Réttur


Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 28

Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 28
Hinar opinberu skýrslur sýna greinilega framfarir sovétlandbúnaðarins. Verðmæti heildarframleiðslunn- ar hefir síðan 1913 vaxið um einn fjórða, og landið^ sem ræktað er um þriðjung. Meðaluppskera síðustu fjögurra ára hefir verið allmikið hærri en fyrir stríðið. Sykurrófna- og hörframleiðsla hefir meira en tvöfald- azt og bómullarframleiðslan'sexfaldazt. Afleiðingar niðurskurðarins á krepputímabiii sam- yrkjuhreyfingarinnar eru samt ekki yfirunnar að fullu ennþá. Ennþá eru hestarnir helmingi færri en þeir voru fyrir þessa kreppu og lítið meira af geitum og sauðfé. Kúatalan er aftur á móti orðin eins há og- áður og svínræktin er þegar orðin meiri en áður. En ekkert styrkti þó eins sannfæringu mína um heilbrigðan kjarna þjóðarbúskaparins eins og tækni- og menningarstarfið, sem ég sá í landbúnaðinum. Jóhann Jósepsson þýddi. Halldór Kiljan Laxness: Daglelð á f jöllum. Eftir Jóhannes úr Kötlum. Mæddur af margra vikna regni, þjáður af sumar- leysinu, kem ég til bæjarins -— og í sama bili er stung- ið að mér stærðarbók: Dagleið á fjöllum. Jæja, kann- ske maður reyni að hressa sig upp og fylgjast með. Leiðsögumaðurinn er Halldór Kiljan Laxness. Það er hinn undarlegi fjallgarður mannlegs lífs,. sem yfir er að fara, hér er stiklað á hólum og tind- um samtíðarinnar og horft niður í gjár og hyldýpi, og allt verðu *■ þetta nýstárlegt og stórkostlegt undir handarjaðri hins skyggna leiðsögumanns og yfir manni vakir gagnsær blámi snillinnar, — þessi dag- leið er allt í einu orðin eina eftirminnilega sólskins- stundin á sumrinu. 284

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.