Réttur


Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 7

Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 7
'það í mútur til spánskra auðmanna — gjalda skatt er- lendis og stela honum af alþýðu á laun, undir fölsku yfirskyni. Þeir hafa samþykkt landráðayfirlýsinguna til Eng- landsbanka á leynifundi á Alþingi — og fyrst meðgeng- ið, er Kommúnistaflokkurinn afhjúpaði hana. Þeir hafa gert landráðasamninginn við Þýzkaland og þrætt fyrir það, þrátt fyrir sannanir Kommúnistaflokks- ins, unz þeir nú gefast upp og reyna að koma skömminni hver á annan, þótt allir séu þeir samsekir. Hættan á að lancLráða-valdhafarnir á íslandi kóróni þessi svik sín við sjálfstæði landsins með því að gefa brezka auðvaldinu hér sérstök lagaleg réttindi (t. d. veð- setji tolltekjurnar eins og Magn. Guðm. o. fl.) er því yfirvofandi í sambandi við gjaldþrot eða þótt ekki væri nema stundargreiðsluþrot íslenzka ríkisins. Og þeir myndu með því hugsa sér að tryggja um leið völd sín •gagnvart íslenzku alþýðunni með því að hleypa brezka auðvaldinu þannig inn í ríkisvéin. Þetta myndi þýða, að imperíalisminn brezki fengi lagaleg völd í viðbót við hin fjárhagslegu — að íslenzki verkalýðurinn yrði ekki aðeins að heyja frelsisbaráttu sína gegn íslenzka ríkisvaldinu, heldur og því brezka — að baráttan yrði því margfalt lengri, harðari og fórn- frekari, að sínu leyti alveg eins og hún yrði gegn auð- valdinu innanlands, ef fasismi þess næði hér sigri. íslenzka alþýðan verður því að setja allan kraft á að hindra, að brezki imperíalisminn nái slíkum tökum hér, alveg eins og hún með öllu sínu þreki mun hindra að fasisminn nái hér sigri. En það er auðséð, að fái burgeisastéttin að fara sínu fram, þá rekur að þessu, jafnvel á næstu 2—3 árum. íslenzka burgeisastéttin stendur veik og háð gagnvart ærlenda auðvaldinu, mótspyrnan gegn henni magnast innanlands — og uppgjöfin verður „úrræði“ hennar. „Morgunblaðið“ spyr nú þegar, hvort síðasti áfanginn í íslenzku sjálfstæðisbaráttunni verði aldrei farinn. 127

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.