Réttur


Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 12

Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 12
Þýzkaland verður því í Evrópu flotaveldi jafn-öflugt og Bretland — og öflugra, því að mikið af brezka flot- anum eru gömul skip og úrelt, en skip Þjóðverja verða öll í samræmi við fullkomnustu kröfur nútímatækni. Hvað veldur þessum ákveðnu umskiptum brezku stjórnarinnar? Fyrst og fremst eru brezk-þýzku flotasamningarnir svar við öryggissáttmála þeim, sem Sovétríkin gerðu við Frakkland og Tjekkóslóvakíu fyrir skemmstu. Á af- stöðunni til þessa sáttmála má þekkja sundur vini og óvini friðarins. Hitler svaraði honum á sinn hátt með „friðarræðu“ sinni 21. maí, ræðu, sem smitaði öll af skjalli í eyru Breta og friðarmælgi gagnvart Vestur-Evrópu, en illa dulinni fjandsemi í garð Sovétríkjanna. Um leið og Hitler veifar friðarpálmanum í vestur, otar hann blóð- ugum brandi í austurátt. Og Bretinn skildi bendinguna. Baldwin lét svo um mælt, er hann heyrði ræðuna: „Orð Hitlers verðskulda samúð vora“. Og brezka blaðahysk- ið fékk fyrirmæli um, að útbásúna af öllum mætti „hinn einlæga friðarvilja“ fasistans. Hitler var skyndilega orð- inn að friðarpostula. Við slíkan var óhætt og sjálfsagt að semja. Þannig skyldu hugir fólksins búnir undir þetta nýj- asta fjörráð við heimsfriðinn. Hér er ,ekki einungis verið að ýta undir þýzka fas- ismann um að búast sem bezt til árásar á Sovétríkin — hér er jafnframt verið að ónýta síðustu leifar þeirra samþykkta, sem takmörkuðu sjóvígbúnað stórveld- anna. — Japanir hafa, eins og kunnugt er, sagt upp Washington-samningunum. Eftir brezk-þýzka flota- samninginn hafa nú Frakkar lýst yfir því, að þeir telji sig einnig óháða þeim samningum og þykist hafa rétt til að auka sinn flota, eins og þeim gott þykir. Italir hafa þegar ákveðið stórkostlega flotaaukningu. Og á eftir koma svo allir hinir. Aukin stríðshætta, stórum aukin ríkisútgjöld og þar 132

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.