Tíminn - 11.08.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.08.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 11. ágúst 1993 Bjami Pétursson Fxddur 16. febrinr 1919 Dáinn 5. ígúst 1993 f dag, miðvikudaginn 11. ágúst, verð- ur borinn til hinstu hvílu vinur minn Bjami Pétursson, Hraunbæ 103. Óafvitandi kemur í huga minn Eski- hlíð 22 þegar ég sest niður að skrifa nokkur þakkarorð á skilnaðarstundu en þar bjuggu þau Guðný mestan hluta ævi sinnar eftir að þau brugðu búi og fluttu úr Fljótunum. Ég sagði það stundum við Helgu, konuna mína, að í raun fyndist mér ég alltaf vera heima hjá mér f Eskihlíð 22 hjá Bjama og Guðnýju frænku minni. Elskulegt hlýtt viðmót þeirra og glað- vær og ferskur heimilisbragur höfðaði svo sterkt til mín. Þeim get ég seint þakkað alla þá vinsemd sem þau hafa ætíð sýnt mér og minni fjölskyldu. í nokkum tíma var ljóst að hverju stefndi, vegna þess illkynjaða sjúk- dóms sem herjaði á og svo margan hefur lagt að velli. Þegar ég kom í heimsókn á Landspítalann, daginn áð- ur en Bjami dó, gerði ég mér grein fyrir að stutt væri í kveðjustundina og nú er hún mnnin upp. Þannig er lffíð að eitt sinn skal hver deyja. fþessari stuttu kveðju verður hvorki rakinn æviferill né lífshlaup þessa vinar mfns, það veit ég að aðrir gera, heldur aðeins örfá augnablik minninga fest á blað. Bjami var vörpulegur maður á velli, traustur, viljasterkur og skarpgreindur. Það segir sfna sögu hversu traustur og ábyggilegur maður Bjami var, að alla tíð frá því að hann flutti til Reykjavík- ur, árið 1953, vann hann hjá einum og sama vinnuveitandanum, Aburðar- verksmiðju ríkisins. Þar naut hann alla tíð trausts og virðingar enda var hann góður starfsmaður. Þeir sem þekktu Bjama vissu að sam- vinnuhugsjónin átti djúpar rætur f huga hans og réttlætiskenndin var mjög rík hjá honum. Keppnisskapið var aðdáunarvert, honum var sannur íþróttaandi f blóð borínn, enda var hann mikill áhugamaður um hvers konar íþróttir, spilaði knattspymu á sínum yngri árum og var alltaf með fljótustu framherjum og mjög erfiður mótherjum sínum vegna hraðans og góðrar boltameðferðar. Eins og marg- ir keppnismenn gera, sneri hann sér að hugaríþróttum þegar leið á ævina og var þá jafnvígur bæði í skák og bridge. Þá reyndum við stundum með okkur við laxinn í Fljótaánni. Það eru margar ógleymanlegar minningar sem koma upp f huga minn frá ferðum á knattspymuvöll- inn, þar sem við börðumst á áhorf- endabekkjunum með okkar liði, Skagamönnum. Þá er hún ógleyman- leg sú ógnar barátta sem oft var háð á eldhúsborðinu í Eskihlíðinni, þar sem tveir baráttujaxlar sátu yfir skákinni og Guðný var kölluð til f tíma og ótíma, af okkur sitt og hvað, til að sjá þær snilldarleikfléttur og fallegu fóm- ir sem við töldum okkur laða ffam á skákborðinu. Þá var græna borðinu ekki ósjaldan stillt upp í stofunni og spilin dregin fram, en Bjami var góð- ur bridgespilari og spilaði keppnis- bridge bæði með Bridgefélagi Kópa- vogs og Skagfirðingum. Njáluslóðir— Þórsmörk Árieg sumarferð framsóknarfélaganna I Reykjavik verður farin laugardaginn 14. ágúst 1993. Að þessu sinni verður farið á söguslóðir Njálu og inn I Þðrsmörk. Aðalleiðsögumaður ferðarinnar verður Jón Böðvarsson. I öllum bflunum verða reyndir fararstjórar. Ferðaáætlunin er þessi: Kl. 8:00 Frá BSl. Kl. 10:00 Frá Hvolsvelli. Kl. 11:15 Frá Bergþórshvoli. XI. 12:30 Frá Gunnarshólma. Kl. 17:00 Úr Þórsmörk. Kl. 18:45 Frá Hllöarenda. Kl. 20:45 Frá Gunnarssteini. Kl. 22:00 Frá Hellu. Áætlað er að vera I Reykjavik Id. 23:30. Steingrlmur Hermannsson mun ávarpa feröalanga. Skráning I ferðina er á skrifstofu Framsóknarflokksins I slma 624480 frá 9.-13. ágúst Verðfyrirfulloröna 2.900 kr., bömyngri en 12ára 1.500 kr. Kópavogsbúar og nágrannar Spilum framsóknarvist aö Digranesvegi 12, fimmtudaginn 12. ágúst kl. 20.30. SpUaverðlaun og moiakaffi. Freyja, féiag framsóknarttvenna I Kópavogl. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1993 Dregið var I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 9. ágúst 1993. Vinningsnúm- er eru sem hór segir. 1. vinningur nr. 2662 2. vinningur —28222 3. vinningur — 32521 4. vinningur — 4604 5. vinningur —15511 6. vinningur — 4209 7. vinningur — 6912 8. vinningur—19425 9. vinningur — 21816 10. vinningur — 32868 11. vinningur—13957 12. vinningur —13631 13. vinningur — 35632 14. vinningur — 29225 15. vinningur—12778 Ögreiddir miöar eru ógildir. Vinnings sjal vitja innan árs frá útdrætti. Frekari upp- lýsingar eru veittar I slma 91-624480. FrmnsóknaHoUuatm Já, það er margs að minnast í Eski- hlíðinni var oft glatt á hjalla og þar voru húsráðendumir Bjami og Guðný samhent um að skapa þann skemmti- lega anda sem ávallt ríkti á heimilinu og margra ógleymanlegra samveru- stunda minnist ég nú þegar ég lít yfir farinn veg að leiðarlokum. Fljóta- manna- og síðar Skagfirðinga- skemmtanimar sem sóttar vom úr Eskihlíðinni og jafnvel skipstjóraböll, þótt enginn væri skipstjórinn, allt er þetta lifandi í minningunni. Ég vil í lok þessara fatæklegu kveðju- orða þakka Bjama vini mínum órofa tryggð og vináttu og fyrir allar þær ánægjustundir sem ég hef átt með honum og Guðnýju. Elsku Guðný, við Helga sendum þér, Sævin, Svölu og krökkunum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Bogi Sigurbjömsson Af lítilli getu en góðum vilja langar mig að festa örfáar línur á blað sem hinstu kveðju til sveitunga míns og frænda, Bjama Péturssonar, en lífe- strengur hans slokknaði að morgni 5. þessa mánaðar eftir alllangt stríð við sláttumanninn mikla. Honum var ljóst að hverju stefndi í þeirri baráttu og tók hann því sem öllu öðm í sínu lífshlaupi, með æðmleysi. Já, tímans klukka verður ei stöðvuð og enginn veit sína ævina fyrr en öll er og menn heilsast og kveðjast Bjami Pétursson fæddist 16. febrúar 1919 að Gmnd í Haganesvík. Foreldr- ar hans vom Pétur Jónsson, Jónsson- ar Ólafssonar bónda á sléttu. Föður- amma var Kristín Eiríksdóttir, Ás- mundssonar bónda frá Illugastöðum í Flókadal. Móðir Bjama var Einarsína Jónasdóttir, Stefánssonar bónda í Minni-Brekku í sömu sveit Móður- amma Bjama var Anna Sigríður Jóns- dóttir, bónda á Ysta-Hóli. Bjami var eitt bama þeirra hjóna sem upp komust en hann eignaðist al- bróður sem dó f æsku. Pétur, faðir Bjama, var ekkjumaður en hann giftist Einarsfnu. Og af átta bömum sem hann átti frá fyrra hjóna- bandi komust sex upp. Var Bjami því ríkur af systkinum en þau vom: 1. Guðbjörg Halldóra, gift Jósef Frið- rikssyni og bjuggu þau í Eyjafirði. 2. Jón, kvæntur Ingu Halldórsdóttur, lengi búsettur í Borgamesi. 3. Guð- rún, gift Steingrími Þórðarsyni, bú- sett í Reykjavík. Jóhanna, búsett í Reykjavík. 5. Pétur Axel, kvæntur Petm Rögnvaldsdóttur, búsettur á Ól- afsfirði. 6. Skarphéðinn, kvæntur Kristrúnu Finnsdóttur frá Ytri-Á á Ól- afsfirði. Bjami ólst upp f foreldrahúsum en missti móður sína er hann var rúm- lega 10 ára. Á þessu tímaskeiði var þjóð vor í kreppu og víðast hvar bjuggu menn við þröngan kost miðað við það sem síðar varð. Þrátt fyrir það undi fólk við sitt og naut sinnar til- vem. Það var leið flestra að ganga til almennra starfa er til féllu á búum foreldra sinna um leið og aldur og þroski leyfði. Upp úr fermingu má segja að Bjami hafi unnið fyrir sér og verið að mestu sjálfúr sér nógur. Er hann fór úr föðurhúsum lá leið hans að Mófelli f sömu sveit og var hann þar í allmörg ár. Þá var hann um tíma á æskuheimili undirritaðs. Við vomm jafnaldrar og fermingabræður. Bjami var harðduglegur og mikill keppnis- maður, hvort heldur var í leik eða starfi, söngmaður góður og hefði ör- ugglega getað náð Iangt í þeirri list, hefði hann fengið leiðsögn. Ég minn- ist þess enn, þótt langt sé um liðið, er við komum að Hólum í Hjaltadal haustið 1949. Sú hefð hafði skapast að eldri deildungar skomðu á busana (þ.e. yngrideildunga) í knattspymu. ÍTið vomm víðsvegar að af landinu og þekktum lítið sem ekkert hver til ann- ars, en undan þessu varð ekki vikisL Ekki var langt liðið á leikinn er and- stæðingar okkar fóm að hrópa hver til annars að passa „djöfulinn" í rauðu peysunni. Þeim fannst Bjami harð- sækinn og skotharður. Þessum leik lauk með sigri busanna sem hafði ekki skeð áður og átti Bjami þar stóran hlut að máli. Hann var hrókur alls fagnaðar á gleðistundu og var því eft- irsóttur bæði til starfs og leiks. Hann kunni ógrynni af vísum og kvæðum og aðdraganda að þeim. Ekki er ég gmnlaus um að hann hafi verið þeim kostum búinn að setja saman bundið mál, þótt ekki hefði hann það í há- mæli. Eins og getið er hér að framan þótti Bjami sækinn og skotharður í knatt- Kínamúrinn The Great Wall of China eftír Arthur Wal- dron. Cambridge University Press, 296 bis., 1990. „Á 14. öld tók Ming-þjóðhöfðingja- ættin við opnum landamæmm, en í lok valdaskeiðs hennar nær þrjú hundmð ámm síðar vom þau vendi- legar víggirt en nokkm sinni, áður en nútímaskeiðið hófsL" (Bls. 55) Og um hinn mikla virkisgarð Ming-ættarinn- ar er oft haft heitið Kínamúrinn mikli, þótt „frá 7. öld f.Kr. hafi Kínverjar ver- ið að reisa ýmiss konar landamæra- múra." (Bls. 6) „Á meðal mikils háttar virkisgarða í norðri vom þeir, sem reistir vom af þjóðhöfðingjaættunum Chin (255-206 f.Kr.), Han (202 f.Kr.- 220 e.Kr.), nyrðri Chi (550-74), Sui (589-618) og Ming (1369-1644). Hvem þeirra þarf að rannsaka í eigin sögulegu samhengi fremur en að fella þá í eitt mót og að álíta þá hluta af einu (og sama) fyrirbrigði ... Hvers vegna reistu sumar þjóðhöfðingjaætt- ir múra, en aðrar ekki?" (Bls. 7) í þessari bók sinni leitast Waldron við að svara þeirri spumingu: „Upphaf- lega ætlaði ég að halda mig við um- ræður um stefnumið að baki múra- hleðslunnar í tíð Ming- keisaraættar- innar. Um sögu múrsins á fyrri skeið- um hugðist ég treysta á heimildir frá annarri hendi. En þegar ég reyndi þannig að leita af mér vafa varðandi sögu múrsins fyrir Ming-skeiðið, átt- aði ég mig á, út á hve vítt svið mig hafði borið. Lengi hafði ég ekki leitað fyrir mér, áður en ég sá, að á engu tungumáli fyrirfinnst traust og áreið- anlegt verk um Kínamúrinn. Joseph Needham hafði áður að því komist... og mér skildist, að ég yrði að hverfa aftur til upphafs múrsins og hefja þá athuganir mfnar á honum, en niður- stöður mínar ganga að nær öllu leyti L I gegn því, sem ég gekk í öndverðu út frá." Forvitnilegt er þetta fremur tyrfna rit, hvort sem á allar niðurstöð- ur þess verður fallist eður ei. Sjónarmiö Delors og stefnumið Le Nouveau Concert Européen eftír Jacques Delors. Editions Odfle Jacob, 348 bls., Ffr 130. Síðla árs 1991 kom í París út bók eft- ir Jacques Delors um ffamvindu Efna- spymunni forðum, auk þess sem hann var í spretthlaupi og langstökki og þótti liðtækur þar vel og var hann þvf einn af burðarásum Ungmennafélags- ins Vonar f íþróttunum um langt skeið. Allt fram undir það síðasta hafði hann mikla ánægju af að fylgjast með knattspymuleikjum sem sýndir vom í sjónvarpinu og spá í hveijir hefðu mesta sigurmöguleika. Eitt tóm- stundagaman hjá Bjama var að spila brídge og gerði hann talsvert af því er stund gafst á milli stríða. Hann lifði sig svo inn í þessa íþrótt að hann var sem tölva og gat rakið næstum hvert spil sem spilað var allt kvöldið. Þannig var minni hans með ólíkindum. Árið 1945,23. maf urðu þáttaskil í lífi Bjama er hann gekk að eiga mæta og góða konu, Guðnýju Hallgrímsdóttur frá Knappstöðum í sömu sveiL Var hún honum trúr og traustur lífsföm- nautur f sorg og gleði, blíðu og stríðu. Árið 1953 fluttu þau búferlum til Reykjavíkur. Áður höfðu þau lengst af búið í Ttingu í Stíflu. Auk þess land- búnaðar er Bjami stundaði þá vann hann ýmis störf er til féllu. Meðal ann- ars var hann við störf hjá Kaupfélagi sveitarinnar um nokkum tíma. I sveit- arstjóm starfaði hann tvö kjörtímabil. Haustið eftir að þau hjón fluttu hing- að suður, hóf hann störf hjá Áburðar- verksmiðju ríkisins og starfaði þar þangað til hann varð 70 ára en þá telj- ast menn ekki lengur starfehæfir í rík- isins þágu. Af kynnum mínum við þennan trausta frænda minn, veit ég að hann hefúr verið trúr til verka og traustur í starfi og enginn augnaþjónn. Af því sem sagt er hér að framan má Ijóst vera að Bjami var mörgum kostum búinn, en tækifærin á uppvaxtarámm hans vom fá til að glæða og þroska þann neista sem til staðar var, því mestur tími fór í að afla til hnífs og skeiðar. Bjami var alvörumaður, eng- inn flysjungur, fremur dulur og sein- tekinn, en var traustur félagi og vinur vina sinna. Nokkm eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur byggði hún f félagi við aðra, húsið Eskihlíð 22. Þar eignuðust þau hlýlegt og fallegt heimili sem þau bjuggu í þangað til fyrir tveimur árum að hjónin fluttu í þjónustuíbúð aldr- aðra að Hraunbæ 103. Þau hjón eignuðust einn son, Sævin að nafni, en svo hét albróðir Bjama sem dó í æsku. Sævin er giftur Svölu Haraldsdóttur og eiga þau fjögur böm, svo segja má að fjölskylda Bjama sé allstór. Sævin er fulltrúi hjá ríkistollstjóraembættinu. Um Ieið og ég kveð þennan frænda minn og óska þess að hann fái góða lendingu á hinni ókunnu ströndu, þá færi ég öllum aðstandendum samúð- arkveðju og sér í lagi eiginkonu, syni og bamabömum. Farðu vel og lifðu í guðsfriði. Guðmundur Jóhannsson hagsbandalags Evrópu, sem nú nefnir sig Evrópska samfélagið. í Economist 28. mars 1992 sagði í ritdómi: J bók þessari kemur fram trú Delors á (evr- ópsku) sambandsríki. Hann vann bók- ina upp úr ræðum, sem hann hefur flutt sem formaður framkvæmda- stjómar Efnahagsbandalags Evrópu... Delors heldur því fram, að einungis með því að styrkja stofnanir banda- lagsins verði bmgðist við vandamál- um, sem sameining Þýskalands bjó því... Samt sem áður telur Delors ekki óhjákvæmilegt, að (Efnahags)banda- lagið verði að sambandsríki. Fram til þessa telur hann framvindu í þá átt hafa verið undir þrennu komna: „Þeim sögulegu kringumstæðum, að Evrópa skiptist í tvennt (1945); nauð- syn þess að binda enda á banvæn átök landa á milli, einkum Frakklands og Þýskalands; og loks og öðm fremur ásetningi þess minnihluta, sem hug- fanginn er af þeirri máttugu pólitísku sýn.“ „Áhyggjuefni er Delors, að hröð út- víkkun Efnahagsbandalagsins kunni að veikja stofnanir þess. í sjálfu sér kveðst hann ekki mótfallinn því að taka inn f það ný aðildarlönd og segist geta hugsað sér, að þau yrðu 24-30. En hann hefur orð á, að svæðisbundin vandamál kynnu þá að koma upp, þannig að styrkja þyrfti miðstjóm þess.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.