Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.06.1992, Blaðsíða 8
8 Tfminn Laugardagur 20. júní 1992 Samverustund I Bedkuvador. SYSTURSKÓLAR IÞRÓUNARLÖNDUM: Gott verkefni fyrir grunnskóla Það er Brautarholtsskóli á Skeiðum, sem ríður á vaðið fyrstur ís- lenskra skóla með alþjóðlegt samstarf grunnskóla. Þorsteinn Hjartar- son skólastjóri hefur unnið mikla undirbúningsvinnu fyrir þetta verk- efni, og í mars síðastliðnum tengdist skóli hans Bedkuvador-skólan- um á Indlandi systraböndum. Eitt korta indversku barnanna. Usha, skólastjóri Bedkuvador systurskóla Brautarholtsskóla, og Kokila Vyas kennari. Systurskólastarf er stundað víöa um heim, er t.d. algengt í Svíþjóð. Sumarið 1991 heimsótti Þorsteinn Hjartarson skóla í TVresö og Enske- de í Svíþjóð og kynntist fyrst systur- skólastarfinu þar. Skólar þar hafa mikla reynslu af systurskólastarfi og þar fékk Þor- steinn góð ráð um hvernig ætti að haga slíku starfi. Alveg síðan þá hef- ur hann unnið mikla undirbúnings- vinnu, sem lauk síðan með að sam- bandi var komið á við skólann í lnd- landi. Samstarfið Systurskólastarfið felst í því að nemendur skólanna skrifast á og koma þannig fram upplýsingum um hvaö þeir eru að fást við í skólunum. Markmiðið með því er að stuðla þannig að aukinni alþjóðlegri ábyrgð nemenda og að með tíman- um verði þeir virkari í alþjóðlegu samstarfi. Kjör fólks í þróunarlönd- um eru allt önnur en okkar, og því mjög forvitnilegt fyrir báða aðila að kynnast verkefnum hvors annars. Skólinn á Indlandi Bedkuvador-skólinn er um 250 kílómetra norðaustan við Bombay á Indlandi. Fátækt er þar mikil á okk- ar mælikvarða og hefur skólinn akra til að rækta ýmislegt, bæði til eigin nota og til sölu á markaði. Ágóðinn fer í rekstur skólans. Ýmis vandamál blasa þar við: vatnsbrunnur er opinn og óhreinn og rör frá honum, að akri skólans, eru ónýt. Baðaðstaða er léleg, þar sem einn veggur bað- hússins er hruninn og klósettað- staða er slæm. Nú fær skólinn vatn til akuryrkjunnar úr stórum skurði í nágrenninu. Islenski skólinn Eftir að lýsingar, ljósmyndir og mynd- verk indversku barnanna höfðu borist Brautarholtsskóla, gripu nemendur þar til sinna ráða. Þau hófu sölu á mynd- skreyttum kortum indversku barnanna og tókst að selja fyrir um 40.000 krón- ur. Ágóðinn rennur síðan til vatnsveitu- framkvæmda í Bedkuvador-skólanum. Einnig sendu þau lýsingar af sínu starfi og myndir úr okkar samfélagi. Öll sam- skipti fara fram á ensku. Framhald verkefnis Þorsteinn Hjartarson, skólastjóri Brautarholtsskóla, hefur fengið styrk úr Þróunarsjóði grunnskóla til styrktar systurskólaverkefninu. Hann mun í sumar gefa út leiðbeiningar um hvem- ig að svona verkefni skal staðið. Leið- beiningarnar ættu að nýtast vel öllum þeim kennurum, sem áhuga hafa á al- þjóðlegu samstarfi af þessu tagi. 'Hb^Hmm bH1**'"*< ' ■ h|H Htff IfJBl T-: H ÍH V Wm Mm fimjf &Uk 1 ffl- 1 ■ ■■ WH rtfi HHHHHHHHHHHHmHHHHHHHHHHHHHHHHHHHNHHHH Viö vatnsbrunn Bedkuvador- skólans. Nemendur og kennarar Brautar- holtsskóla á Skeiöum viö skóla- slit voriö 1992.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.