Réttur


Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 63

Réttur - 01.07.1972, Blaðsíða 63
 HVERT STEFNIR? „Enginn af beztu vísindamönn- um vorra tíma veit hvert vísindin eru að leiða okkur. Við þjótum áfram sem í járnbrautarlest; með sívaxandi hraða þýtur þessi lest áfram eftir teinum; við höfum ekki hugmynd um hve skifti- teinarnir eru margir né hvert þeir leiða. I stjórnarhúsi eimreiðarinn- ar er ekki einn einasti vísinda- maður, skiftiteinunum stjórna ef til vill einhverjir illir andar (dem- ons). I aftasta vagninum er, — horfandi inn í fortíðina — meiri- hluti mannfélagsins." Ralph Lapp, frægur bandarískur vísindamaður. „Fiskarnir kafna, í kröbbum, humrum og öðrum sjávarverum uppgötva menn meir og meir krabbamein og aðra sjúkdóma, sem stafa af mengun umhverfis- ins. Óhreinkun sjávarins hefur I siauknum mæli valdið ferli, sem ógnar því jafnvægi sem náttúran skóp og hélt við lengst af. Þessi tímasprengja getur sprungið, þeg- ar engin leið liggur lengur til baka. Það er efasamt að mann- kynið geti lifað á jarðhnetti dauðra hafa". Michael Harwood í New York Times (Magazine Section) 24. okt. 1971. EYÐING ÞORSKSTOFNSINS „Það er samdóma álit fiskifræð- inga i 8 löndum beggja megin Atlanzhafs, að þorskstofnar At- lanzhafsins séu fullnýttir eða of- veiddir og nauðsyn beri til að létta á sókninni i þá, ef ekki á illa að fara. Þetta á ekki hvað sizt við um íslenzka þorskstofninn. Dánarorsök nytjafiska er fyrst og fremst veiði, og sóknina í stofn- inn má t.d. marka af því, hve ár- leg dauðsföll í stofninum hafa vaxið. Á árunum milii heimsstyrj- aldanna dóu um 45% af stofn- inum árlega, á stríðsárunum lækk- uðu dauðsföllin í 37% árlega, en ukust síðan stöðugt, og er nú svo komið, að 70% hins kyn- þroskaða hluta stofnsins deyja árlega. Þetta er hærri dánartala en í öðrum þorskstofnum Norð- ur-Atlanzhafs, og kann ég ekki dæmi þess, að nokkur fiskstofn þoli slíka sókn til langframa. Vegna þessarar auknu sóknar, sem er nú orðin meiri en við- koma stofnsins, fer fiskurinn sí- fellt smækkandi, fleiri og fleiri fiska þarf í tonnið og vinnsla hvers tonns verður sífellt dýrari. Á meðfylgjandi mynd* er sýndur hundraðshluti þorsks eldri en 10 ára i vertíðarafla Islendinga síð- an 1928, en aðeins eru nokkur ár valin til skýringar. Árið 1928 var rösklega helmingur aflans fiskur * Mynd sú, sem hér er vísað til er á bls. 133 i þessu hefti. eldri en 10 ára, en árið 1938 var um 35% á þessum aldri. Á stríðs- árunum fékk þorskurinn talsverða hvíld og að loknu striði var hann vænni en áður, og árið 1948 var yfir 60% fisksins í aflanum eldri en 10 ára, stór og vænn fiskur. En nú hailar fljótt á ógæfuhlið, og árið 1958 er aðeins um 20% aflans fiskur eldri en 10 ára, og árin 1971 finnst ekki svo gamall fiskur í aflanum; hann nær ekki 10 ára aldri. Sá stóri og væni þorskur, sem var uppistaða afl- ans árin 1928 og 1948, er nú ekki lengur til, hann er veiddur á yngri aldri sem smærri fiskur. Það verður nú hlutverk okkar Islendinga að rétta þorskstofninn við, en það verður að mínu viti ekki gert á annan veg en þann að hafa skynsamlega stjórn á veið- unum, og hér duga engin vett- lingatök". (Ingvar H; llgrimsson, fiskifræðingur (I Þjóð- vilijanum 1. sept. 1972). HAGVÖXTUR OG LÍFSHAMINGJA. Úr ræðu Magnúsar Kjartanssonar, ráðherra, fluttri á norrænu sveitastjórnarþingi 20. júni 1972: „Allt fram undir síðustu ár hafa menn litið á kenninguna um gagn- semi hins endalausa hagvaxtar sem óumdeilanleg sannindi. Þó hafa sumir um skeið dregið I efa að hin háþróuðu iðnaðarsamfé- lög okkar tima væru að þróast i átt til vaxandi fullkomnunar frá mannlegu sjónarmiði séð. Kenn- ingin um gagnsemi hins stöðuga hagvaxtar hefur haft ákaflega við- tæk áhrif innan þessara þjóðfé- laga, einnig á lífsviðhorf og gildis- mat manna. Á sama hátt og þjóð- arframleiðslan átti stöðugt að auk- 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.