Réttur


Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 25

Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 25
mynd „Petersen og Bendel“, sem blístruð var niður í Berlín. Stormsveitirnar verða fyrir barsmíðum. En í þetta sinn gerðist hið óvænta: Fjöldinn lét ekki hrífast með. Almenningur snerist gegn þessum þorpur- um og Gyðingaofsóknum þeirra. Samkvæmt áreiðanleg- um fregnum urðu í fyrsta sinni á löngum tíma regluleg- ar götuóeirðir og barsmíðar, þar sem ofsóknahetjur naz- istanna voru sjálfir lamdir, svo að um munaði. Blaðið „Nationalzeitung“, sem gefið er út í Basel í Sviss, lýsir atburðunum á eftirfarandi hátt (15. júlí 1935): „Almenningur, einnig sá hlutinn, sem fylgir naz- istum, er búinn að fá nóg af þessum lögleysum. Hann skilur ekki slíkar ráðstafanir og þessar í ríki, þar sem leiðtogarnir tala svo mikið um reglu og skapfestu. Herferðin á hendur smákaupmönnunum af Gyðinga- ættum, sem á sumrin hafa ofan af fyrir sér með því að selja ís til hressingar og á veturna með gæsasölu, hefir í huga fólksins ósjálfrátt breytzt í ákveðið þjóð- félagsvandamál. Menn segja sem svo: „Þið brjótið allt og bramlið fyrir smágyðingunum, sem sjálfir berjast í bökkum, en þorið ekki að skerða hár á höfði stórgyðinganna, sem arðræna okkur“. Með orðinu „stórgyðingar“ er ekki aðeins átt við Gyðinga að ætterni og trúarjátningu, heldur líka hina kristnu og arísku stórkapitalista. Eins og kunnugt er, tala menn í Berlín ekki öðruvísi en undir rós. En menn skilja þó fullvel hverir aðra. Maður verður fljótt var við óánægju hins róttæka hluta stormsveitanna og varnar- sveitanna (SA og SS), sem fer sívaxandi í „Þriðja ríkinu“ og er að verða alvarlegur háski fyrir hina afturhaldssamari hluta nazismans, sem lifa á hinum feitu stöðum“. „Der Stiirmer“ gegn lögreglunni. En við getum þó bent á eitt vitni, sem er ennþá 145

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.