Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 49

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 49
svo að almenningur fái rœktað heilsu sína og þroskað hæfileika sína. Ennþá síður sér einkaauð- magnið sér hag í að sjá mönnum fyrir hlutlægri fræðslu og tækifærum til virkrar tómstundaiðju; þvert á móti þarf það á að halda óvirkum og leiði- tömum fjölda neytenda, er fylgi skipulögðum tízkustraumum og þeim flóttaleiðum sem afþrey- ingariðnaður „mormenningarinnar" (mass culture) býður upp á. FORSENDUR OG TILGANGUR STEFNUMÓTUNAR í EFNAHAGSMÁLUM Stefna Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum felur I sér í fyrsta lagi almenna forskrift í úrræð- um, sem vefengja og takmarka efnahagslegt for- ræði borgarastéttarinnar, meðan hagkerfið hvílir enn á kapítalískum grunni, þar sem þessi úrræði miða jafnframt að því að bæta lífskjör almennings, efla réttinda- og kjarabaráttu verkalýðsstéttarinnar °g styrkja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. I öðru lagi felast í efnahagsstefnunni drög að stofn- un annars hagkerfis, er tæki við af auðvaldsskipu- laginu, þegar pólitísku forræði borgarastéttarinn- ar hefði verið hnekkt. Við mótun þessarar stefnu er flokknum nauð- syn að skoða gaumgæfilega náttúrufars- og tækni- grundvöll rikjandi hagkerfis á Islandi, stéttaraf- stæður þess og innra gangverk kerfisins. I því starfi veita þjóðfélagskenningar Karls Marx og annarra sósíalískra fræðimanna flokknum þýðing- armikla leiðsögn. náttúruskilyrði OG ATVINNUVEGIR Skipulag og gerð sjálfs þjóðfélagsins ræður mestu um viðgang efnahagslífsins, en ýmis ytri einkenni þess og viðfang efnahagsstarfseminnar eru þó undir náttúruskllyrðum komin. Á Islandi finnast ekki þau náttúrugæði, sem voru undirstaða iðnvæðingar á 19. öld. En iðnbylting þessarar aldar er ekki nema að litlu leyti bundin þeim gæðum, t.d. kolum og járni. Fyrir iðnvæðingú á okkar tímum hefur hagnýting vísindalegrar þekk- ingar úrslitaþýðingu. Þjóðfélag sem vinnur mark- visst að því að bæta verkkunnáttu og framleiðslu- tækni getur hæglega bætt sér upp skort á þeim náttúrugæðum, er fyrri iðnvæðing byggðist á. Náttúra Islands er gjöful, ef þjóðin kann að hagnýta sér gæði hennar. Þar skiptir meginmáli að landið liggur miðsvæðis á auðugum fiskimiðum. Sjávarútvegurinn er því lang mikilvægasta atvinnu- grein landsmanna, enda er hann búinn tiltölulega fullkomnum atvinnutækjum og nýtur gamaigró- innar verkkunnáttu landsmanna. Alhliða efling sjáv- arútvegsins hlýtur að sitja í fyrirrúmi í atvinnu- málum, enda er það í eðlilegu samræmi við at- vinnuhefðir í landinu og með þeim hætti er auð- veldast að safna í sjóði til annarrar atvinnuupp- byggingar, iðnþróunar og eflingar menningarlegri þjónustustarfsemi I landinu. Verzlunarviðskipti landsins eru tiltölulega mikil og helgast það af því, að landið skortir hráefni í mestallan nútíma framleiðslubúnað (fjárfestingar- og rekstrarvörur). Af þessu leiðir einnig, að framleiðslu á þeim fjölbreytilegu neyzluvörum, sem nútíma menning- arlíf krefst, eru þröngar skorður settar. Þessar að- stæður krefjast þess, að allir möguleikar til út- flutnings séu nýttir, svo að þjóðin hafi efni á mikl- um innflutningi. Islendingum er því nauðsyn að efla útflutningsframleiðsluna með því að vinna til fullnustu úr sjávarfangi og öðrum innlendum hré- efnum. Sérstaklega ber þeim að kappkosta vinnu- aflsfreka atvinnustarfsemi, sem kallar á almenna tæknimenntun og verkkunnáttu. Með skipulegri beitingu vísindalegrar þekkingar geta islendingar opnað ný athafnasvið og nýtt gæði lands og sjáv- ar á fjölbreyttari hátt. Þessari stefnu fylgja auknar kröfur um tækni- og verkmenntun í skólum lands- ins, enda er efling skólakerfis eitt veigamesta at- riði efnahagslegrar framsóknar. Með hliðsjón af gildi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúskapinn er Islendingum lífsnauðsyn að tryggja sér óskoruð yfirráð yfir landgrunninu og hafsvæðum þess, svo að þeir geti nýtt fiskistofn- ana án rányrkju. Skapa þarf ný viðhorf til lands- nytja og nýtingar þeirra, þannig að sifellt verði aukið við lífsmagn náttúrunnar, en aldrei á það 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.