Tíminn - 18.11.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.11.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. nóvember 1994 ÍWifii 5 • • Onnur öflugasta sjósil- ungsáin í Eyjafjaröar- sýslu er Hörgá, en sú besta er Eyjafjarðará, sem við höfum áður gert skil hér í þætt- inum. Báðar árnar eru við dyr Akureyrar, enda hafa stanga- veibimenn þaðan sótt mest til veiöa í árnar og samtök þeirra, Straumar og Flúðir, voru um skeib með leigusamning um veiði í hvorri á fyrr á árum. Há fjöll og djúpir dalir Tröllaskagi, milli Skagafjarðar og Eyjafjarbar, er einn eftirtekt- arverbasti fjallgarður landsins með háum fjöllum og hin hrika- lega ásýnd hans verður áreiban- lega minnisstæð þeim, sem hafa séð hann í allri sinni dýrb úr flugvél. Mörg svæði smájökla eru þar, snjór þiðnar aldrei. Fjöll- in eru yfirleitt brött, eins og kunnugt er, og því djúpir dalir. Hörgárdalur og Öxnadalur sker- ast inn í skagann og samnefndar ár eiga þarna set sitt, auk margra þveráa og minni straumvatna, eins og Bægisá, Þverá og Barká. Landslagið þarna ber mjög einkenni berghlaupa (Ólafur Jónsson hjá Ræktunarfélagi Norburlands) í fyrndinni, eins og þeir ferðalangar, sem þeysa í bíl gegnum Öxnadal, sjá, ef þeir á annað borð eru með augun op- in fyrir slíku fyrirbæri í íslenskri náttúru. Það má annars mjög víða má hér á landi, t.d. í Esju upp af Kollafirði og Mógilsá, sem þúsundir göngufólks fara um ár- lega. Fjölbreytt vatnsgerö Vatnasvæðið er einkennt dragár og jökulár og abrennslis- svæði í Hörgárósi í sjó 710 ferkm í skrám Vatnamælinga Orku- mála eba tæplega helmingi minna en aðrennslissvæði Eyja- fjarðarár. Af augljósum ástæðum eru ekki beint heppileg náttúru- leg skilyrði fyrir lax þarna, en sjóbleikjan unir sér þar vel, eins og víðar þar sem hitastig að sumrinu er að jafnaði lágt, vegna lindarvatns og snjóbrábar fram eftir öllu sumri. 53 km göngusvæði Hörgá sjálf er 44 km á lengd og fellur í sjó skammt utan vib Ak- ureyri. A neðsta hluta árinnar Myndir EH VEIÐIMÁL EINAR HANNESSON segir kemst bleikjan nær alveg í dalbotn hjá Bakkaseli. Öxnadalsá hjá skógrœktarreitnum jónasarlundi. 60 jar&ir í veiði- félagi Veiöifélag var stofnað um Hörgá árið 1945 og eru 59 jarðir innan þess, enda um blómlega byggð aö ræða í dölunum. Veiði- félagið leigði svæðið út um skeið til stangaveiðifélagsins Flúba á Akureyri, en veiðifélagið hefur í tvo áratugi sjálft séð um útleigu stangaveiðinnar. Fyrr á árum var gerb tilraun meb sleppingu laxa- seiða í árnar, sem skilabi nokkr- um árangri. Meðalveiði á ári 1991-1993 voru 1.471 sjóbleikja. Fyrsti formaður veiðifélagsins var Eggert Davíðsson, Möbru- völlum, þá Stefán Halldórsson, Hlöðum, síðan Sverrir Haralds- son, Skribu, og núverandi for- mabur er Walter Ehrat, Hallfríb- arstöðum. Bakkafoss í Öxnadalsá. eru margir hólmar, eins og í Eyjafjarðará. Hörgá er fiskgeng ab Básafossi hjá Flögu, sem er í um 25 km fjarlægð frá sjó. í Öxnadalsá, sem er sjálf um 25 km að lengd, kemst sjóbleikjan upp ána allt fram að Bakkaseli eða í um 45 km fjarlægð frá sjó, þar af eru 17 km í Hörgá, að ár- mótum hennar og Öxnadalsár hjá Bægisá. Straumur er ab jafnaði stríðari í Öxnadalsá en í Hörgá og fossar á leib sjóbleikjunnar upp Öxna- dalsá. Bægisárfoss hafði lengst af verið nokkur hindrun fyrir fisk- inn. Þar var sprengt tvisvar fyrr á árum og eftir það átti fiskur greiðari leið um fossinn. Bakka- foss, sem er nokkru ofar í Öxna- dalsá, hefur ekki verið fiskgöng- um til trafala, svo að sem fyrr Hörgá í Eyjafirbi — þar sem sjóbleikjan unir sér vel Tíran hennar Nightingale Það er eins og sumt fólk geti aldrei verib til friðs. Látum nú vera, þótt stöku maður hagi sér dólgslega og fari um rænandi fólk og limlesti þab svolítið í leiðinni. Eða þó einhverjir ribb- aldar nauðgi varnarlausum konum og jafnvel börnum. Slíkt telst varla til teljandi vansa, enda taka dómstólarnir með silkihönskum á þessháttar kavalerum. En þegar heilu stéttirnar rísa upp með óheyri- legum dólgshætti og heimta ab geta lifaö af launum sínum, rétt eins og það hafi einhvern tímastaðib til, þá er í verulegt óefni komið. Áratugum saman hafa allir stjórnmálaflokkarnir lagst á eitt vib þá göfugu iðju að þjálfa al- þýðu þessa lands í þeirri list að lifa á loftinu. Og þeir hafa ekki staðið einir að verki, heldur hafa þeir notib dyggilegs stuðnings vinnuveitenda og meira að segja verkalýðsforyst- unnar. En hver er árangurinn? Hann er nú ekki merkilegri SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON en svo, að nú heimta sjúkralið- ar, af öllum stéttum, lífvænleg laun. Og þetta á að heita kvennastétt! Mér er spurn: Eru kvennastéttirnar ekki best þjálfuðu lúsarlaunastéttir þjóð- arinnar? Hvar halda þessar konur að þá peninga sé ab finna, sem dugi til að greiða þeim mann- sæmandi laun? Aubvitað eru þeir til, en það er ekki nóg. Ef vib færum að jafna launin, yrðu afleiðingarnar hrikalegar. Hvab yrði um þá þjóðlegu sér- stöbu okkar, að reka hæstarétt þar sem dómararnir skammta sér laun að eigin gebþótta? Hvar ættum við þá eiginlega að fá peninga til að gera háttsetta embættismenn vel úr garði, þegar ráðherrar okkar neyðast til að vísa þeim úr embætti t.d. vegna skattsvika? Eða á kannski að fara að dæma þessa vesalinga í svo þungar sektir að þeir komi út í mínus? Eða hvernig í ósköpun- um ættum við að fara að því að halda uppi sægreifunum og hyski þeirra? Og svo ég víki að- eins að stétt einni, sem hefur mikið saman við sjúkraliða að sælda, þ.e.a.s. læknum. Halda sjúkraliðar að við gætum borg- að mönnum sérstaklega fyrir að endurnýja EKKI menntun sína, ef launin yrðu jöfnuð? Nei, gott fólk, svo sannarlega höfum við ekki efni á vitibornu launakerfi. Allt tal í þá veru eru byltingarórar og við skulum ekki gleyma því ab byltingin ét- ur börnin sín. Undanfarinn hálfan annan áratuginn eða svo hefur ís- lenska yfirstéttin og nánustu þjónar hennar fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Látum hana fitna enn um sinn, því sá sem er feitur vill stöðugt meira að éta. Að lokum sinnir hann engu öðru en átinu og hættir loks að nenna að afla sér fanga. Og þá hefur hann ekkert að éta lengur annað en sjálfan sig — innan frá. Því miður er þessi staðreynd of flókin fyrir sjúkraliða. En hjúkkurnar skilja þetta, enda hafa þær riú fengið þann plást- ur á minnimáttarkenndina gagnvart læknum, að fá að kalla sig fræðinga. Því ganga þær ótrauðar í störf sjúkraliða í yfirstandandi verkfalli, jafnvel þótt þær hafi lítið annað gert undanfarin ár en ab fylla út eyðublöð. Þetta er mikil fórn- fýsi, sé þess gætt að laun þeirra eru lítið skárri en laun sjúkra- liða. Og því glampar nú af daufri tírunni hennar Night- ingale í svartnætti íslenskrar láglaunastefnu. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES SJÓRÆNINGJAR GANTAST Á ÞRYMSEYJU Leibtogar Norburlanda sitja nú ár- legt þing sitt á Þrymseyju í Noregi og bera saman bækur sínar. ís- lenskir rábherrar eru í því ömur- lega hlutverki að verja sjóræn- ingjaveiðar íslendinga undir eigin fána og hentifánum á erlendri grund. Nú er liðin tR) að íslend- ingar gengu fram fyrir skjöldu í fiskvernd og skynsamlegri nýtingu á forðabúri hafsins. Orbstír fremstu fiskverndarþjóbar heims hefur verib sökkt í Smugu í Norð- ur-Atlantshafi. Átakanlegt var að heyra forsætis- ráðherra þjóðarinnar karpa í hálf- kæringi við þann norska um veið- ar íslendinga í Smugunni. Heldur maðurinn í alvöru að það skipti máli hvort íslendingar hafi veitt þar fjörutíu þúsund eða fimmtíu þúsund tonn? Eitt tonn er einu tonni of mikið á þessum slóðum og ef Davíð Oddsson heldur ab ís- lendingar eigi tíuþúsund tonn til góða af einhverjum ímynduðum fimmtíu þúsund tonna kvóta, þá skjátlast honum hrapallega. Kunningi pistilhöfundar er nýkom- inn heim af Smuguveiðum og seg- ir farir sínar ekki sléttar. Dauður fiskur fljóti um allan sjó eftir stór- virk troll íslendinga. Að minnsta kosti þrjátíu prósent aflans komist aldrei um borð. íslendingar hafa kannski ekki náð ab innbyrða fimmtíu þúsund tonnin ennþá, en þeim hefur vissulega tekist að drepa þau tíu þúsund tonn sem upp á vantar. Saga íslenskrar útgerðar er að breytast í harmleik. Eftir merkilegt starf brautryðjenda um síbustu aldamót hefur stöbugt syrt í álinn og nú keyrir loks um þverbak. Út- gerðin hefur þegið allan fiskinn í sjónum umhverfis landið ab gjöf. frá íslensku þjóðinni í aldaraðir. Með lögum um stjórnun fiskveiba er óveiddur aflinn í hafinu orbinn bókfærb eign nokkurra manna um ókomna framtíð og ungir hrafn- istumenn fá ekki lengur ab sækja sjóinn að hætti feðranna nema kaupa sér kvóta. Ofveibi síðustu áratuga hefur gengið svo nærri fiskistofnum vib landib ab draga verbur úr veiðinni til ab næstu kynslóðir geti dregib bein úr sjó. Samdrætti í afla fylgir líka samdráttur í landi og lands- menn hafa hert sultarólar sem því nemur. Útgerbin hefur hins vegar ekki sætt sig vib þessa augljósu hagfræði og neitar að þreyja þorr- ann og góuna með öðrum lands- mönnum. Heldur siglir hún á fjar- læg mið og notar gloppur í al- þjóblegu sjókorti til ab leggja í rúst áratugalanga baráttu íslendinga fyrir eigin fiskimibum í nafni fisk- verndar. Hagsmunir íslensku þjóbarinnar eru ekki fólgnir í þeim skamm- góba vermi sem Smugufiskurinn veitir efnahagslífinu um stundar- sakir. Hagsmunir íslendinga eru fólgnir í því að hafa áfram forystu um fiskvernd og skynsamlega nýt- ingu á auðiindum hafsins í fjöl- skyldu þjóbanna. Þab kemur nefnilega dagur eftir þennan dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.