Tíminn - 11.08.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.08.1993, Blaðsíða 9
Miövikudagur 11. ágúst 1993 Tíminn 9 ■ DAGBÓK Hafnargðnguhópurinn: Gengið og siglt á milli Grófar- innar og Austurvarar í kvöld kynnir Hafnargönguhópurinn gömlu landíeiðina (Bessastaðaleiðina) úr Grófinni suður í Austurvör í Skerjafirði. Þá verður einnig kynnt sjóleiðin úr gömlu höfninni fyrir Gróttu og Suður- nes inn á Skerjafjörð. í báðar ferðimar, göngu- og sjóferðina, verður ferið frá Hafnarhúsinu að vestan- verðu kl. 20.00. (Athugið breyttan brott- farartíma). Gönguhópurinn fýlgir gömlu leiðinni eins og kostur er suður í Skerja- fjörð að Austurvör og síðan með strönd- inni að birgðastöð Skeljungs. Sjóferða- báturinn fer um borð í farþegabát í Suð- urbugt og siglir út Engeyjarsund og Hólmasund inn á Skerjafjörð og leggst að bryggju við birgðastöðina. Þar geta hópamir valið um að fara gangandi eða siglandi til baka eða jafnvel með SVR. í ferðunum verður ýmislegt kynnt sem tengist sjóferðum frá fyrri tíð. Allir vel- komnir. íslandskvöld í Norræna húsinu Á íslandskvöldi f Norræna húsinu annað kvöld, fimmtudaginn 12. ágúst kl. 20.00, verða umhverfismál á íslandi til umfjöll- unar. Þá heldur Bjöm Guðbrandur Jóns- son líffræðingur fyrirlestur á sænsku og nefnir hann: Jtktuella islandska miljöfr- agor“. Bjöm Guðbrandur Jónsson var verkefnisstjóri íslandsnefndar Norræna umhverfisársins sem stóð yfir 1990- 1991. Að loknu kaffihléi verður sýnd kvik- myndin „Surtur fer sunnan" og er hún með norsku tali. Kaffistofa og bókasafn em opin til kl. 22.00 á fimmtudagskvöldum. Síðasta íslandskvöldið f Norræna hús- inu á þessu sumri verður eftir viku, fimmtudagskvöldið 19. ágúst Þá mun Unnur Guðjónsdóttir fjalla um ísland f máli og myndum, dansi og söng. Á hverjum sunnudegi kl. 16.00 fjallar Einar Kari Haraldsson um íslenskt sam- félag fyrir norræna gesti hússins og svar- ar fyrirspumum. Þjóðlegur djass á Sólon Islandus Fimmtudagskvöldið 12. ágúst, annað kvöld, mun hljómsveit Tómasar R. Ein- arssonar halda tónleika á Sólon Islandus og flytja dagskrá sem hljómveitin mun síðan leika á Norrænum útvarpsdjass- dögum f Þórshöfn í Færeyjum sfðar í mánuðinum. Þessi árlega hátíð er að þessu sinni helguð djassi sem sækir inn- blástur í þjóðlegan tónlistararf og meðal annarra gesta má nefna Radioens Big Band frá Danmörku og kvartett Arilds Andersen frá Noregi. fslendingamir munu spila frumsömd lög Tómasar R. og útsetningar hans á íslenskum þjóðlögum sem þeir frumfluttu á RÚREK djasshá- tfðinni sl. vor. Það verður þó ekki bara endurtekið efni sem heyra má á tónleik- unum annað kvöld, því ýmsu hefur verið breytt og auk þess hefur hljómsveitinni bæst nýr liðsmaður, hinn komungi ten- órsaxafónleikari Óskar Guðjónsson sem vakið hefur töluverða athygli að undan- fömu og fékk m.a. mjög lofsamlega dóma fyrir leik sinn á síðustu RÚREK- hátíð. Auk óskars og hljómsveitarstjórans skipa þessa óvenjulegu sveit píanóleikar- inn Eyþór Gunnarsson, sem einnig spilar á kúbanskar kóngatrommur, blúsarinn Kristján Kristjánsson (KK), gítar, munn- harpa og söngur og á trommur og bás- únu leikur aldursforsetinn Guðmundur R. Einarsson sem hefur verið virkur í ís- lensku djasslffi síðan á fimmta áratugn- um. Tónleikamir hefjast kl. 22.00 BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Félagsráðgjafi Fangelsismálastofnun óskar eftir að ráða félags- ráðgjafa eða starfsmann með sambærilega há- skólamenntun tll starfa. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist fangelsismálastofnun, Borgar- túni 7, Reykjavík, fyrir 24. ágúst. Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri félags- máladeildar stofnunarinnar í síma 623343. Fangelsismálastofriun ríkisins, 5. ágúst 1993. Útfðr eiginmanns mfns, föður, tengdaföður og afa Bjama Péturssonar Hraunbæ 103 Reykjavfk sem lést 5. ágúst, fer fram frá Fossvogskirkju I dag, miðvikudaginn 11. ág- ústkl. 15.00. Guðný Hallgrímsdóttir Sævin Bjamason Svaia Haraldsdóttir Guöný SævfnsdótUr Haraldur Sævlnsson Sigrún Dóra SævinsdótUr BJamey Sævinsdóttir v __________________________________________________________J Hér má sjá aö lífiö veröur aö ganga sinn vanagang þrátt fyrir hamfarirnar. Viöskiptavinir vaöa elginn til aö kaupa f matinn f bænum Portage de Sioux í Missouri. Rose- anne enn í hrakn- ingum Flóðin í Missisippi eyðilögðu ný- uppgert sveitarsetur leikkonunnar Roseanne og manns hennar Tom. Þau höfðu eytt háum fjárhæðum og miklum tíma í að breyta niður- níddum sveitabæ í Iowa í höfðing- legt sveitarsetur þegar áin ruddi sér leið f rigningunum alla leið inn í hús. Þegar stytti upp voru þrír veggir fallnir og a.m.k. eins metra dýpi af vatni og drullu í hverju herbergi. Leikkonan yfirgaf sveitarsetrið sitt eins og aðrir eig- endur þeirra 50.000 heimila sem eyðilögðust í þessum flóðum og veit ekki hvort hún þurfi að byggja allt upp frá grunni. Roseanne Elton John Stuðning- ur við alnæm- issýkta MargmiIIjónerinn, söngvarinn og tónsmiðurinn Elton John, ákvað fyrir skömmu að setja risastórt plötusafn sitt á uppboð til styrktar alnæmissjúklingum. Uppboð þetta fór fram hjá Sotheby’s í London í lok júlí og stóð til að selja 25000 al- búm og 23000 tveggjalaga skífur og hagnaðurinn átti allur að renna í Sjóð Teence Higgins til stuðnings fórnarlömbum hins hörmulega sjúkdóms. Safn blues og soul skífa Eltons ku vera eitt hið besta sinnar tegundar í Bretlandi og fyllir heilan sal á mektarsetri hans í Old Vindsor, Berks. Ekki höfum við fréttir af hvemig fór á uppboðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.