Tíminn - 07.02.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.02.1995, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. febrúar 1995 wKTllífHBllLgHjO. 11 Óvíst aö herir líberískra stríösherra, skipaöir unglingum og jafnvel börnum, hlýönist fyrir- mœlum foringja sinna um vopnahlé og af- vopnun Einhverntíma á s.l. ári var í blöðum sagt frá 11 ára líberískum dreng, sem oröinn var um 200 manna bani. Hjá honum verbur lítib úr norrænum fornköppum eins og Agli Skallagrímssyni og Vagni Ákasyni, sem einnig stund- ubu manndráp á barnsaldri. Eftir dreng þessum var haft ab hann væri orbinn leibur á vígaferlunum og vildi verba prestur, en forseti Nígeríu, „svæbisbundins stórveldis" Vestur-Afríku, veitti honum viburkenningu fyrir téb verk hans. Stríb hefur geisab í Vestur- Afríkuríkinu Líberíu, sem er heldur minna en ísland, síban í árslok 1989. Næstum helming- ur landsmanna, sem í stríðsbyrj- un voru um 2,5 milljónir tals- ins, hefur verið drepinn eða hrakist úr landi. Efnahags- og atvinnulíf er í rústum og stjórn- og grunnkerfi löngu búið ab vera ab mestu. í Monróvíu, höf- uðborg landsins, er atvinnu- leysið 90%. í stríðinu eigast við allmargir aðilar innlendir og herlið frá Nígeríu, sem svo heit- ir ab sé friðargæslulib. Berjast til ab berjast Nú er verið ab setja saman í Líberíu bráðabirgöaríkisstjórn með aðild a.m.k. sumra af stríðsaðilum. En vonir um ab þab leiði til sátta og friðar eru daufar. Stríbsherrar þeir, sem stjórna innlendum stríðandi flokkum, tóku einkum í heri sína ung- linga og börn (niður, í níu ára, að sögn eins fréttamanns), lík- lega einna helst vegna þess að stríbsmenn á þeim aldri eru af mörgum taldir einkar auðsveip- ir yfirmönnum sínum. En þetta fór þannig ab nú er svo komið að ekki aðeins virðast stríbsherr- arnir vera ab missa tökin á barn- ungum hermönnum sínum, heldur og kæra stríðsmenn þessir sig kollótta um hvað virð- ingarmenn ættbálka og leynifé- laga, sem frá fornu fari hafa ráð- ið miklu, hafa til málanna að leggja. Fréttamenn sumir lýsa ástandinu í Líberíu þannig, aö þar hafi ungmennin mikið til tekið ráðin af þeim fullorðnu — í krafti vopnanna sem þeir full- orbnu létu þeim í té. Meira ab segja ættbálkakerfið, sterkast alira félagsforma í Afríku sunn- an Sahara, er í upplausn af völd- um stríðsins. Stríösherrarnir berjast fyrir völdum og ráðum yfir aublind- um, en börnin í herjum þeirra berjast bara til þess að berjast, skrifar blabamaður vib The New York Times Magazine. Þau eru jafnan undir áhrifum eiturefna og heimabruggs. Hjartamenn Þab er með þetta í huga sem hinir og þessir abilar, hnútun- um kunnugir í Líberíu, efast um að stríðsdrengirnir hætti að berjast og láti af hendi vopn sín, þótt foringjar þeirra semji frib og skipi þeim ab afvopnást. Enda eru þab vopnin, sem gagn- tekið hafa ungmennin sjálfs- trausti og veitt þeim vald. Mörg þeirra eru munaðarlaus og eiga ekkert annab athvarf en stríbs- Börn ræna nígeríska herflutningaflugvél, sem hlekktist á í lendingu, og kœra sig kollótta um eld og sprengingahættu. Börn að taka völd? Stríösmenn Friöarráös Líberíu íbolum frá bandarískum hjálparstofnunum. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON flokkana. Skólakerfið þar, sem aldrei var upp á marga fiska, hefur stríðið rústað og vegna þverrandi virðingar ungmenn- anna fyrir þeim fullorðnu og upplausnarinnar af völdum stríðsins hafa ungmennin farið á mis við hefðbundið uppeldi og skólun hjá ættbálkunum. Flest þeirra telja líklega ab þau hafi ekki að neinu betra ab hverfa en stríbinu. Af sibum feðranna eru þaö galdrar, sem þau aðhyllast helst, og trúin á þá hefur magnast mjög með óöldinni. Mannát mun hafa tíðkast eitthvað þar- lendis samfara galdraiðkunum, og sá sibur hefur síbustu árin orðið algengur, að sögn er- lendra hererindreka og hjálpar- starfsmanna. Vissir galdramenn eru titlabir „hjartamenn" vegna þess að þeir nota mannshjörtu við særingar. Því er trúað ab hjarta, kynlimur, iljar, lófar og enni meiriháttar manns hafi í sér mikinn kraft er magni þá, sem leggi sér þetta tii munns vib galdraathafnir. Einn stríbsaðilinn, sem nefn- ist Líberíska friðarrábib (Liberi- an Peace Council, LPC), er þar að auki sagður stunda galdra og mannát þeim samfara í þjóbar- hreinsunarskyni — til að hræða á brott af vissum landsvæðum fólk af þjóbflokkum sem eru honum ekki að skapi. Víga- menn Fribarrábsins kvelja kannski lífið úr tveimur eða þremur þorpsbúum fyrir augun- um á hinum, neyða þá eftirlif- andi til ab sjóba hjörtu þeirra og kynlimi, borða þetta og festa e.t.v. ab lokum höfubkúpu ein- hvers þeirra drepnu upp á stöng til skrauts og viðvörunar. Þetta kvab oftast duga til að þorpsbú- ar yfirgefi heimili sín. Ofurstar og hers- höfbingjar Líbería var stofnuð af leys- ingjum frá Bandaríkjunum og meb aðstoð þaðan, hefur jafnan verið Bandaríkjunum undirgef- in og er enn tengd þeim á marg- an hátt. Samuel K. Doe, síðasti forseti Líberíu áður en hún leystist upp og kallabur eitthvab álíka stjórnandi og þeir Idi Am- in í Úganda og Bokassa Mib- Afríkukeisari, var í áliti hjá þeim Reagan og Bush og þábi af þeim hálfan milljarb dollara í efna- hagsaðstob, sem ekki mun hafa Höfuökúpa á stöng viö þorp eitt til aö hrœöa íbúa þess frá aö snúa þangaö aftur. Ungur hermaöur á veröi. komib landslýð að teljandi gagni. Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, fór eina af allnokkr- um friðarferðum sínum til Lí- beríu og kvað hafa reynt að styðja við bakið á einum stríðs- herranna, Charles Taylor ab nafni, á þeim forsendum aö Ta- ylor væri velmeinandi upp- reisnarmaður gegn vondum harbstjóra, Doe. Líberísku stríbsherrarnir eru flestir menntaöir í bandarískum skól- um, störfuðu sumir lengi í Bandaríkjunum og undirbjuggu þar uppreisnir í heimalandinu. Bandarískar hjálparstofnanir hafa reynt ab lina þjáningar í þessu stríðshrjáða landi og sést það á „einkennisbúningum" stríðsmannanna, bolum meb t.d. áletrubum heitum banda- rískra íþróttafélaga og auglýs- ingum. Framan á bolunum hafa ungherjar þessir svo hangandi í hálsbandi verndargripi, sem kannski eru í laginu eins og kynlimur og þeir trúa ab deyfi byssukúlur. Þeir nefnast nöfn- um á ensku sem minna á teikni- myndahefti úr Vesturheimi (jafnframt því sem þeir titla sig næstum allir ofursta og hers- höfðingja): General Jungle King, Colonel Evil Killer, Gener- al Monster, General War Boss, Colonel Action, General Mur- der. Engar horfur eru á að Banda- ríkin og heimssamfélagið sendi her til Líberíu til að koma á fribi. Óöldin þar hefur verið og er næstum gleymt stríð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.