Réttur


Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 24

Réttur - 01.10.1937, Blaðsíða 24
landi eru engir eigendur að neinum eymdarbrökk- um. Lægst launuðu verkamennirnir þurfa oft ekki að borga nema tvær eða þi'jár rúblur á mánuði í húsa- leigu, sem er nálægt tveimur hundraðshlutum af tekj- um þeirra. Auk þess borgar sá, sem hefir lág laun, minna fyrir sömu íbúðarafnot en hinn, sem betri laun hefir. Ljós, vatn og gas er mjög ódýrt. Maður, sem ég talaði við, vann sér inn 225 rúblur á máríuði og borg- aði aðeins 70 kopeka (aura) fyrir ljós. Lægst launuðu sovétverkamennirnir, — algerlega ólærðir verkamenn, — fá um 125 rúblur í mánaðar- laun. Á meðan börnin eru ung, eru þau á dagheimili fyrir mjög lágt meðlag og fá þar góða hjúkrun og að- hlynningu. Börn, sem líði af næringarskorti, eru ekki til. Þá er slíkur verkamaður einnig meðlimur í klúbb, þar sem hann á aðgang að öllum hugsanlegum skemmtunum sér að kostnaðarlausu. Auk þess getur hann fengið ódýran mat á vinnustaðnum. Öll fjöl- skyldan hefir möguleika til að dvelja eina viku eða meira á hvíldarheimili að sumrinu sér að kostnaðar- iausu. Bæði hjónin hafa tryggan vinnustað. Þau hafa öll slíilyrði til að öðlast menntun. Ef þau verða veik, fá þau ókeypis beztu hjúkrun og auk þess hafa þau góða ellitryggingu. Ég hefi með vilja fyrst lýst kjörum lægstlaunaða fólksins. En á þessu ári eru meðallaun um 270 rúblur á mánuði. Ef konan vinnur einnig, eru tekjur fjöl- skyldunnar helmingi hærri. Með þessum launum er afkoman strax nokkuð önnur. Það er hægt að veita sér ýmsan óþarfa og safna fyrir fötum. Slík f jölskylda hefir nóg að eta og drekka og nóga peninga til að eyða í frítímum. En öryggið, sem þetta fólk hefir, er þó fyrir öllu. Sovétstjórnin hefir lýst yfir því, að í Rússlandi sé ekki til atvinnuleysi. Allir, sem ég spurði, staðfestu þetta. 280

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.