Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 20. júní 1992 ÞJÓFNAÐUR ROBERTS MAXWELL Á LÍFEYRISSJÓÐUM: Sumir hafa það ágætt aörir sjá frarn á örbirgð og volæöi Anne Jubb vaknar snemma þessa dagana, mjög snemma. Því valda Stundum situr hún viö eldhúsborðið sitt alla nóttina og skrifar bréf þar sem hún leitar eftir aðstoð eða einhverri trygg- ingu fyrir því að hún og maður hennar, Cliff sem er 73 ára, verði ekki rúin öllu sínu og skilin eftir slypp og snauð. Stundum ráfar hún bara um húsiö, sem fyrrum var í eigu borgarinnar, og ergir sig yfir óvissri framtíð. Hjónin lifa á peningum úr eftir- launasjóði Maxwells. Þau eru tvö af þeim 32.000 manns, sem sjá eft- irlaunin sín í hættu eftir að Ro- bert Maxwell stal 450 milljónum sterlingspunda úr sjóðum þeirra á mánuðunum rétt fyrir dauða sinn, sem að öllum líkindum var sjálfs- morð. Peningarnir voru notaðir til að reyna að lappa upp á hrynj- andi stórveldi hans og þess sjást engin merki að nokkuð af þeim eigi eftir að sjást nokkurn tíma framar. Anne, sem er 69 ára, fer stundum á fætur kl. 5 á morgnana og keyrir stefnulaust í grennd við heimili sitt í Sheffield til að reyna að dreifa huganum. Litla bílinn sinn rekur hún með styrk frá því opin- bera, eftir að hún gekkst undir stóra hjartaaðgerð fyrir 6 árum. Kevin Maxwell er 33 ára, yngsti sonur Roberts Maxwell. Hann verður nú að sæta rannsókn sér- stakrar rannsóknarstofnunar sem fæst við alvarleg svikamál, „Serio- us Fraud Office", vegna meintrar þátttöku sinnar í málinu. Hann gengur út úr 1,65 milljón sterl- ingspunda húsi sínu í Chelsea um kl. 8,45 að morgni, ekur tveim ungum börnum sínum í einka- skólann og tekur síðan neðanjarð- Lífeyrissjóðsþegar Ro- berts Maxwells eru nú famir að beita þrýstingi á breska þingið vegna hrikalega lækkaðra greiðslna og þeirrar skelfi- lega óöruggu framtíðar sem bíður þeirra. Á sama tíma gengur lífið sitt vana- gang hjá fjölskyldu fjöl- miðlakóngsins og viðskipt- in rekin eins og fyrr frá skrifstofum á bestu og dýrustu stöðunum í Lond- on. í Ijós kemur að hér lifir fólk tvenns konar alger- lega ólíku lífi. arlestina til nýju skrifstofunnar í City, þar sem hann er að reyna aö byggja upp nýtt fjölmiðlastórveldi á öskunni af fyrirtækjum föður síns, eins og fram kom í fréttum nýverið. Eftirlaunaþegarnir bálillir Þessar sterku andstæöur í líferni gera eftirlaunaþega Maxwells bál- illa, en sumum þeirra hefur þegar verið sagt að þeir fái ekki meiri peninga úr sjóðnum eða að greiðslur til þeirra verði stórlega lækkaðar þangað til annað komi í ljós. Búist var við að ríkisstjórnin gæfi fyrirheit um peninga til að halda greiðslum áfram til ársloka, en engin varanleg lausn er í sjón- máli. Fyrir eftirlaunaþega eins og Anne Jubb er ekki annað framundan en frekari bið í óvissu og meiri áhyggjur. „Ég vona að Maxwell sé að rotna í helvíti og á ekki til nógu vond orð um Maxwell-strákana. Þeir eiga engan rétt á því að eiga peninga, né heldur mamma þeirra," segir hún. „Það ætti að taka af þeim allt sem þeir hafa, svo að þeir verði að lifa eins og við eigum eftir að verða að gera.“ Það eru hins vegar síminnkandi líkur á því að svo fari. Það kemur æ betur í ljós að jafnvel þó að komi í Ijós að einhver í fjölskyld- unni hafi átt þátt í þjófnaðinum, verður lítið eða ekkert sem dóm- stólar gætu tekið upp í skaðabæt- ur. Hinn flókni fyrirtækjavefur, sem Robert Maxwell óf til að kom- ast undan skattyfirvöldum, lánar- drottnum og hnýsnum augum, á trúlega eftir að þjóna fjölskyld- unni vel löngu eftir dauða hans. Eftir að fréttir bárust út um rændu eftirlaunasjóðina í desem- ber s!., hefur fjölskyldan skýlt sér bak við múr þagnar og fjárhags- leyndar. Greinilegt er að einhvers staðar að hafa komið peningar til að þau gætu haldið áfram að lifa með sama hætti og þau eru vön. En tilraunir til að komast að hversu mikið eða hvaðan hafa fátt leitt í Ijós. Peningarnir í Ameríku og Liechtenstein Þó hafa myndast smáglufur í þennan varnarmúr og í ljós hefur komið að tölvuhugbúnaðarfyrir- tækið Sphere Inc. í Kaliforníu til- heyröi veldi Maxwells. Til skamms tíma var Kevin Maxwell forstjóri þess. Og ein dóttir Roberts Max- ' 9 2 Gleðilegt veiðisumar með Abu Garcia Garcia Þegar kemur að vali á veiðivörum er Abu Garcia merki sem æ fleiri treysta á, enda framleiddar úr físléttum en sérlega sterkum efnum með hámarks gæði og endingu að leiðarljósi. Nú er einmitt rétti tíminn til að huga að endumýjun eða kaupum á veiðibúnaði. Kynntu þér gott úrval Abu Garcia veiðivara hjá Veiðimanninum eða á sölustöðum um land allt. Opið tilkl. 18 mánud.-fimmtud., til kl. 19 á fostudögum, frá kl. 10 til 16 á laugardögum og frá kl. 11 til 16 á sunnudögum. Hafnarstræti 5 Símar 1 67 60 og 1 48 00 Ivy Needham sér fram á 70% lækkun á lífeyrissjóðsgreiðsl- unum. well, Christine, situr nú í stjórn fyrirtækisins. Fyrirtækið er í hópi undirfyrir- tækja í eigu Maxwell Charitable Foundation, sem stjórnað er frá Liechtenstein. Það þýðir einfald- lega að málefni þess halda áfram að vera leynileg og eigur þess utan seilingar rannsóknaraðila og þá endanlega eftirlaunaþeganna. Komið hefur í Ijós að annað am- erískt fýrirtæki, PH (US) Inc., hef- ur verið að greiða Kevin Maxwell fé og þjónað sem leið, sem millj- ónir punda eigna úr stórveldi Maxwells hefur farið um. Sjóður- inn í Liechtenstein er líka eigandi þessa fyrirtækis og því nýtur það strangrar leyndar, en rannsóknar- aðilar hafa þegar. rakið slóð 14 milljóna sterlingspunda til þess frá öðrum fyrirtækjum. Hvort það fé hefur líka farið úr fyrirtækinu og þá í hvaða átt, er ekki vitað. I sameiningu mynda þessi fyrir- tæki hluta af amerískum grunni, sem virðist eiga eftir að verða óá- reittur, hver sem niðurstaða kann að verða hjá breskum dómstólum, og Maxwell-fjölskyldan er ákveðin í aö endurreisa auðæfi sín á þess- um grunni. Fundurinn meö þinginu undirbúinn Alþjóðlegur heimur stórra fjár- mála er langan veg frá litla íþróttaskálanum úr múrsteini í útjaðri Sheffield þar sem 80 eftir- launaþegar Maxwells héldu meö sér fund fyrir skemmstu. Þeir eru allir fyrrum starfsmenn Newton Chambers, verkfræðifyrirtækisins á staðnum þar sem maður Anne vann. Hún er nú ritari fyrir að- gerðahóp þeirra. Margir þeirra höfðu greitt í eftir- launasjóðinn í 40 ár áður en þeir settust í helgan stein. Þeir fyrir- huguöu að vera í hópi þeirra 3000 eftirlaunaþega, sem ætluðu að beita þingið þrýstingi og fara fram á að ríkisstjórnin aðhefðist eitt- hvað til að hreinsa til í fúafeninu og greiða skaðabætur. „Eg fór í fyrsta sinn til London 1940 til að ganga í verkfræðideild breska hersins. Önnur heimsókn- in var þegar Georg VI konungur veitti mér heiðursmerki fyrir hug- rekki,“ segir Brian Wildsmith, 72 ára, þegar hann ávarpar hópinn. „Þegar við göngum á fund þings- ins, verður það bara Jariðja heim- sókn mín til London. Ég vona bara innilega að þingmenn hlusti á okkur og létti af okkur einhverj- um af þessum hræðilegu áhyggj- um.“ Eftirlaunaþegarnir kinkuðu grá- um kollum, stóðu síðan upp og fögnuðu orðum gömlu stríðshetj- unnar. Eftir fundinn lýsti Wildsmith enn betur áhyggjum allra viðstaddra. „Ég fæ ekki nema 60 pund á viku. Ég er ekki að fara fram á einhver ósköp, bara það sem mér ber og er eign mín. Hvers vegna ætti ég að lenda í þessum óróa á ævikvöld- inu? Ef eftirlaunin hverfa, verð ég að selja húsið mitt til að fá pen- inga til að lifa á.“ Óbreyttir lifnaöarhættir Maxwellfólksins Maxwell-fjölskyldan þarf ekki að hafa slíkar áhyggjur. Eftir hrun Maxwellveldisins var gert mikið veður út af því að líklega yrði ekkja hans og synir að selja eigur sínar til að greiða skuldir fyrir- tækisins. Sex mánuðum síðar hef- ur hins vegar ekkert slíkt gerst. Kevin býr enn í húsinu sínu í Chelsea, og þó að það sé á sölu- lista myndi Iítið eða ekkert af 1,65 milljón punda söluverðinu lenda í vösum eftirlaunaþeganna. Húsið er sameign hans og konu hans Pandora, sem verður ekki sótt til ábyrgðar í neinu ákærumáli, þar sem hún var ekki forstjóri í neinu fyrirtæki Maxwells. Einnig gerir PH (US) Inc. kröfu í húsið, sem þýðir að a.m.k. hluti söluverðsins muni streyma beint inn á reikn- inga undir Liechtensteinvernd. Þá yrði fjölskyldan að búa í 300.000 punda hlöðunni í Ipsden í Oxfordshire, sem hún lét breyta í íbúðarhúsnæði, en hún er líka í eigu Pandora og þar með friðhelg. Núna lifa þau á þeim 1500 pund- um mánaðarlega, sem hæstiréttur hefur leyft að tekin séu af einka- bankareikningi Kevins, eftir að eignir hans voru frystar í desem- ber, auk þeirra peninga sem hann hefur fengið frá amerísku fyrir- tækjunum, hversu mikið sem það kann að vera. Ian Maxwell, 36 ára, hinn sonur- inn sem var djúpt flæktur í fyrir- tækjareksturinn, hefur komið sín- um málum fyrir á svipaðan hátt. Hann á enn íbúð sína í Belgravia, sem skráð er á nafn konu hans Laura. Ghislaine Maxwell, 30 ára, yngsta dóttirin sem var svo áberandi eftir lát föður síns, býr í íbúðarbygg- ingu við Central Park í New York, sem íranskur vinur á. Hún vinnur hjá dýru fasteignafyrirtæki við Madison Avenue og á félagsskap við fólk eins og Ivana Trump og son Adnans Khashoggi. í London á hún hús í Kensington, sem met- ið er á 350.000 pund. Um skeið rak hún fyrirtæki, sem sá Maxwell-fyrirtækjunum fyrir gjöfum til viðskiptavina, en nú er hún sögð ekki lengur hafa nein tengsl við fyrirtækið. Hins vegar hafa spurningar vaknað um 500.000 punda meinta greiðslu frá Robert Maxwell, þegar hann keypti fyrirtækið aftur. Eldri tvíburasystur hennar, Christine og Isabel, 41 árs, eru sestar að í Bandaríkjunum fyrir fullt og allt, báðar í heilnæmu umhverfi Berkeley í Kaliforníu. í sameiningu reka þær upplýsinga- öflunarfyrirtækið „Research on Demand". Engin sjáanleg tengsl eru við bresk fyrirtæki Maxwells, en þeir sem eru málinu kunnugir, segja að alltaf hafi verið litið á það sem „Maxwell“-fyrirtæki. Grátsöngur ekkjunnar Framtíð Betty, hinnar sjötugu ekkju Roberts Maxwell, varð til- efni mikilla vangaveltna eftir dauða hans, þar sem sagt var að hún ætlaði að búa í þriggja millj- ón punda kastala í Frakklandi eða leigja hús í London. Staðreyndin er að hún sýnir ekk- ert fararsnið á sér frá Headington Hall í Oxford, sem áður var aðset-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.