Tíminn - 07.02.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.02.1995, Blaðsíða 5
Þribjudagur 7. febrúar 1995 5 Af sterkum keimi mannlífsins Þjóbleikhúsib: TAKTU LACIÐ, LÓA eftir Jim Cartwright. Þýbing: Árni Ibsen. Tónlistar- stjórn: Jón Ólafsson. Lýsing: Páll Ragnars- son. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Bún- ingar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Leik- stjórn: Hávar Sigurjónsson. Frumsýnt á Smíbaverkstaebinu 2. febrúar. Kkki sá ég rómaöa sýningu I’jóö- leikhússins á Strætinu, en aftur á móti Bar-Par sem Leikfélag Ak- ureyrar setti á sviö — og er víst enn aö sýna. Eftir aö hafa séö þaö verk þótti mér einsýnt aö Cartwright myndi brátt veröa eftirlæti íslenskra leikhúsa. Ekki ber á ööru en þaö ætli að ganga eftir. Hér er komið nýjasta verk hans, Taktn lagið, Eóa. Þaö er lifandi og bráðskemmtilegt, hæfilegur kokkteill af flestu því sem gerir eitt leikrit bragömikið: harka, grófleiki, skop, tilfinn- ingasemi, skýr persónumótun, safaríkt málfar. í stuttu máli: hér er verk sem hittir í mark. Og sýningin á Smíðaverkstæöinu hitti sannarlega í mark. Svona á leikhúsiö að vera! Leikritið gerist á heimili fá- tækra mæbgna. Móðirin, Malia Kloff, er löt, drykkfelld, ver- gjörn, vond við dóttur sína. Hún er þannig tilfinningalega brengluö og lifir fyrir það eitt að gera út á kynþokka sem aldur- inn er nú að svipta hana. Hún hefur krækt í töffarann Ragga Sagga. Sá er ómerkilegur pappír í meira lagi, umboðsmaöur skemmtikrafta og reynist hafa lítinn áhuga á Möllu. Hins veg- ar beinist athygli hans ab dótt- urinni Lóu. Hún er fátöluð og feimin, situr undir sífelldum skömmum móburinnar, en lifir í eigin heimi með plötunum sínum sem ástkær faöir lét henni eftir. Hún hefur lært að herma eftir frægum söngkonum og þegar Raggi Saggi heyrir það verbur honum óbara ljóst að þarna er hugsanleg gróöalind. Nú dregur hann stúlkuna sárn- auðuga upp á svið í næturklúbbi Herra Bú. Til þess þarf hann aö LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON mýkja sig dálítiö við Möllu, sem er svo glámskyggn ab halda að Raggi hafi áhuga á henni sjálfri. En hún á reyndar engan vin nema nágrannann Siddý, treg- greinda fituhlussu sem heldur tryggö viö Möllu gegnum þykkt og þunnt. Andspænis þessu hráa, lítil- siglda og aumkunarverba mannlífi standa svo Lóa, dóttir- in í húsinu, og ungi símamaöur- inn sem kemur í hús þeirra mæðgna til að gera við símann — heitir raunar Símon. Hann verður hrifinn af Lóu, sækir til hennar, og sambandið sem myndast með þeim, saklaust, feimnislegt og fallegt, ljómar í mannsorpinu umhverfis. Fyrir hann syngur Lóa aö lokum, eins og henni er eiginlegt, sinni rödd; áður túlkaði hún bara raddir annarra. Þannig lýkur verkinu á björtum nótum. Greni mæðgnanna er brunnið, Raggi Saggi á bak og burt og gróðavonir hans að engu orbn- ar, svo og hamingjudraumur Möllu — en kannski á unga fólkið sér framtíð, ef þaö hlýðir sínum innri röddum. Vandinn við að setja verk eins og þetta á svið felst aubvitað í því að finna æskilegt jafnvægi milli hráslagalegs raunsæis þess og groddaskapar annars vegar og tilfinningaseminnar hins vegar, þannig að hvoru tveggja sé til skila haldið en hvorugu of- gert. Þar viröist mér Hávar Sig- urjónsson hafa ratað rétta leið. Sýningin hélt dampi allan tím- ann, en um leið var hinum við- kvæmari þáttum sýnd full virð- ing. Leikmynd Stígs Steinþórs- sonar var líka haganleg umgjörb sýningarinnar, hiö allslausa bæli mæðgnanna blasir skýrt viö. En þetta kæmi allt fyrir lít- ið, ef áhöfn sýningarinnar, sjálft leikaraliöið, væri ekki jafngott og raun ber vitni. Hér er valinn maður í hverju rúmi. Mest mæðir á mæðgunum, Möllu sem Kristbjörg Kjeld leik- ur og Lóu sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur. Skemmst er frá að segja að báöar skila þær sínu með ágætum. Kristbjörg stendur á hátindi sem leikkona um þessar mundir og hefur unnið hvern sigurinn af öörum undanfarið, um leið og hún hef- ur fengiö að undirstrika fjöl- hæfni sína. Það er löng leiðin frá hinni rússnesku hefðarkonu í Kirsuberjagarðinum yfir í þessa aumkunarverðu, drykkfelldu og klæmnu léttlætisdrós. Hvoru tveggja skilar Kristbjörg meb prýði. Hér þarf hún aö leika á hrjúfari strengi en löngum fyrr, en hún nær líka aö sýna harm- inn yfir glötuðu lífi, sjálfsblekk- inguna og um leið samvisku- neistann þegar það rennur upp fyrir henni hve illa hún hefur brugðist dóttur sinni. Ólafía Hrönn er ein sú mikil- hæfasta í hópi ungra leikkvenna okkar og hún bregst ekki hér, hún á glæsilegan leik. Framan af, og raunar lengst af, segir hún næsta fátt. Stúlkan er lokuöinni í eigin hugarheimi ásamt plöt- unum sínum. Með látbragði, svipbrigðum, hreyfingum, tilliti tekst Ólafíu að gera persónuna ljóslifandi. Tökum til dæmis fyrstu framgöngu hennar á næt- urklúbbnum. Og svo syngur hún ágætlega, bæbi eftirherm- urnar og síðasta sönginn þegar einlægnin ríkir. Pálmi Gestsson hefur ágætt vald á Ragga Sagga og dregur upp einkar sannferðuga og um leið kómíska mynd af þessum ómerkilega flagara. Að vísu fannst mér síðasta innkoma hans, þegar hann birtist kjökr- andi í næturklúbbnum, ekki ná Olafía Hrönn lónsdottir sem Lóa. þeim áhrifum sem skyldi, og held raunar að því atriði sé of- aukið frá höfundarins hendi — það var engin þörf á að fylgja honum lengra eftir uppgjörið á heimili mæögnanna. Gervið á Ragnheiði Steindórs- dóttur er með slíkri list að hún er óþekkjanleg. Hún leikur feitu vinkonuna Siddý. Þessi trygg- lynda sykuræta, sem ekki bregst þegar á reynir, er bráðskemmti- leg í meðförum Ragnheiðar og eykur minnilegum þætti í hlut- verkasafn leikkonunnar sem hefur gert margt vel á síðustu árum. — Þá er Símon Hilmars Jónssonar. Hér er Hilmar bara feiminn piltur, ekki ungt tauga- flak eins og hann hefur leikið áður; þaö eitt sýnir á honum nýja hliö. Hilmar fer af góðri smekkvísi meb hlutverk Símon- ar og æskilegri hófstillingu. Ótalinn er þá aðeins Róbert Arnfinnsson sem leikur síma- mann, lítið hlutverk, og herra Bú næturklúbbseiganda. Róbert fer létt með þetta hvort tveggja, einkum er hann skemmtilegur í hlutverki herra Bús þegar hann bíður eftir Lóu og reynir aö teygja tímann. Maður vildi enn mega sjá Róbert í burðarhlut- verki í Þjóðleikhúsinu. Ótalinn er aðeins píanóleikar- inn Manólíto sem Jón Ólafsson leikur nánast orðalaust. — Leiknum var ágætlega tekið á frumsýningu og ekki vafi á ab sýningin á gott gengi framund- an, hefur alla möguleika til að öðlast hylli leikhúsgesta. Það þarf vissulega engum að leiðast sem leggur leið sína í Smíða- verkstæðið á næstunni til ab finna hinn ramma keim sem þetta verk veitir njótendum. ■ Kammertónleikar Kammermúsíkklúbburinn er allt- af að reyna að koma sér upp kvar- tett, og sannarlega væri óskandi að þau fjögur, sem spiluðu á 4. tónleikum vetrarins í Bústaða- kirkju 29. janúar, héldu áfram að spila saman. Þess er þó sennilega lítil von, því hér eru allir á þeyt- ingi fram og aftur, eða kennandi byrjendum í gríö og erg þangað til þeir geta varla staðið á fótun- um, og þess vegna erfitt að koma saman reglulega til að spila kammertónlist. Þennan prýðilega kvartett skipuðu systurnar Sigrún og Sigurlaug Eðvaldsdætur, 1. og 2. fiöla, Helga Þórarinsdóttir, lágfiðla, og Richard Talkowsky, knéfiöla. Öll eru þau félagar í Sin- fóníuhljómsveit íslands nema Sigrún. En þaö eru fleiri að spila kvar- tett hér, því á næstu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins spilar Bernardel-kvartettinn, sem skip- abur er fólki úr Sinfóníuhljóm- sveitinni, kvartetta eftir Beetho- ven, Sjostakóvitsj og Mozart. Þrjú verk voru á efnisskránni: Dúó fyrir fiðlu og lágfiðlu eftir Mozart (G-dúr KV 423), kvartett TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON eftir Jósef Haydn (B-dúr op. 74,4), og kvartett eftir Mozart (nr. 16 í Es-dúr, KV 428). Bæði Mozart- verkin eru frá árinu 1783: tví- leiksverkið er annaö tveggja slíkra sem hann samdi í Salzburg í júlí til að hjálpa Mikael Haydn úr klípu (hann gat ekki staðið við samning), en kvartettinn samdi Mozart sennilega í desember. í lok október var hann í Linz og hinn 31. skrifabi hann föbur sín- um: „Á þriðjudaginn, 4. nóvem- ber, ætla ég að halda konsert í leikhúsinu hérna, en með því að ég er ekki með eina einustu sin- fóníu með mér, er ég að semja nýja með ógnar hraða, því hún verður ab vera tilbúin fyrir tón- leikana..." Þetta var hin svo- nefnda Linz-sinfónía. Seinna um haustib og fyrri part vetrar samdi Mozart meðal annars Es-dúr kvar- tettinn, sem fluttur var á tónleik- unum í Bústaðakirkju og tónlist- arsagnfræbideild Kammermúsík- klúbbsins telur hafa verið frum- flutning hér á landi, hornkvin- tettinn, einn af hornkonsertun- um, Frímúrarakantötuna, fyni þátt óperunnar L'oca del Cairo (Gæsin frá Kairó), og nokkrar konsert-aríur, svo nokkuð sé nefnt. En meðan þessu fór fram geisuðu Móðuharðindin á is- landi, og reyndar hvolfdist eld- reykjarmóðan frá Skaftáreldum yfir Evrópu og þar með Vínarborg og Salzburg hinn 18. júní, daginn eftir að Konstanze eignaðist fyrsta barn þeirra, soninn Rai- mund Leópold, sem dó 2ja mán- aða gamall. Jósef Haydn var u.þ.b. eina tón- skáld Vínarborgar sem Mozart fór lofsorðum um, og Es-dúr kvart- ettinn er einn sex strengjakvart- etta sem hann tileinkaði Haydn, föður þessa tónlistarforms. En Haydn átti eftir að lifa nýtt blómaskeið eftir að Mozart dó (1791), og frá því blómaskeiði eru kvartettarnir sex op. 76 (1797- 99). Hér þykir Haydn rísa hvað hæst á sköpunarferli sínum, hátt á sjötugsaldri. Svo vel tekst hon- um til í B-dúr kvartettnum, að sumum þykir hann allt að því „mózartskur", en samt skal viður- kennt ab a.m.k. á tónleikunum í Bústaðakirkju náði Haydn-kvar- tettinn ekki alveg sömu hæð og kvartett Mozarts. En hver ætlast til þess? Sennilega átti Sigrún Eðvalds- dóttir verulegan þátt í því að nær því fór að Bústaöakirkja spryngi á tónleikunum (vegna fjölda tón- leikagesta), og örugglega átti hún mestan þátt í því hve prýðilegir tónleikarnir voru. Því hún hrífur meðleikara sína meö sér með krafti og fjöri — og ágætri spila- mennsku að sjálfsögðu. Og enda þótt Sigrún sé mikill „sólisti", þá sýndi hún berlega nú að hún er prýðilegur kammer-tónlistarmað- ur, því aldrei bar á tilburðum hennar né nokkurs annars til að yfirgnæfa eða skera sig úr — kvar- tettarnir tveir voru afar vel fluttir. Og dúóið sömuleiðis, að öðru leyti en því að mér þótti tónriinn í neðsta strengnum hjá Helgu í grófasta lagi. Nema Mozart hafi viljað hafa það svona, því í kammertónlist vildi hann helst spila á víóluna, og skrifaði þess vegna oft sérlega áhugaverðar raddir fyrir hana. Eins og fyrr sagði, gat þama ab heyra hið fínasta kammerspil, og væri óskandi að þau Sigrún, Sigur- laug, Helga og Richard Talkowsky héldu áfram að spila kvartett. Nóg eru verkefnin, og aðsóknin á þess- um tónleikum bendir til þess ab ekki muni áheyrendur skorta. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.