Réttur


Réttur - 01.01.1962, Page 16

Réttur - 01.01.1962, Page 16
16 R É T T U R Og vilja menn eiga undir því, þeim ættjarðar gröm verði rögn, og formælt þeim verði frá kyni til kyns eða kæfi þá gleymskunnar þögn? Vilja menn hlutskipti hreppa með þeim, sem hafa það verðskuldað nóg, að yfir þá kæmi biskupsins blóð, sem böðullinn sjötugan hjó? Virðist mönnum það vegarnest vera hvað frekast sér hent að liðinna feðra þykkja þung, sem þrautanna mest hafa kent, yfir þeim standi með ógnandi hefnd sem ógurlegt þrumuský, með viðbúinn sögunnar voðadóm? Eða vilja merm bíða eplir því, Að hrópað upp verði í himininn frá hafsströnd til öræfa lands af brennandi iiörmum það bænaróp frá brjósti hvers einasta manns: Guðs heipt yfir þá, sem nú hika sér við að heimta vorn rétt eins og menn! Guðs hefnd yfir þá, sem oss rétt’ hafa rænt og refjast að skila honum enn!

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.