Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 20. júní 1992 Utanríkisráðherra: KUHN HEYÞYRLUR eru til með virmslu- breidd allt frá 3.1 metra og upp í 7.35 metra, en þær vélar sem við höfum á lager eru með 5 metra vinnslubreidd. Heyþyrlurnar eru bæði dragtengdar og lyftu- tengdar. Þetta eru vandaðar vélar og reynsla íslenkra bænda af þeim er mikil og góð. Stefnt að fríiönað- arsvæði í Keflavík Með þessum orðum kynnti Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra hugmyndir að svokölluðu frí- iðnaðarsvæði í Keflavík. Hann lagði fram skýrslu um efnið á ríkisstjórn- arfundi í vikunni og á fundi í næstu viku væntir hann samþykkis ríkis- stjórnar. í framhaldi af því verður settur á laggirnar starfshópur sem á að rannsaka sérstaklega hvernig má gera Keflavíkurflugvöll samkeppnis- hæfan og einnig vinna að kynningu á hinu nýja markaðssvæði. í vinnu- hópnum verða fulltrúar frá banda- rísku og íslensku viðskiptalífi, bönk- um og þjónustufyrirtækjum. Áætl- aður kostnaður við vinnu hópsins er 15 milljónir íslenskra króna. Forsaga málsins er sú, að árið 1990 hófu tölvufyrirtækin ACO hf. og bandaríska fýrirtækið HTM Inc. við- ræður sín á milli um hvort grund- völlur væri fyrir að setja á stofn frí- iðnaðarsvæði á íslandi. Upphaflega var ástæðan til þessara viðræðna sú að þeir vildu hefja þar samsetningu á HTM tölvubúnaði fyrir Norður- landa- og Evrópumarkað. Dan Charny frá HTM Inc. segir að efnaliagskreppan í Bandaríkjunum hafi leitt til þess að þarlend fyrir- tæki leiti stöðugt að nýjum mörkuð- um. Hann hefur dvalið mikið hér á landi og í samvinnu við ACO gert könnun á því hvernig mætti koma frísvæði hér á fót. Hugmyndir þeirra eru birtar í yfirgripsmikilli skýrslu sem nefnist, í lauslegri þýðingu, „Frísvæði á Islandi - reisupassi inn í 21.öldina.“ Hugmynd Dan Charnys er í stuttu máli, að flytja inn tölvu- hluta sem yrðu síðan settir saman hér. Hann telur ekki hættu á að er- lent vinnuafl flæði til íslands, þar sem um hátækniiðnað er að ræða. Reyndar telur hann menntun og hugvit mestu auðlind íslensku þjóð- arinnar. Fullbúnar tölvur yrðu síðan seldar héðan án tolla til markaðs- svæða í Evrópu. Þegar hafa sjö stóríyrirtæki í ýms- um greinum sýnt málinu áhuga, þar á meðal eitt í heilsutækni. Miklar breytingar yrði að gera á Keflavíkurflugvelli ef af yrði. Rekst- ur vallarins yrði að einkavæða, en það myndi leiða til lækkunar á þjón- ustu og flutningskostnaði. Samning við Flugleiðir um fraktþjónustu yrði að endurskoða og markaðssetja þjónustu og aðstöðumöguleika fyrir erlend flugfélög. Þá yrði að endur- skoða skattalöggjöf, þar sem flest frísvæði bjóða upp á skattfríðindi. Byrjað yrði á því að markaðssetja ís- lenskt frísvæði til bandarískra fyrir- tækja sem eru með ársveltu á bilinu 25 - 125 milljónir Bandaríkjadala. Utanríkisráðherra hyggst leggja fram frumvarp um málið á þingi í haust og segist vonast til að það fái afgreiðslu fyrir áramót. Um svipað leyti ætti að liggja fyrir hvort EES samningarnir verði samþykktir hér á landi, en þeir samningar eru for- senda fyrir íslensku frísvæði. —PS Ungmennaskipti á vegum AFS: Þrjár vikur í Sviss í sumar býðst 14 og 15 ára ung- lingum að taka þátt í gagnkvæmum ungmennaskiptum milli Sviss og íslands á vegum AFS. 4 svissneskir unglingar koma hing- að til lands þann 5. júlí og dvelja á heimilum íslensku þátttakendanna í 3 vikur. Síðan fara íslensku ung- mennin til Sviss og dvelja á heimil- um þeirra svissnesku í jafn langan tíma. Þátttökugjald er 70.000 kr. og eru ferðirnar til og frá Sviss innifaldar í verðinu sem og námskeið á vegum Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Dan Chamy aöaihöf- undur skýrslu um íslenskt frísvæöi í Keflavík. Timamynd Arni Bjama. „Með því að setja á stofn frísvæði á íslandi yrði nýrri stoð skotið und- ir einhæft efnahagslíf okkar. Með undirritun og væntanlegu sam- þykki EES-samningsins gerðumst við aðilar að gjöfulasta og stærsta innri markaði heims. Þar með mynduðust forsendur fyrir erlend fyrirtæki, sem ekki eiga hindrunarlausan aðgang að þessum markaði, að hasla sér völl og hefja starfsemi hér svo fremi sem lög leyfa og starfsskilyrði eru sam- keppnishæf. Hér gæti því verið að koma í ljós fyrsti áþreifanlegi ár- angur af EES-samningunum.“ Vinnslubreidd diskasláttu- vélanna sem seldar eru hér er frá 2 metrum og upp í 2.8 metra. Uiskasláttuvélar eru nú að ryðja sér til rúms hérlendis. Eftir að rúllubaggatæknin kom til sögunnar hefur sjálfur slátturinn orðið flöskuháls í heyöfluninni. Þareru hinar stóru, létt- byggðu og vandvirku Kuhn- diskasláttuvélar lausnin. Á síðasta áratug hefur orðið mikil þróun í diskasláttuvél- um. Þær eru léttbyggðari en fyrr og þurfa minna afl. Þess- ar vélar slá mjög vel og fylgja landslagi ótrúlega vel eftir, þótt vinnslubreidd sé mikil. Verðið hefur líka lækkað og er nú fyllilega samkeppnis- fært. Sem dæmi má nefna að • vél með 240 sm vinnslu- breidd kostar aðeins uml 266 þúsund krónur. Þessar vélar hafa verið 10 ár í notkun hérlendis og hafa verið prófaðar á Hvanneyri. KUHN STJÖRNUMÚGA VÉLAR fást með vinnslubreidd frá 3 metrum og upp í 7.3 metra, en þær vélar sem við erum með á lager eru af gerðinni Kuhn GA 402N og eru með 4 metra vinnslubreidd. Þær eru lyftutengdar. Kuhn verksmiðjurnar eru stærsti framleiðandi heyvinnuvéla í heiminum. Við eigum úrval heyvinnuvéia frá Kuhn til afgreiðslu: Diskasláttuvélar, heyþyrlur og stjörnumúgavélar. Stuttir öxlar, öflugar legur, aukin ending. Vegna mikillar sölu og þess að stutt er fram að slætti og vask-skilum, er nauðsynlegt að panta vélar strax. Vélarnar eru með vökvalyftitjakk. Kuhn-diskasláttuvélin hefur lltil áhrif á stöðugleika dráttarvéla I flutningsstööu. Vélin fylgir yfirborði mjög vel. KIUHN - HE'WINNUVÉL/XFt BÆBI06 GOTTIIERB IFVRIRRUMI M lés Qiðftq HÖFÐABAKKA 9 .112 REYKJAVÍK . SÍMI 91-634000 AFS. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.