Réttur


Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 12

Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 12
bergi, sem ég aðeins einu sinni áður hafði komið í. Svo áttaði ég mig á því, hvað það var, sem ég sakn- aði. Allar sápurnar hennar voru horfnar. Þeim hafði á einn eða annan hátt verið útrýmt, og nú stóð lík- kistan á langa borðinu undir glugganum. Ég vissi, að þetta mundi verða fátækleg útför og var að velta því fyrir mér, hvort ég ætti ekki að kaupa nokkur blóm og láta þau á kistuna. En ég minntist þess ekki að hafa nokkru sirini séð hjá henni blóm, eéa heyrt hana tala um blóm. Ég ákvað því að hætta við það, en fór að lokinni athöfninni út í bæ, stað- ráoinn í því að heiðra á einhvern hátt minningu kon- unnar sem þvoði. Seint um kvöldið læddist ég inn í herbergi hinnar framliðnu. Það var beygur í mér, ég'hafði hjartslátt og fannst ég vera að fremja eitthvert ódæði. Samt var ég ákveðinn í því að framkvæma hugmynd mína. Það átti að jarða morguninn eftir, og ég hafði tekið að mér að sjá um friðhelgi hinnar önduðu yfir nóttina. Ég þurfti því ekki að óttast að neinn kæmi að mér, þar sem ég í raun og veru var að rjúfa þessa friðhelgi. En ég var ákveðinn. Þetta var hið eina rétta. Ég tók skrúfjárn upp úr vasa mínum, eins og inn- brotsþjófur, og skrúfaði lokið af kistunni. Þarna lá hún, konan sem þvoði, með sveitadúk yfir úttauguðu andlitinu og beinaberar hendurnar krosslagðar á brjóstinu. Þessar hendur mundu aldrei þvo framar. Þær, sem alltaf höfðu verið reiðubúnar til þess að halda öllu hréinu, jafnvel í óþökk annarra, voru nú stirðnaðar fyrir fullt og allt. Síðan tók ég umbúðirnar utan af böggli, sem ég hafði haft meðferðis, og lagði innihaldið varlega á brjóst líksips. Það var stór, ilmandi sápa, sú dýrasta og bezta, sem ég hafði getað fengið í borginni. Að því búnu skrúfaði ég lokið á kistuna aftur. 268

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.