Tíminn - 11.08.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.08.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 11. ágúst 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Krisljánsson ábm. Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Skrifstofur Lynghálsi 9,110 Reykjavtk Sfml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1368,- , verð I lausasölu kr. 125,- Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Fullvinnsla í stað þess að skella í lás Um þrír fjórðu hlutar af útflutningstekjum landsmanna eru vegna framleiðsluvara í sjávarútvegi. Þetta er miklu hærra hlutfall en um getur nokkurs staðar í nálægum löndum. Þetta gerir það auðvitað að verkum að íslensk efnahagsmál eru afar háð seviflum í sjávarútvegi og til- raunir til þess að skjóta fleiri gildum stoðum undir út- flutningsstarfsemina hafa ekki breytt þessum hlutföllum í miklum mæli. Þrátt fyrir útflutning framleiðsluvara á mörgum sviðum hefur þetta hlutfall ekki raskast ýkja mik- ið á liðnum árum. Samkvæmt nýútkomnu hefti Hagtíðinda nam útflutning- ur á síðasta ári liðlega 87 milljörðum króna á f.o.b. verði en af því voru sjávarafurðir 69,8 milljarðar króna. Af þess- um 69,8 milljörðum króna er verðmæti botnfiskaflans 53,2 milljarðar króna. Þetta eru hinar köldu staðreyndir um hlut sjávarútvegarins í útflutningsframleiðslunni og hlut botnfiskaflans í sjávarvöruútflutningnum en botnfiskafl- inn er einmitt sá sem við þurfum að skera niður. Við þessar aðstæður ætti það að vera forgangsverkefni hjá þjóðinni að fínna leiðir til að gera sem mest verðmæti úr því hráefni sem dregið er að landi og finna út með hvaða hætti flestir fengju vinnu við vinnslu sjávarafla. Þessi tvö markmið þurfa ekki að stangast á þótt svo geti verið í ein- hverjum tilfellum. í opinberri umræðu er lögð ofuráhersla á þá stefnu stjórnvalda að fækka skipum og fiskvinnsluhúsum og er fjöldi fiskvinnsluhúsa talinn vera undirrót vandans í sjáv- arútveginum. Það hefur farið minna fyrir umræðum um þróunarstarf og verðmætaaukningu. Hún hefur verið mjög mikil í sjávarútveginum og satt að segja er það furða hvað gert hefur verið á þessu sviði miðað við þá afkomu sem er í atvinnugreininni. Hins vegar er vandinn sá að afkoma sjávarútvegsfyrirtækjanna er þannig nú að þau eiga erfitt með að leggja fé til þróunarstarfs og markaðsmála sem þó er afar brýn þörf á. Fullvinnsla afurða hérlendis skapar bæði atvinnu og auk- ið famleiðsluverðmæti. Til þess að hún megi þróast verður að vera greiður og hindrunarlaus aðgangur að mörkuðum. Fullvinnsla getur verið með ýmsum hætti. Hún er í stuttu máli þess eðlis að ganga þannig frá vörunni að hún sé til- búin í eldhús neytandans og hægt sér að matreiða hana með sem minnstum tilfæringum. Stjórnvöld eru tilbúin til þess þótt framkvæmdin bögglist fyrir þeim að koma upp þróunarsjóði til þess að úrelda fiskvinnslustöðvar. Það hefur ekki heyrst að nein áform séu um að veita fjár- munum í markaðsstarfsemi og frekari fullvinnslu sjávaraf- urða, þótt verið sé að veita opinberu fé til atvinnuaukning- ar í viðhald bygginga, vegagerð og fleira. Sannleikurinn er sá að afar hljótt er um sjávarútveginn í þessum umræðum og möguleika hans til að veita aukna atvinnu við full- vinnslu afurða, ekki í nokkra mánuði, eitt misseri eða eitt ár, heldur til frambúðar. Það er af ýmsu að taka. Hvað um það hráefni sem hent er og ekki er nýtt? Er hægt að pakka meira hérlendis fyrir neytendamarkað og útbúa vöruna beint á disk neytandans í auknum mæli? Hvað um mögleikann á að vinna afia frystiskipanna áfram í landi? Að dómi Tímans eru þetta brýnar spurningar sem þarfnast athygli ekki síður en spurningin um hve mörgum vinnslustöðvum hægt sé að skella í lás til þess að nýta aðrar betur, jafnvel til þess að hálfvinna hráefni til frekari vinnslu hérlendis. Þá er Alþýöublaöið komíð í heilagt stn'ð við Stöð2 og Elínu Hirst vegna kjötmáls utanríkisráðherrahjón- anna. Dálkahöfundur úr forystu Al- þýðuflokksins opnaði umræðuna um þetta mál í blaði sínu í gær, svona um það bil sem aðrir voru að taka málið endanlega af dagskrá. Flestir töldu að kjötmáiið væri orðið útrætt, en svo virðist þó ekki vera ef tnarka má hið opinbera andsvar Al- þýðuflokksins fyrir formann sinn f ritsjómarpistli í ieiðaraopnu í mál- gagni sínu. Dálkahöfúndur Aiþýðu- flokksins gengur margfalt iengra en áður hefur verið gert í því að verja kjötinnflutningstilraun ráðherra- hjónanna, og fullyrðir að málið snú- ist í raun ekki um svínakjötið í flug- stöðinni heldur pólitfskar ofsóknir manna í Landbúnaðarráðuneytinu á hendur utanríkisráöherra. Ofsóknir Þeir sem eru að ofeækja ráðherrann eru samkvæmt Alþýðublaðinu nafh- greindir menn í landbúnaðarráðu- neytinu, sem telji sig eiga pólitískra og persónuiegra harma að hefna. Samkvæmt málsvöminni telur Al- þýðuflokkurinn tíl dæmis að einn þessara ráðuneytismanna hljóö að vilja koma höggi á ráðherra vegna þess að ráðherrann hafi ekki veitt fyrirtæki, sem ráðuneytismaðurinn áttí hlut í, sorphirðuleyfi á flugvallar- svæðinu fyrir nokkrum árum. Raun- ar kemur þessi ákveðni maður ekk- ert við sögu kiötmálsins á neinu stigi þess og hefur aldreí verið nefndur í tengslum við það fyrr og er það alveg dæmalaust hugmyndaríki að blanda þessu sorphirðukiái inn í umræð- una. Hinu er ekki að neita að maður- inn starfar í landbúnaðarráðuneyt- inu og í huga krata virðist það þýða að hannsé sekur um eitthvað! Nið- urstaða Alþýðuflokksins er því sú að öfugt við það sem fúllyrt hefur verið, eru utanríkisráðherrahiónín ekki gerendur í þessu máli heldur þol- endur. Þau eru fómarlömb útsmog- innar og hefnigjamar Iandbúnaðar- kliku og vinnukonu hennar, Eh'nar Hirst á Stöð 2. Raunar er sjaldgjæft að sjá á prenti jafh ósmekklegar og persónulegar athugasemdir um fólk eins og fram koma um Elínu Hirst í þessum pistli frá forustu Alþýðu- flokksins í gær. Ekki nóg með að hún sé sögð dómgreindarlaus og Játi nota sig, heldur er hún sögð forhert og ósvffin og reynt að gera hana tor- tryggilega með einhveijum tilbún- ingi um það hvemig hún kynni við sig f útlondum! Margur heldur mig sig Þessi viðbrögð úr forustusveit AI- þýðuflokksins em lærdómsrík fyrir ýmissa hluta sakir. í stað þess ein- faldlega að viðurkenna að ráðherra- hjónunum hafi orðið á leið mistök þegar þau ætluðu inn í landið með ósoðið kjöt, á að halda áfram hinni hrokafullu réttlætingu á smygltil- rauninni. Sérstaklega er þó athyglis- vert að velta fyrir sér því siðferði og þeim hugsanagangi sem kemur fram í þessari málsvöm. Þar er ekki spurt „hvað er verið að gagnrýna f kjötmálinu?" heldur Jiver sagði frá kjötmálinu?" í framhaldi af því em það Elín Hirst og starfemenn fand- búnaðarráðunodisins sem em stimplaðir sökudólgar —„höggvið sendiboðanrí* em skilaboðin frá for- ystu Alþýðuflokksins. Furðusagan um sorpleyfisgjaldið og starfemann- inn í Iandbúnaðarráðuneytinu sem skyndilega er dreginn tíl ábyrgðar þótt honum hafi ekkert komið málið við, er síöan ótrúlega lýsandi fyrir lífesýn Alþýðuflokksmanna og þá bit- lingapólitík sem þessi flokkur er þekktastur fyrir. Það eina sem for- ystu Alþýðuflokksins dettur í hug varðandi þetta mal er að einhver hljóti að vilja helría fyrir að hafa ekki fengið eitthvert leyfi eða bitíing sem kratar höfðu á sínu valdi að veita. Það er greinilega ekki bara pólitík flokksins sem snýst um að redda út~ völdum gæðíngum hinu og þessu, heldur er öll hugsun forustumanna flokksins föst í þessu hjólfari. Þeir reyna meira að segja að útskýra hegðun fólks úti í bæ út frá þessum forsendum ogskeyta engu um hvort slíkar útskýringar passa almennt við staðreyndir tilverunnar. Það þarf því engan að undra þótt flokkurinn starfi f póiitfsku tómarúmi, rúinn al- mennutraustiogfylgi. Garri Morgunblaðið,- fréttabréf Sj álfstæðisflokksins Rangfærslur formanns jgJ Heimdallar leiðréD _,» pftir ólaf Þ. „Formanm Heinidallar O-' gctur ckki hafa v- " /» -r-fj íhug,aðia-r' f \\ y ^ rt''*- . -J.tn'Jnrno-a ~.;x- eftir ólaf I> I Stephenscn Fomiaður Heinwlallar, Kjartan Mapnússon. ritar Rivin t sunnu-u llaip'hlað MoqpinblaAsins^' "c l-ið grein a*'1' )v^ v' ^ í>v\V okkur ^mJorögð stjómar <n^v“' þau i algjöru ós 'e"?Ví.'rí> . ‘ 'ir™ . Vlð yúríýsingar fonna 7, frl" 'ir I nw. Vk! a, I hlftrta- »» Hafi það farið framhjá einhverj- um, þá stendur fyrir dyrum for- mannskjör í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna. Formannskjöri í þessum samtökum fylgir jafnan mikil spenna og hatrammar og gagnkvæmar ásakanir fylkinga um smölun og óheiðarleg vinnubrögð. Kosningabaráttan að þessu sinni virðist ekki ætla að verða nein undantekning frá þessari reglu og logar nú allt í illdeildum og ágreiningi meðal sjálfstæðisæsku landsins. Ekkert virðist þó vitað um raunveruleg styrkleikahlutföll, en hins vegar er ljóst að skráðum ungum sjálfstæðismönnum fjölg- ar ört þessa dagana og berast jafn- vel fréttir af flokksbundnum kommúnistum og framsóknar- mönnum sem búið er að skrá sem meðlimi í sjálfstæðisfélögum út um land - allt til að viðkomandi fé- lög fái sem flesta fulltrúa á SUS þingið. Blað allra lands- manna? En það merkilegasta við aðdrag- anda og undirbúning þessa þing- halds og formannskjörs er þó ekki innbyrðis ágreiningur ungliðanna og vafasamar starfsaðferðir þeirra. Það er mun merkilegra að fylgjast með því hvemig stærsta dagblað landsins, sem gjaman hefúr kallað sig „blað allra landsmanna“ hefur á skömmum tíma afklæðst hlut- leysiskápunni og aðlagað sig þeirri staðreynd að til tíðinda sé að draga hjá stjórnmálaflokknum sem blað- ið styður. Dag eftir dag hafa síður Morgunblaðsins staðið opnar fyrir ungliðunum, sem virðast komast beint inn í blaðið með slíkum for- gangi að einungis ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa átt slíku aðgengi að blaðinu að fagna. Aðrir hafa orðið að sætta sig við að bíða, í daga og vikur, þar til röðin kemur að þeim með birt- ingu greina í blaðinu. Morgun- blaðið í gær er gott dæmi um það hvemig „blað allra landsmanna" er orðið að eins konar innanflokks [Wítt o 9 broittj fréttabréfi í Sjálfstæðisflokknum. Á blaðsíðu 13 skrifar Ólafur Þ. Stephenssen, fyrrum formaður Heimdallar, grein þar sem hann er að leiðrétta „rangfærslur for- manns Heimdallar.“ Á næstu síðu er birt í heild sinni ítarleg greinar- gerð frá stjóm Heimdallar en í því félagi er Kjartan Magnússon for- maður. Kjartan þessi fær síðan í þessu sama Morgunblaði opið bréf frá nokkmm félögum í FUS í Reykjavík þar sem líka er verið að fárast yfir vinnubrögðum við þing- haldsundirbúning og formanns- kjör. Pólitísk ritstjóm Augljóst er að Morgunblaðið hefði aldrei tekið í mál að leggja svo stóran hluta af plássi sínu und- ir þrætubók ungliðahreyfinga nokkurs annars stjómmálaflokks. Hins vegar skýrir það e.Lv. nokkuð þá áherslu sem lögð er á málið á ritstjóm Morgunblaðsins að þeir ungliðar sem í þrætunni standa, em ekki einasta í valdabaráttu hjá Heimdalli og SUS heldur starfa þeir um leið sem blaðamenn á Morgunblaðinu. Þannig eru þeir að skrifast á, á milli skrifborða í nýju Morgunblaðshöllinni, blaða- mennimir Ólafur Stephensen fyrr- um formaður Heimdallar og blaðamaðurinn Kjartan Magnús- son núverandi formaður Heim- dallar. Bréfaskriftir þessara blaða- manna virðast eiga sérstaklega greiðan aðgang að síðum Moggans og þar sem þeir, eins og flestir aðr- ir á blaðinu, tengjast beinum og óbeinum flokksböndum þeirri rimmu sem nú ríkir innan SUS, er eðlilegt að innanflokksmál Sjálf- stæðisflokksins séu talin til stór- tíðinda þar á bæ. Fyrir okkur hin, sem höfum til- hneigingu til að gleyma flokkseðli Morgunblaðsins milli þess sem eitthvað er að gerast í Sjálfstæðis- flokknum, er formannsslagurinn í SUS ágætt tilefni til að rifja upp þessa grundvallarstaðreynd um ís- lenska blaðamennsku. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.