Tíminn - 18.11.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.11.1994, Blaðsíða 6
6 Wíwtfotu Föstudagur 18. nóvember 1994 Seppi tekur forskot á sœluna og fœr sér göngutúr eftir ófrágengnum göngu- stíg í einum afskógum landsins. Myndin var tekin sl. sumar, en þá var mikil vinna lögb í lagningu göngustíga í skógum Skógrœktar ríkisins. Alls voru lagbir 18 km af göngustígum víba um landib og var sex milljónum króna varib til verks- ins. Einnig var mikil vinna lögb í ab grisja og snyrta skógana íþvískyni ab bœta abstöbu almennings til ab skoba og njóta útivistar ískógum landsins. Opnun skóganna er sam- starfsverkefni Skógrcektarinnar og Skeljungs. Frumvarp um sérstaka vernd Breiöafjaröar lagt fyrir Alþingi: Náttúra, lífríki og menningar- sögulegar minjar á Breiöafirði munu njóta sérstakrar vernd- ar, ef stjórnarfrumvarp um vernd Breiðafjarbar verður samþykkt á Alþingi. Ásókn ferðamanna í Breiöafjarðar- eyjar hefur aukist verulega á undanförnum árum, en lítiö verið gert til að mæta henni. Fuglafræöingar telja að fugla- líf á Flatey hafi þegar skaðast af þessum sökum. Ákvæði frumvarpsins ná til allra eyja, hólma og skerja á Breiðafirði ásamt fjörum í innri hluta fjarðarins. Náttúra og líf- ríki Breiðafjarðar eru að mörgu leyti einstæð á íslandi. Breiða- fjörður er stærsta samfellda votlendissvæði landsins og eru strandlengjur þar um helming- ur af allri strandlengju þess. Vegna eyjafjöldans er jafn- framt taliö að á Breiðafirði sé yfir helmingur af öllum fjötum við landið, en þær hafa mikla þýðingu fyrir lífríki landsins. Óvenjuauðugt lágdýralíf er tal- iö vera í Breiöafirði og er teg- undafjöldi í fjörum og á grunn- sævi ótrúlega mikill. Fuglar eru áberandi í lífríki Breiðafjarðar. Sjófuglar eru al- gengastir fugla á firðinum og er hann talinn vera með mikil- vægustu sjófuglabyggðum landsins. Þegar strandsvæði fjarðarins eru talin með verpa um 50 tegundir fugla á svæð- inu, þar á meðal ýmsir sjald- séðir fuglar svo sem þórshani og haförn. Þá má nefna að báð- ar íslensku selategundirnar kæpa á Breiðafirði og í eyjun- um hafa fundist 229 tegundir háplantna, sem er um helm- ingur af náttúrulegri flóru landsins. Einnig hafa fundist margar merkilegar jarðmynd- anir frá jarðfræðilegu sjónar- miði á Breiðafirði. Margar menningarsögulegar minjar er einnig að finna á Breiðafirði. Áður var búið í tug- um eyja á firðinum og má víða finna mannvistarleifar. Aðeins hafa verið friðlýstar níu forn- minjar í eyjunum til þessa og var það gert árið 1930, nema Silfurgarðurinn í Flatey sem var friðlýstur árið 1975. Mikið verk er óunnið við skráningu fornminja og örnefna í Breiða- firði. í frumvarpinu, sem lagt hef- ur verið fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir að umhverfisráðherra fari með stjórn mála, sem varða vernd náttúru og lífríkis Breiöafjarðar, en vernd menn- ingarsögulegra minja lúti yfir- stjórn menntamálaráðherra. Lagt er til aö stofnuð verði sér- stök Breiðafjarðarnefnd, sem verði umhverfisráðherra til að- stoðar um framkvæmd lag- anna. í henni eigi sæti sex menn, þar af þrír heimamenn skipabir eftir tillögu hérabs- nefnda Dalasýslu, Austur- Barðastrandarsýslu og Snæ- fellsnessýslu. Gert er ráb fyrir að í lögunum verði aðeins al- menn verndarákvæði, en nán- ari útfærsla þeirra verði í reglu- gerö sem umhverfisráðherra setur aö fengnum tillögum Breiðafjarðarnefndar og um- . sögnum viðkomandi sveitar- stjórna. Aukinn ferbamannastraum- ur í eyjarnar er ein ástæða þess að taliö er nauðsynlegt að setja slík lög. Enn sem komið er leita flestir til Flateyjar meb flóa- bátnum Baldri og í bátsferðir frá Stykkishólmi. Einnig eru nýlega hafnar skipulagðar ferð- ir frá Reykhólum og stuttar ferðir auglýstar um nágrenni Flateyjar. Fyrir 10-15 árum komu eitt til tvö þúsund manns í Flatey á sumrin, en á síðasta áratug hafa sex til átta þúsund manns heimsótt hana árlega. Lítið hefur verið gert til að mæta þessari aukningu og telja fuglafræðingar að fuglalíf sé þegar farib að láta á sjá af þessum sökum. ■ Skilabob kríunnar: »ótt þú eigir jeppa þý&ir þa& ekki að þér sé heimilt að aka hvernig sem er utan vegar! Fuglalíf á Flatey í hættu Dýrir málmar á íslandi? I. Járnvinnsla úr mýrarauöa í gamla daga gaf af sér harla lélegt járn. Sagt var að það hentaöi ekki í bitjárn. Vinnslan lagð- ist af upp úr miööldum og æ síðan hafa ís- lendingar hugað aö málmum í landi sínu, því þab er stórt og meb ólíkindum að fok- dýr jarðefni skuli ekki numin hér, eins og svo víða. Meginefniö í landinu er basalt eða súrt gosberg. í berginu eru allmargir málmar, en þeir eru yfirleitt dreifðir í efna- samböndum um grjótiö og afar dýrt eöa ókleift að vinna þá úr berginu. Má þar nefna ál, járn og títan, en síöastnefndi málmurinn er þeirra dýrmætastur. II. Rétt eins og annars staðar hafa því málmleitir beinst ab jarðmyndunum þar sem búast má viö uppsöfnun málma, ým- ist setlögum eða eldbrunnu grjóti. Dálítið hefur fundist af járni og áli í setlögum, t.d. á Vestfjörðum, en hvergi í vinnanlegu magni. Ástæðan er tvíþætt. í einn stað er efnaveðrun hér hröð, en um leið er brott- nám efnasets, sem myndast við hana, líka mjög hratt, þannig ab efnasetib nær ekki ab safnast fyrir aö neinu marki. í annan staö er gosvirkni á íslandi mikil og ung setlög hyljast víða nýjum hraunum eba gjósku áöur en þau geta þykknab nægi- lega. í storkubergi (myndast úr bergkviku) sem storknar neöanjaröar geta, viö vissar UM- HVERFI Ari Trausti Guðmundsson jarbeblisfræbingur jarbfrœbingar skoba nú leifar gamalla jarbhitakerfa á íslandi, ef þar kynnu ab leynast málmar í jörbu. aöstæöur, málmrík efnasambönd safnast fyrir, einkum viö jaöra stórra innskota úr djúpbergi. Þannig hafa orðiö til jarölög meö t.d. nokkru af koparsamböndum og öðrum málmum í Lóni og víöar. Þau voru rannsökuð fyrir rúmum tveimur áratug- um (og reyndar einnig fyrr), en þóttu of rýr til vinnslu. III. Nýjar rannsóknir, t.d. á Grænlandi, á svipuðum innskotum og í Lóni hafa hleypt lífi í hugleiöingar manna um málma á íslandi. Innskotin eru í rótum gamalla og rofinna megineldstööva (hlut- ar af kvikuhólfum eða þeim tengd). Þá hafa menn einnig grannskoðaö forn há- hitakerfi erlendis, þ.e. jaröhitasvæöi, viö þessar gömlu eldstöðvar og reyndar líka virk kerfi, t.d. á sjávarbotni. í ljós kemur aö þungir málmar (og þar meö dýrmætir) geta safnast fyrir í rótum kerfanna eða við uppstreymisrásir á löngum tíma. Því er þaö svo aö jaröfræöingar skoöa nú allvel valdar rústir megineldstöðva meö útdaub- um jarðhitakerfum víöa um land. IV. Tveir sjálfstæöir samstarfshópar sjá um þessar rannsóknir í aðskildum lands- hlutum. Beinist leitin væntanlega aö gulli, platínu, mólýbden og öðrum efnum, sem ýmist eru unnin hrein til sölu sem góö- málmar eba sem íblöndunarefni í málm- sambönd eins og stál. Fer nú aö styttast í aö niöurstöður rannsóknanna veröi gerö- ar opinberar. Ekki er unnt að giska á hve miklar líkur eru á aö góðmálmar hafi fundist í vinnanlegu magni, en slíkt er ekki útilokaö. Reyndar eiga íslendingar ef til vill nothæfar málmnámur annars staö- ar, ef ekkert nýtilegt finnst á landi. Á sjáv- arbotni subvestur og norðaustur frá land- inu eru öflug háhitasvæöi viö aöstæður sem heimila málmum aö falla út við virka hveri. Hafa menn t.d. slætt mangansam- bönd upp af Reykjaneshrygg. Kannski veröur hafist handa vib aö skoða þessi svæöi meö tilliti til jarðefna, þegar búiö er að „afgreiöa" landiö ofansjávar. Vinnsla á sjávarbotni er vissulega erfiö, en veriö er aö leysa tæknimál þess efnis erlendis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.