Réttur


Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 9

Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 9
þings ogstjórnar, hefir þannig með einu orði kollvarp- að hinu mikla skipulagsbákni, sem reist var á grund- velli þessarar löggjafar, og jafnframt reitt til rot- höggs að þeirri hugmyndalegu yfirbyggingu, sem upp af henni hefir vaxið. NIRA (New Industrial Recovery Administration), eins og þessi löggjöf Roosevelts var kölluð, var töfraþulan, sem koma átti þjóðarbúskap Bandaríkj- anna á réttan kjöl aftur í hafróti kreppunnar, með tilstilli opinbers eftirlits og alhliða skipulagningar. Þ.essari stórfelldu lýðblekkingu var ætlað að vinna fylgi verkalýðsmilljónanna, með því að fá þeim í orði kveðnu rétt til frjálsra fagsamtaka og heildarsamn- inga um kaupgjald, með því að lögfesta ákveðin lág- markslaun o. s. frv. Þessi réttindi voru þó í raun réttri lítið annað en pappírsákvæði, sem atvinnurekendur virtu að vettugi. í reyndinni var þessi löggjöf fyrst og fremst tæki til tryggingar sérréttindum ákveðinna hluta hringaauðmagnsins, eins og augljóst verður af þeirri staðreynd, sem tekin er eftir „British United Press“, að hún hefir á undanförnum tveim árum veitt ýmsum stóriðnaðarfyrirtækjum ríkisstyrki, er nema 9 milljörðum dollara, en það er þriðjungur af útgjöld- um Bandaríkjanna á stríðsárunum. Þrátt fyrir það hafa hinir mótsagnakenndu hags- munir Bandaríkjaauðvaldsins aldrei getað sameinazt um þessa löggjöf, sem hefir auk þess, af áðurnefndum ástæðum, mætt andstöðu yerkalýðsins. Þess vegna hef- ir hún nú verið látin niður falla. Öngþveiti það, sem þessi stefnubreyting hlýtur að skapa, getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir Bandaríkin, ekki aðeins innanlands, heldur einnig í utanríkismálum. Nægir í því sambandi að benda á hina nýju innrás Japana í Norður-Kína, sem einmitt var hafin fáum dögum eftir hinn örlagaríka hæsta- réttardóm. En þessi ósigur ,,viðreisnarstefnu“ Roosevelts á líka 129

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.