Tíminn - 11.08.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.08.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miövikudagur 11. ágúst 1993 Hlutfall matarins 20% minna nú en í landbúnaðarskýrslu Hagfræðistofnunar HÍ: Búvörur 9% hei Idarút gjalda árið 1988 en aöeins 7% nú Hlutfall matvara í heildarútgjöldum heimilanna er nú um 20% minna heldur en sýnt er I töflum glænýrrar skýrslu Hagfræðistofn- unar Hf um landbúnaðarmál. Þar er m.a. gerður samanburður ð hlutfalll matvælanna af heildarútgjöldum helmila á Norðurlöndun- um og komist að þeirri nlðurstöðu að það sé hæst hér á landi (20,6%) en lægst f Danmörku (14,4%). Þetta hafa sjálfsagt verið réttar tölur árið 1988. En hlutfall matvælanna í heimilis- útgjöldum íslendinga hefúr hins vegar farið hraðlækkandi ár frá ári og var nú í júlí komið niður í 16,3%. í þessu felst að hlutfall matvælanna hefúr lækkað um rúmlega fimmt- ung (20%) á síðustu fimm árum. Verð á kjöt- og mjólkurvörum hefur hækkað hvað minnst á þessum tfma, enda beinlínis lækkað í krón- um talið, um 5% að meðaltali, s.I. tólf mánuði. Landbúnaðarráðherra, Halldór Blöndal, virðist því hafa nokkuð til síns máls þar sem hann segir í viðtali við Tímann um helg- ina: „Skýrslan er tímaskekkja, þar sem hún byggir á tölum frá 1988.“ Þótt skýrslan sé glæný byggja skýrsluhöfundar allar sínar upplýs- ingar um neyslu landsmanna og samanburð við önnur lönd á þeim grundvelli framfærsluvísitölunnar sem tekinn var upp í maí 1988, þ.e. fyrir meira en fimm árum. Þá voru matvælin 20,6% heildarútgjald- anna. Þar af voru þá íslenskar bú- vörur (kjöt og kjötvörur ásamt mjólkurvörum og eggjum) 8,9%. Ekki aðeins hefur síðan matvörulið- urinn í heild minnkað um fimmt- ung (í 16,3%) heldur hefur hlutfall innlendra kjöt- og mjólkurvara, lækkað samsvarandi og er nú komið niður (7,1% heildarútgjaldanna. Gamlar tölur — og nýjar tölur.... Fróðlegt er að bera hinar fimm ára gömlu tölur skýrslunnar saman við nýjustu tölur um hlutfall matar- kostnaðarins f heimilisútgjöldun- um, og skiptingu hans, samkvæmt (nýlega endurskoðuðum) grundvelli framværsluvísitölunnar og verðlagi eins og það mældist nú í júlímán- uði. Daanu fsUnd: ísUnd: Kjöt/kj.vörur ..., Mjólkurvörur..., 1987 1988 % % ....4,1 5,1 .2,2 ....3,8 1993 % ....3,9 ....3,2 Mjfilunmr .2,0 2,4 ....3,6 Fiskur ....0,6 1,3 1,1 Feitmeti 0,5 0,7 0,7 Grænm7ávexL. ....2,4 2,8 ....3,5 Kaffi/te/súkkul. ....0,8 0,6 0,5 Aðr. matvörur.. ....1,9 3,9 1,9 Matvörur alls: ..14,4 ..20,6 „163 Lækkunin úr 20,6% niður í 16,3% heimilisútgjaldanna svarar til rúm- lega 150 þús. kr. á ári fyrir Qögurra manna fjölskyldu. Það hlutfall heild- arútgjaldanna sem íslensk heimili verja nú til matarkaupa hefur þann- ig nálgast mjög það danska, eins og það er sýnt í skýrslunni. En á sænsk- um heimilum fóru þá 19,9% af heildarútgjöldum til matarkaupa, 18,5% á finnskum heimilum og 15,1% hjá heimilum í Noregi árið 1988, samkvæmt skýrslu Hagfræði- stofnunar. Maturinn hækkað hér langminnst... Athyglivert er að skoða nánar þær verðhækkanir sem orðið hafa á helstu útgjaldaliðum heimilanna frá 1988, þ.e. frá þeim tölum sem lagð- ar eru til grundvallar skýrslu Hag- fræðistofnunar. Eins og í skýrslunni er hér miðað við vísitölu fram- færslukostnaðar, þ.e. nýjustu út- reikninga vísitölunnar. Verðhækkanir frá 1988 tU 1993 Itekkun: Matvörur..................44 % Fatnaður og skór..........64 % Rafmagn/hiti ................67% Drykkjarv. og tóbak.......72 % Húsgögn/heimilisbún.......75 % Snyrtiv. og snyrting ......75% Tómstundir/menntun........77 % Veitingahús/hótel.........80 % Orlofsferðir.................96 % Eigin flutningatæki.............97 % Heilsuvernd....................118 % Framfærsluvísitala alls .......68 % Allir helstu þættir heimilisútgjald- anna hafa þannig hækkað a.m.k. helmingi til tvöfalt meira en mat- vörumar og þaðan af meira. í þessu liggur einmitt meginskýringin á því hvemig hlutfall matarkostnaðarins hefúr stöðugt orðið minna og minna í heildarútgjöldum heimii- anna. Rekstur heimilisbflanna er nú aftur á móti orðinn langstærsti liður heimilisútgjaldanna (hefúr hækkað úr 15,7% upp í 17,8% á þessum fimm árum). Enda hefur bflakostn- aðurinn hækkað um 97% á sama tíma og maturinn hækkar 44%. Bflaútgerðin hefúr þannig hækkað 117% meira en matarreikningur- inn. Virðist það ekki einnig velferð- artákn, að íslensk heimili skuli nú orðið verja svipuðum hluta heimil- isútgjaldanna í orlofsferðir/hót- el/veitingahús eins og þau nota til kaupa á innlendum landbúnaðar- vörum (kjötvömm, mjólkurvörum og eggjum samanlagt) þ.e. í kring- um 7% í hvom þessara útgjaldaliða. Tímaskekkja Kannski hafe það því verið orð í tfma töluð þegar landbúnaðarráð- herra sagði m.a. um tölulegar upp- lýsingar umræddrar landbúnaðar- skýrslu: „Það er óþolandi að það séu á flakki í þjóðfélaginu rangar tölur af þessu tagi.“ Aðstoðarritstjóri DV virðist a.m.k. ekki hafe „kveikt" nægilega á háum aldri þessara upplýsinga þegar hann dró af þeim ályktanir í sínum laug- ardagspistli: „Vegna hins háa verðlags á búvör- um hér á Iandi nemur neysla búvara (H.H. meinar hér líklega matvara ?) tiltölulega háu hlutfelli af heildarút- gjöldunum, eða um 20 prósentum hér á landi. Hlutföllin em miklu lægri annars staðar á Norðurlönd- um og lægst í Danmörku, 14,4 pró- sent af heildarútgjöldum. Því fátæk- ari sem þjóðir em, þeim mun hærra hlutfell fer í matvöm, og svo gerist það hér vegna þess hversu þrýsti- hópur landbúnaðarins er sterkur og hefur getað haldið uppi verði." Hafi þetta átt við rök að styðjast á þeim ámm sem skýrslan miðast við þá verður a.m.k. ekki betur séð en að þessi sterki „þrýstihópur land- búnaðarins" hafi fyrir löngu misst allan sinn krafL Því þótt framfærslu- kostnaður á íslandi hafi hækkað um 68% frá vorinu 1988 er verð á mjólk, mjólkurvörum og eggjum aðeins um 35,5% hærra en þá og verð á kjöti og kjötvömm 40,5% hærra. Verð þessara höfuðflokka íslenskra búvara lækkaði m.a.s. í krónum tal- ið um nærri 5% að meðaltali frá júlí 1992 til júlí 1993, enda hefur hlut- fall þeirra í heildarútgjöldum heim- ilanna (7,1%) aldrei orðið lægra. - HEI Sendiherra Kúveita í Þýskalandi sækir ísland heim: Kúveitar hafa tek- ið gleði sína á ný Sendiherra Kúveita I Þýskalandi, A. Alsharikh, er nú staddur á (s- landi til að funda með embættismönnum Utanríkisráðuneytisins um málefni KúveiL Alsharikh er afar þakklátur íslend- ingum fyrir stuðning þeirra við þjóð sína meðan á Persaflóastríðinu stóð. Hann segir endurreisn Kúveit eftir stríðið hafa heppnast vel en aftur á móti séu ennþá gíslar frá Kúveit í haldi íraka og valdi það fjölskyldum þeirra að sjálfsögðu miídu hugar- angri. Um þær ásakanir stjómarandstæð- inga að yfirvöld f Kúveit stundi mannréttindabrot á þeim sem ekki aðhyllast skoðanir hennar segir Alsahikh: „Það gerðist ýmislegt ljótt í skugga ringulreiðarinnnar sem varð í landinu á fyrstu dögunum eft- ir frelsunina þegar enginn réði við neitt. Við erum mjög hreykin af lýð- ræðinu sem ríkir í landi okkar og þeim mannréttindum sem þegnar okkar njóta í dag.“ Landamærin milli íraka og Kúveit hafa nú verið fest í sessi og er Alsha- rikh afar stoltur af þeim. Enn eru friðargæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna þó á landamærunum til að gæta þeirra. „Saddam Hussein ógnar okkur ennþá því hann sættir sig ekki enn við íandamærin en Kúveitar vita að þeir geta alltaf reitt sig á aðstoð vin- veittra þjóða eins og lslendinga. Við erum ánægð og hamingjusöm þjóð og líkt og þið lítum við ekki á frið sem hvert annað slagorð heldur for- sendu góðra lífskilyrða." -GKG. A Alsharikh sendlherra Kúveit f Þýskalandl. Tlmamynd Ami Bjama Stjóm Verkamannafélagsins „Hlíf“ sendirfrá sér yfirlýsingu: Islenskur fisku r skal boðinn hér i Stjórn Verkamannafélagsins „Hlíf‘ hefur sent frá sér yfiriýs- ingu þar sem hún ítrekar þá af- stöðu sína að allur fiskur sem veiddur sé í íslenskri fiskveiði- landhelgi skuli boðinn upp og seldur í gegnum innlenda fisk- markaði í stað þess að flytja hann óunninn úr landi. ,Að láta útlendinga ganga fyrir um hráefniskaup þegar íslenska fiskvinnslu sárvantar hráefrii eru svik við land og þjóð og ógnar efnahagslegu sjálfstæði okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Tvískinnungsháttur stjómvalda í þessum málum er gagnrýndur og segir stjóm félagsins að skarkoli sé meðal þeirra fiska sem fluttur sé í miklum mæli óunninn úr landi og innlendri fiskvinnslu sé ekki gef- inn kostur á að kaupa hann og fullvinna heima. -GKG. í tilefni af frétt um fisksölu í Bandaríkjunum: Hámarksbirgðir en ekki hámarkssala í frétt hér í Tímanum í gær um sölu og birgðahald á íslenskum fiski ætluðum á Bandaríkjamark- að kom fram að salan hjá Iceland Seafood væri nú í hámarki. Þar átti að sjálfsögðu að standa að birgðir væru í hámarki, enda ligg- ur í hlutarins eðli að sé sala í há- marki em engar birgðir til. Haft var eftir Magnúsi Friðgeirs- syni í fréttinni að hægt væri að selja meira af ufsa og í sömu and- rá rætt um Alaskaufsa. Hið rétta er hins vegar að Magnús sagði að hægt væri að selja meira af N- Atl- antshafsufsaflökum. N-Atlantshafsufsi er önnur skepna heldur en Alaskaufsi og þessar tvær afurðir fara ekki sam- an á markaði eins og alkunna er meðal fiskvinnslumanna. Kjami þessa máls er sá að birgð- ir af íslenskum fiski á Ameríku- markaði eru í hámarki um þessar mundir nema á N-Atlantshafsufsa sem hægt væri að selja meira af, ef til væri. Beðist er velvirðingar á þessari ónákvæmni. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.