Réttur


Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 27

Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 27
Lífið í sveitaþorpunum heldur sér og einstakir bændabæir (sem stöðugt er reist meira og meira af), en það eru byggð sameiginleg dagheimili fyrir börnin, til þess að konan geti verið frjáls, og sameiginlegir skemmtistaðir, til þess að hægt sé að njóta frítímans betur. Laun meðlimanna ákveðast af „normum", en það eru ákveðin vinnuafköst, sem miðr uð eru við sjöstunda vinnudaginn. Þau eru borguð út í korni, grænmeti, ávöxtum, fóðurefnum og pening- um. Árið 1936 var meðalfjöldi vinnudaga 350. Ég hefi reiknað út verðmæti meðaltekna bænd- anna, miðað við verðlag á staðnum. Útkoman varð 216 rúblur á mánuði, sem er ekki svo mikið lægra en meðallaun verkamanna í borgunum. Á þessu ári koma tekjurnar til með að verða meiri vegna hinnar óvenjumiklu uppskeru, og munu komast upp í 320 rúblur á mánuði. Öll samyrkjubúin afhenda ríkinu ákveðið magn af korni af hverjum hektar, sem ræktaður er og fá fyrir það ákveðið verð. í uppskeruári eins og þessu er korn- magn það, sem þeir selja þannig aðeins um tíundi hluti þess, sem hver hektar gefur af sér. Ef uppskeran verður slæm, eða samyrkjubúið hefir unnið illa og ekki sáð eða uppskorið rétt, þá getur það valdið meðlimunum örðugleikum. Ef óhöpp koma fyrir hjálpar ríkið. En slæm vinna leiðir af sér hina stföngu hegningu skortsins. Nú hafa menn varaforða á hverjum stað til þess að taka af ef uppskeran bregzt. En vísindalegum aðferðum er nú beitt til þess að draga úr hættunni á uppskerubresti og skuggi hungursins fjarlægist stöð- ugt meira. Á ríkisbúi einu, sem ég heimsótti nálægt Rostov, voru lægstu laun 200 til 250 rúblur á mánuði með ieigulausri íbúð. En hæstu laun faglærðs vélamanns voru 1500 rúblur. Einnig þar hefir hver verkamaður sína eigin kú, svín, hænsn og garð. 283

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.