Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. júní 1992 Tíminn 9 Maastricht-samkomulagið samþykkt á ír- landi. írskur stjórnmálamaður segir: „Irar hafa kveikt Ijós í Evrópu“ frar kusu með yfírgnæfandi meirihluta atkvæða að styðja Maast- richt-samkomulagið sem Danir höfnuðu fyrr í þessum mánuði. Forsætisráðherra íra, Albert Reynolds, fagnaði úrslitum f gær og sagði þau ótvíræð. Niðurstaða kosninganna á Irlandi eru kærkomin ráðamönnum Evrópu- bandalagsins einkum eftir það bakslag sem virtist koma í seglin hjá þeim eftir úrslitin í Danmörku. Utanríkisráðherra íra, David Andrews, sagðist telja að samningur- inn yrði nú samþykktur þegjandi og hljóðalaust í öllum 10 löndunum þar sem eftir er að fjalla um hann, „eink- um þegar írar hafa gefið tóninn". „Eg er mjög ánægður með úrslitin... niðurstaðan mun auka veg íra innan Evrópubandalagsins" sagði Andrews. Andstæðingar samningsins frá Nýja vinstri flokknum og Flokki fyrir lífi, sem berst gegn fóstureyðingum, hafa játað sig sigraða. Margir Evrópubandalagsmenn hafa staðið á öndinni og beðið þessara kosninga með eftirvæntingu. Ef niður- staðan hefði orðið sú sama og í Dan- mörku er líklegt að ekkert hefði orðið úr Maastricht-samkomulaginu. „Það lítur út fyrir að írar hafi kveikt ljós hvarvetna í Evrópu" var haft eftir Gay Mitchell leiðtoga Fine Gael flokks- ins í gær. Fulltrúar allra flokka sem sæti eiga í kjörstjómum staðfestu úrslitin eftirað hafa farið yfir niðurstöður úr öllum kjördæmum. Svo var að sjá að and- staða við samninginn hafi hvergi verið nein að ráði utan helst í hverfum verkamanna í útjaðri Dublin. Stjómmálaskýrendur segja að nið- urstaða kosninganna muni hafa áhrif á fjármagnsmörkuðum, á gengi írska pundsins og gengi ríkisverðbréfa. Fyrir kosningar hélt Reynolds forsætisráð- herra uppi hræðsluáróðri og varaði landa sína við að snúa baki við Evrópu- bandalaginu. Sagði hann að ef Maast- richt-samkomulagið yrði fellt hefði það slæm áhrif á efnahag íra t.d. þann- ig að störfum myndi fækka, verðbólga myndi aukast og fjármagn myndi sog- ast burt úr landinu. Reynolds var annars gagnrýndur fyrir litlausa kosningabaráttu sem hefði frekar ruglað fólk í ríminu en skýrt gildi samningsins. Óttuðust því margir lélega kosningaþátttöku og slæma niðurstöðu fyrir Evrópusinna. írland sem er eitt fátækasta landið innan Evrópubandalagsins fær í fjár- hirslur sínar frá bandalaginu sex sinn- um meira en framlag þeirra sjálfra. í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór árið 1972 um það hvort írar ættu að gerast aðilar að EB samþykktu þeir aðild með miklum meirihluta eða 80%. Þegar niðurstöður lágu ljósar fyrir í gær var haft eftir Andrews: „írska þjóð- in hefur kveðið upp dóm sinn: Evrópa er góð fyrir írland og írland er gott fyr- ir Evrópu". Þá sagðist hann ætla til fundar við aðra utanríkisráðherra í Lúxemborg á laugardag, sitja þar í heiðurssæti og halda hátt á lofti kyndli Evrópusamvinnu sem nú brynni bjart- ar en nokkru sinni. „Evrópuhugsjónin hefur aldrei verið jafn sterk sem nú“ sagði Andrews utanríkisráðherra íra. — Krás Nýbirt skýrsla um skilnaðartíðni breskra hjóna: Talið vissara að gifta sig fyrst! í nýbirtri könnun sem gerð var í Bretlandi kcmur fram að 60% meiri likur eru á því að hjón sem hefja sambúð fyrir giftingu skilji heldur en hjón sem hefja sambúð eftir gift- ingu. Tölur þessar eru miðaðar við skilnaðartíðni hjóna eftir 8 ára sam- búð. í þessari skýrslu sem gefin er út af manntalsskrifstofu í Bretlandi kemur einnig fram að sömu niður- stöður hafa fengist í Kanada, Banda- ríkjunum og Svíþjóð þar sem sam- bærilegar kannanir hafa verið gerð- ar. Á sjöunda áratugnum mátti telja fjölda óvígðra sambanda á fingrum annarrar handar í Bretlandi en nú eru slík sambönd yfir 50% allra sam- banda karla og kvenna þar í landi. Sjálfsagt er að taka fram að or- sakasamband þarf ekki að vera á milli skilnaða og sambúðar fyrir hjónaband. Sumir félagsvísinda- menn telja þó að óvígð sambúð end- urspegli minni virðingu fyrir hjóna- bandinu og þar með aukist líkur á skilnaði viðkomandi fólks. Þá segja félagsvísindamenn að hugsanlegt sé að óvígð sambúð freisti frekar þeirra sem eru óhefð- bundnir í hugsun og fara síður troðnar slóðir. Það séu jafnframt þeir sem líklegri séu til þess að velta fyrir sér og jafnvel leita eftir skilnaði. - Krás Indverjar nota vörubifreiðar til mannflutninga með alvarlegum afleiðingum: 20 láta lífið Hvorid fleiri né færri en 20 verka- menn létu h'fið og 50 aðrir særðust alvarlega þegar vörubifreið sem fólk- ið var í ók á tré. Atburðurinn gerðist á Norður Ind- landi nánar tiltekið í fylkinu Bihar í gærmorgun. Fréttir frá Indlandi herma að a.m.k. átta hinna slösuðu séu illa haldnir. | T R É S M I Ð I R - HÚSBYGGJENDUR Hin frábæra v-þýska trésmíðavélasamstæða fyrirliggjandi Samanstendur af 10 tommu afréttara, 5 tommu þykktarhefli og 12 tommu hjólsög. Auk þess er hægt að bæta við vélina fræsara, bor, rennibekk, slípiskífu og bandsög. Því er vélin ekki aðeins til heimilisnota eða föndurs, heldur ákjósanleg við alla létta, almenna trésmíðavinnu. Vélin er knúin 2ja hestafla einfasa mótor. VERZLUNIN LAUGAVEGI 29 SlMAR 24320- 24321- 24322 G&riö pantanir strax tii aö tryggja tímaniega afgreiöslu. Fáeinum vélum öráðstafaó. lUlésúdfuj HOFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVIK ■ SIMI 91-634000 £fHH5 Gæðavara sem allir bændur þekkja Fáanlegar á frábæru verði CLAAS R46 rúllubindivélin er algengasta rúllubindivélin á islandi. islenskir bændurþekkja vel CLAAS þjónustuna. CLAAS R46 hentar íslenskum aðstæðum séríega vel, fíngerðu og fremur þungu heyi. Meðal þess útbúnaðar, sem er innifalinn í verði þessara véla en telst gjarna til auka- búnaðar hjá öðrum, má nefna: • BCmaO I ekilshúsi dráttarvélar sem gefur Ijós- og hljódmerki þegar bagginn er tilbúinn, svo stjómandi geti byrjaö aö binda. • Vökvalytta á sópvindu. • Matara fyrir sópvindu, sem m.a. kemur I veg fyrir að hey flækist eöa stöðvist i aðfærslustokki. • Sérstakan búnað, sem kemur i veg fyrir að smágert hey slæðist með. • Sjálfsmurðar keðjur af yfirstærð. • Breið dekk, 15.5/55X17. • Baggasparkara. • Landhjól á sópvindu. • Tvöfaldan bindibúnað. • Baggahólf, sem haldið er saman með vökvaþrýstingi en ekki læsingu, svo ekki er hætta á skemmdum, þótt oftroðið sé i vélina. - Krás

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.