Réttur


Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 72

Réttur - 01.10.1949, Blaðsíða 72
264 RÉTTUR Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari og Þorgrímur Tómasson gullsmiður á Bessastöðum, mágur Gríms, munu hafa verið aðalhvatamenn þess að norðurreiðarmálið var kært fyrir Rosenörn stiftamtmanni. En það gerði Ás- mundur Jónsson prestur í Reykjavík, tengdasonur þeirra Bessastaðahjóna. Kaldhæðni örlaganna má það kalla, að í febrúar 1850 gerðist sá atburður í Reykjavíkurkirkju eftir messu, að Sveinbjörn Hallgrímsson ritstjóri stóð upp og krafðist þess fyrir hönd flestra safnaðarmanna, að þeir fengju annan prest, því að þeir heyrðu ekki til séra Ás- mundar í kirkjunni! Varð þetta til þess að hann flutti sig nokkru síðar í annað prestakall. Þórður Jónsson yfirdómari í Landsyfirrétti var settur amtmaður í norður- og austuramtinu eftir Grím látinn. Fór hann norður laust eftir að þeir Gísli Konráðsson voru heim komnir úr Þingvallaför sinni. Segir Gísli* að Þórður hafi ekki þorað norður á meðan Skagfirðingar voru á fjöllunum. En ólíklegt er að Skagfirðingar hafi verið slíkir stigamenn í augum Þórðar, að hann teldi sér ekki óhætt fyrir þeim. Eitthvert fyrsta verk Þórðar í amtmannsembættinu, hefur verið að fyrirskipa rannsókn í norðurreiðarmálinu. Lárus Thorarensen, sýslumaður í Skagafjarðarsýslu baðst undan að fram- kvæma réttarrannsókn þessa. Hann hefur verið öllum hnútum kunnugur og vitað að um engar sakir var að ræða og auk þess gjörla vitað um hug almennings til þessa máls og samheldni norðurreiðarmanna. Þórður amtmaður skipaði Eggert Briem, sýslumann í Eyjafjarð- arsýslu rannsóknardómara í málinu. Lárus sýslumaður skrifaði Skagfirðingum og bað þá hlýða Eggerti eins og sjálfum sér. En norðurreiðarmenn höfðu samþykkt (á Karlsárfundi) að mæta ekki fyrir rétti, þó stefnt yrði. Ef * Æfis. bls. 299.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.