Réttur


Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 8

Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 8
frekju hennar og slettirekuskap, og minntu hana áy að til væri nokkuð sem héti einstaklingsfrelsi. Á slík- um dögum var hún ósköp mæðuleg á svipinn og ég kenndi í brjósti um hana, þegar hún kom inn til mín á kvöldin með drykkjarvatn til næturinnar, sýnilega. aðframkomin af þreytu og hnuggin yfir misskilningi fólks á nauðsynjaverkum hennar. Samt gat ekkert haldið ástríðu hennar í skefjum og sagan með börnin marg-endurtók sig, og að sjálfsögðu hækkaði gjaldið, sem hún varð að greiða börnunum fyrir þvottinn. Ég minntist einu sinni á þetta við hana, þegar fram af mér höfðu gengið skammir einnar móðurinnar og hót- anir um að sækja lögregluna, en hún svaraði engu öðru en þessu: Það má til með að þvo aumingjunum litlu. Ég vissi, að hún þvoði hingað og þangað út um bæ- inn, en af einhverjum ástæðum fór það smásaman minnkandi, að hún væri sótt til þess starfa, getur það þó ekki hafa verið af því, að hún innti ekki verk sitt vel af hendi, og er mér nær að trúa því, að hún hafi viljað þvo fleira, en ætlazt var til af vinnukaup- anda. Dagarnir liðu í meiri fábreytni, heldur en ég hafði gert mér vonir um. Ég sótti tíma mína samvizkusam- lega, en mér fannst ég læra sáralítið í þeim. Kenn- ari minn var maður við aldur og þótti góður málari, einkum fékkst hann við að mála andlitsmyndir af nafntoguðum mönnum og þeim, sem vildu borga fyrir slíkt, en hann var ekki að sama skapi góður kennari, eða svo fannst mér, því tilsögn hans var bæði lítil og útilátin í þóttafullum athugasemdum, það tjáði sjald- an að spyrja hann ráða, hann skipaði manni bara að fara eftir fyrirmyndinni og lesa litafræðina. Oft var hann sjálfur að mála í kennslustundunum og skipti sér þá bókstaflega ekkert af lærisveinunum. Þó var á þessu dálítill munur. í tímunum með mér voru tveir aðrir ungir menn og lagði hann talsverða rækt við þár 264

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.