Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 55

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 55
Sprengjugigar i akurlendi. grípur auðvald Bandaríkjanna til þess ráðs að flytja að vísu marga hermenn burt, en hótar í bræði hins volduga aðila með illa málstaðinn að myrða þjóðina fátæku og gereyða land hennar, ef hún láti sig tapa. hryðjuverk tæknivaldsins Napoleon kvað gildi siðferðisþreks hermanna í stríði í hlutfalli við vopnin sem 3:1. Það er í krafti siðferðisþreks víetnömsku þjóðarinnar að hermenn hennar vinna sigur. — Og nú er sem hervald Bandaríkjanna segi við þá: Ef þið ekki lofið okkur að sigra, svo við höldum metnaði vorum, skulum við myrða fjölskyldur ykkar heima fyrir, svíða skógana, eitra akrana, sprengja stifl- urnar svo þið farist öll. Það eru þessi hryðjuverk, sem nú er tekið að fremja, villimannlegasta múgmorða- og eyðilegg- ingarherferð, sem þekkst hefur í nokkru stríði. Bandaríkjamenn hafa látið sprengjum rigna yf- ir Víetnam. Þýzka vikuritið „Spiegel" telur að 6 milj. smálesta af sprengjum hafi verið varpað yfir þetta litla land. I Kóreu-stríðinu köstuðu Bandaríkin einni miljón sprengja yfir Kóreu, í síðari heimsstyrj- öldinni tveim miljónum sprengja yfir óvinalöndin. Bandarísku prófessorarnir Pfeiffer og Westing, sem rannsökuðu slíkar aðgerðir í Suður-Vietnam á síðasta ári, telja að síðan 1965 hafi alls 13 milj- ón smálesta skotum (sprengjum og öðrum) verið varpað yfir Indó-Kína, — það samsvarar sprengju- mætti 450 kjarnorkusprengja þeirrar tegundar, sem Bandarikjamenn vörpuðu á Hiroshima. 80% þessa sprengjumagns var varpað á Suður-Víetnam og skildu þar eftir 21 miljón sprengjugíga, — og það á landi, sem er að stærð sem hálfur Noregur. Ein einasta flugferð flugvélahóps af B-52-gerðinnl, veldur 750 sprengjugigum á svæði, sem er kíló- meter á breidd og fimm kílómetrar á lengd. Þegar sprengjuflugvélar Bandaríkjanna i fyrra fóru fimm slíkar eyðileggingarferðir á dag, gerðu þær 3750 nýja gíga á hverjum degi, 100.000 á mánuði. Aðeins 5 til 8% sprengjanna er varpað á hernaðarlega mikilvæga staði, hitt fer til að eyðileggja alla lifsmöguleika i landinu til langframa. Og þetta er það Suður-Víetnam, sem Bandaríkin þóttust ætla að vernda gegn „vondum kommúnistum" en eyði- leggja nú sjálf. — Rannsókn amerisku prófessor- anna birtist I vísindablaðinu „Scientific American“. Skógar og hrísekrur Víetnam eru viða jafn eyði- 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.