starfsári borgarráðs. „Ég get ekki annað en tekið þessar furðulegu hótanir Vilhjálms og sjálf- stæðismanna alvarlega. Þær minna æði harkalega á starfsaðferðir vaid- hafa sem ríkjum réðu í austantjalds- löndunum til skamms tíma. Það skyldi þó ekki eiga eftir að fara svo að þetta verði dýrasta bókun sem ég hef flutt í borgarstjóm?" segir Sigrún M^núsdóttir í samtali við Tímann. fbókun Sigrúnar Magnúsdóttur um málið er vakin athygli á hversu mörgum málum hefúr verið frestað í borgarráði að undanfömu, sumum jafnvel fund eftir fund, að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks vegna innbyrðis ágreinings. Hann sé margklofinn og því ófær um að af- greiða mál fyrr en eftir ótal klíku- og/eða samráðsfundi að tjaldabaki. í bókun Markúsar Amar Antons- sonar borgarstjóra vegna þessa máls er því neitað að óeðlilegar frestanir hafi orðið á afgreiðslu mála í borgar- ráði að undanfömu, nema þeim sem tengdust flarveru hans sjálfs nýlega. Skýringin á því að ítrekaðar tillögur borgarfulltrúa Framsóknarflokks um fúndi með þingmönnum Reykjavíkur um atvinnumál hafi ekki hlotið afgreiðslu sé sú að sjálf- stæðismenn telji slíkan fund ekki tímabæran né að hann leiði til nið- urstöðu. -sá Tímamynd Ámi Bjarna. Jóhannes Guðnason bílstjóri viö fóðurbíl Jötuns í Sundahöfn. Hafnardagurinn '92: Opið hús hjá Fóður- blöndunarstöð Jötuns í tilefni af Hafnardeginum, sem haldinn er í dag til að minnast 75 ára afmælis Reykjavflcurhafnar mun verða opið hús hjá Fóður- blöndunarstöð Jötuns hf. í Korn- görðum 6-7 í Sundahöfn. Fóður- blöndunarstöð Jötuns hf. sem áður hét Fóðurblöndunarstöð Sam- bandsins er eitt af fyrstu fyrirtækj- unum sem byggðu upp aðstöðu sína í Sundahöfn, en 19 ár eru síð- an fyrirtækið flutti þangað. Gefst almenningi kostur á að skoða fóðurverksmiöjuna og fóðurbirgða- stöðina og einnig á að kynna sérfóð- urefni og fóðurvörur, auk fullkom- innar fóðurflutningabifreiðar sem getur flutt allt að 16.500 kílóum af lausu fóðri. Sinnir fóðurflutninga- bfllinn framleiðendum allt frá Rang- árvallasýslum norður í Strandasýslu og Húnavatnssýslu. Heildarframleiðsla fóðurdeildar- innar var um 13 þús. tonn á síðasta ári og voru flutt inn til framleiðsl- unnar um 10 þúsund tonn af hrá- efni. Að sögn Arnórs Valgeirssonar hefur rekstur deildarinnar gengið vel undanfarin ár þó töluverðs sam- dráttar hafi orðið vart í sölu á kúa- fóðri og kjúklingafóðri. Fóðurdeild- in er ekki einungis í fóðursölu, held- ur er deildin stærsti innflytjandi til landsins á fræi og hafði á síðasta ári um 63% innflutningsins á sinni könnu, auk þess sem deildin selur girðingarefni og margt fleira. -ps 7 ára drengur í Miami vinn- ur tii verðlauna í myndlist- arkeppni: Líkir Perot við kakka- lakka Ross Perot sem reynir nú að öðlast útnefningu til forsetaframboðs í Bandaríkjunum er hálfgert meindýr í pólitískum jurtagarði þeirra Georg Bush og Bill Clinton. Nú hefur komið á daginn að það gefst vel að líkja honum við meindýr á fleiri sviðum en því pólitíska. 7 ára drengur í Miami, Bandaríkjunum, tók sig til og skeytti andlitsmynd af Perot á dauðan kakkalakka. Kakka- lakkann sendi drengurinn síðan í myndlistarkeppni og gaf verkinu heitið: „Kakkalakkinn Perot“. Listaverkið hlaut fyrstu verðláun í árlegri samkeppni sem efnt er til meðal barna í Bandaríkjunum. Keppni þessi er haldin að undirlagi fyrirtækis sem framleiðir eitur til útrýmingar meindýrum, einkum kakkalökkum. ,Mér finnst kakkalakkar alveg hræðilegir" sagði Blake Ross,lista- maðurinn ungi, „en mig langaði svo hræðilega mikið til þess að sigra í keppninni að ég lét mig hafa það að snerta dauðan kakkalakka. Og ég sigraði svo það var þess virði". Listamaðurinn vildi ekki skýra það á neinn hátt hvers vegna hann kaus að nota mynd af Perot sem and- lit á kakkalakkann. - Krás Afleiðing þurrka og hlýinda: Rykmistur á Austurlandi Mikið rykmistur gengur nú yflr austanlands frá hálendinu. „Þetta er rykið sem myndar jarðveginn á íslandi", segir Sig- urður Blöndal íyrrverandl skóg- ræktarstjóri og skógarvörður f Hallormsstað, en hann starfar nú sem lausamaður hjá Skógrækt rikisins fyrir austan. „Þetta eru Örfm kom sem berast í loftinu í vindlnum og eru minni en 0,02 mm í þvennál". Rykiö kemur inn af hálendinu en út af Vatnajökli eru miklar auðnlr og af þeim segir Sigurður alltaf rjúka. Sumt berst einnig af upptökum jökulánna eins og Jök- ulsár á Fjöllum. Fyrir framan Dyngjujökul eru miklar leirur og í veðri eins og verið hefur að und- anfömu rýkur af þeim. „Þetta gerist svona tvisvar á ári þegar búið er að vera þurrt og hlýtt inni á Öræfum og svo ketour strektóngur", segir Sigurður. „Þetta er etócert óvenjulegt". Mikil gróðrartíð hefúr verið fyr- ir austan frá því um 20. maf og segir Sigurður rykmistrið ekki stefna gróðrinum í neina hættu. „Það hefur verið talsvert væn rigning og komið ágætar dembur. Það sagði mér bóndi ofan úr Jök- uldal að það hefði meira að segja rignt þar innfrá. Það hefur verið gríðarlega fín gróðrartíð héma, eins og hún getur verið best.“ Sigurður segir mönnum etód þykja skemmtilegt að sjá ryk- mistrið en etód hafa yfir því að kvarta að öðru leyti: „Þetta er bara eitt af því sem gerist hér á ísiandi. Þetta er bara eitt af náttúruiög- máiunum því þetta eru svo griðar- legar auðnir þama innl á hálend- inu. Það er af svo mitóu að blása“. Sigurði hefúr borist spumir af því að dimmt væri einnig yfir Mý- vatnsöræfum og Hólsfjöllum. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum fór iyrst að bera á mistr- inu að kvöldi þjóðhátíðardagsins en etód hefur það haft neln trufl- andi áhrif á ökumenn. -GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.