Réttur


Réttur - 01.07.1972, Side 49

Réttur - 01.07.1972, Side 49
svo að almenningur fái rœktað heilsu sína og þroskað hæfileika sína. Ennþá síður sér einkaauð- magnið sér hag í að sjá mönnum fyrir hlutlægri fræðslu og tækifærum til virkrar tómstundaiðju; þvert á móti þarf það á að halda óvirkum og leiði- tömum fjölda neytenda, er fylgi skipulögðum tízkustraumum og þeim flóttaleiðum sem afþrey- ingariðnaður „mormenningarinnar" (mass culture) býður upp á. FORSENDUR OG TILGANGUR STEFNUMÓTUNAR í EFNAHAGSMÁLUM Stefna Alþýðubandalagsins í efnahagsmálum felur I sér í fyrsta lagi almenna forskrift í úrræð- um, sem vefengja og takmarka efnahagslegt for- ræði borgarastéttarinnar, meðan hagkerfið hvílir enn á kapítalískum grunni, þar sem þessi úrræði miða jafnframt að því að bæta lífskjör almennings, efla réttinda- og kjarabaráttu verkalýðsstéttarinnar °g styrkja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. I öðru lagi felast í efnahagsstefnunni drög að stofn- un annars hagkerfis, er tæki við af auðvaldsskipu- laginu, þegar pólitísku forræði borgarastéttarinn- ar hefði verið hnekkt. Við mótun þessarar stefnu er flokknum nauð- syn að skoða gaumgæfilega náttúrufars- og tækni- grundvöll rikjandi hagkerfis á Islandi, stéttaraf- stæður þess og innra gangverk kerfisins. I því starfi veita þjóðfélagskenningar Karls Marx og annarra sósíalískra fræðimanna flokknum þýðing- armikla leiðsögn. náttúruskilyrði OG ATVINNUVEGIR Skipulag og gerð sjálfs þjóðfélagsins ræður mestu um viðgang efnahagslífsins, en ýmis ytri einkenni þess og viðfang efnahagsstarfseminnar eru þó undir náttúruskllyrðum komin. Á Islandi finnast ekki þau náttúrugæði, sem voru undirstaða iðnvæðingar á 19. öld. En iðnbylting þessarar aldar er ekki nema að litlu leyti bundin þeim gæðum, t.d. kolum og járni. Fyrir iðnvæðingú á okkar tímum hefur hagnýting vísindalegrar þekk- ingar úrslitaþýðingu. Þjóðfélag sem vinnur mark- visst að því að bæta verkkunnáttu og framleiðslu- tækni getur hæglega bætt sér upp skort á þeim náttúrugæðum, er fyrri iðnvæðing byggðist á. Náttúra Islands er gjöful, ef þjóðin kann að hagnýta sér gæði hennar. Þar skiptir meginmáli að landið liggur miðsvæðis á auðugum fiskimiðum. Sjávarútvegurinn er því lang mikilvægasta atvinnu- grein landsmanna, enda er hann búinn tiltölulega fullkomnum atvinnutækjum og nýtur gamaigró- innar verkkunnáttu landsmanna. Alhliða efling sjáv- arútvegsins hlýtur að sitja í fyrirrúmi í atvinnu- málum, enda er það í eðlilegu samræmi við at- vinnuhefðir í landinu og með þeim hætti er auð- veldast að safna í sjóði til annarrar atvinnuupp- byggingar, iðnþróunar og eflingar menningarlegri þjónustustarfsemi I landinu. Verzlunarviðskipti landsins eru tiltölulega mikil og helgast það af því, að landið skortir hráefni í mestallan nútíma framleiðslubúnað (fjárfestingar- og rekstrarvörur). Af þessu leiðir einnig, að framleiðslu á þeim fjölbreytilegu neyzluvörum, sem nútíma menning- arlíf krefst, eru þröngar skorður settar. Þessar að- stæður krefjast þess, að allir möguleikar til út- flutnings séu nýttir, svo að þjóðin hafi efni á mikl- um innflutningi. Islendingum er því nauðsyn að efla útflutningsframleiðsluna með því að vinna til fullnustu úr sjávarfangi og öðrum innlendum hré- efnum. Sérstaklega ber þeim að kappkosta vinnu- aflsfreka atvinnustarfsemi, sem kallar á almenna tæknimenntun og verkkunnáttu. Með skipulegri beitingu vísindalegrar þekkingar geta islendingar opnað ný athafnasvið og nýtt gæði lands og sjáv- ar á fjölbreyttari hátt. Þessari stefnu fylgja auknar kröfur um tækni- og verkmenntun í skólum lands- ins, enda er efling skólakerfis eitt veigamesta at- riði efnahagslegrar framsóknar. Með hliðsjón af gildi sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúskapinn er Islendingum lífsnauðsyn að tryggja sér óskoruð yfirráð yfir landgrunninu og hafsvæðum þess, svo að þeir geti nýtt fiskistofn- ana án rányrkju. Skapa þarf ný viðhorf til lands- nytja og nýtingar þeirra, þannig að sifellt verði aukið við lífsmagn náttúrunnar, en aldrei á það 177

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.