Réttur


Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 10

Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 10
eftir að hafa aðrar mikilsverðar afleiðingar og að vísu ánægjulegri. Hann afsannar eins rækilega og á verður kosið allar þær villukenningar, sem reynt hefir verið að rökstyðja með þessari viðreisnarstefnu Eoosevelts. Á árunum fyrir kreppuna, þegar auðvaldinu hafði tekizt að festa sig í sessi til bráðabirgða, uppgötvuðu lærimeistarar sósíaldemókrata kenninguna um hinn ,,skipulagða kapítalisma“. Hinn skipulagði kapítal- ismi var, að þeirra sögn, síðasti áfanginn á leiðinni til sósíalismans, fordyrið að hinu sósíalistíska skipulagi. Auðvaldsskipulagið myndi af sjálfsdáðum vaxa fram til sósíalismans, byltingin var óþörf. Og þeir bentu á Bandaríkin sem ágætasta dæmið um hinn skipulagða kapítalisma. Ford varð þeirra spámaður. En svo kom kreppan, þessum herrum að óvörum. Og kreppan staðnæmdist engan veginn við túngarð Bandaríkjaauðvaldsins. Þetta klassíska land kapítal- ismans varð að stöðva helming framleiðslutækja sinna, reka fimmtán milljónir vinnandi manna út í hungurtilveru atvinnuleysisins. Nú voru dýr hin góðu ráðin. En þá kom Koosevelt, eins og engill af himnum of- an. Og hann varð nú óðara allra krata spámaður. •— Fimmáraáætlun Sovétríkjanna var þegar farin að bera .glæsilegan árangur, hafði vakið á sér athygli og vin- sældir verkalýðsins um allan heim. Hugmyndina mátti nota. ,,Áætlun“ varð kjörorð stýrimannanna á auð- valdsfleytunum. Roosevelt semur sína allsherjar áætl- un, Hitler sína fjögraáraáætlun og Alþýðuflokkurinn aðra fjögraáraáætlun. Og vissulega tókst að sannfæra margan sósíaldemókratískan verkamann um, að hér væri fundin leiðin, sem komið gæti í staðinn fyrir bylt- inguna, að hægt væri að reka þjóðarbúskap auðvalds- ins eftir allsherjar áætlun, verkalýðnum til hagsbóta. Með óförum Roosevelts er þessi fagri draumur á enda. Hvað á nú til bragðs að taka til þess að bjarga 130

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.