Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 39

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 39
Mynd frá Höfn 1909: Frá vinstri til hægri. Fremri röð: Guðlaug Ólafsdóttir, María Ólafsdóttir (kona Rikarðs), Björg Stefánsdóttir frá Stakkagerði, móðir þeirra systra, Elísabet Ólafsdóttir. Aftari röð: Ólafur Hvanndal, prentmyndagerðarmaður, Sumarliði Halldórsson skógfræðingur, Ríkarð, Guðjón Baldvinsson, Guðjón Samú- elsson, síðar húsameistari ríkisins. sonar að syngja „En þeir fólar er frelsi vort svíkja" (Islendingabrag). — Þeir Guðjón og Ríkarð- ur höfðu kynnzt á heimili Bjargar Stefánsdóttur frá Loðmundarfirði, en dóttir hennar María varð síðar kona Rikarðs. Guðjón vildi að Rikarður gæfi sig að heimspeki. Hefur Guðjón vafalaust haft mikil áhrif á Ríkarð um þjóðfélagsmál eins og aðra, er hann umgekkst. Guðjón hefur ferðazt allmikið þessi tvö sumur 1909 og 1910. Hann var í Noregi, getur þess síðar að hann hafi ferðazt þar um ættland Þorsteins Svarfaðar. Þá hefur hann farið í námsferð til Þýzkalands, verið fyrri part sumarsins 1910 hjá Guðmundi Hlíðdal í Heiligenstadt í Þýzkalandi, skoðað Berlínarborg á norðurleiðinni, en eftir eftir nokkra dvöl í Höfn farið á norrænan kennara- fund í Stokkhólmi. Lýsing Sigurðar Nordal á dvöl hans í Slotsskogen er fögur og skáldleg í senn, þrungin skilningi og innlifun vinarins og skáldsins i hugarheim Guðjóns, þá hann átti ekki heilt ár ólifað. Síðan er haldið heim. Nú beið Guðjóns föst kennarastaða við skólann á Isafirði. Hann gat farið að gefa sig að þeim málum, sem hann hafði mestan áhuga á. Á ÍSAFIRÐI 1910—11 Guðjón Baldvinsson kemur til Isafjarðar með skipinu „Ceres" 11. september 1910 til þess að hefja kennslu við barna- og unglingaskólann þar. Isafjörður er þá sem löngum síðar róttækur bær, íbúar um 1800. Áhrifa Skúla Thoroddsen gætir þar enn í ríkum mæli þó hann sé sjálfur fluttur suður. Náið samband er milli róttækninnar í sjálfstæðis- málunum og þjóðfélagsmálunum, sem einkum kom þá fram í baráttunni við kaupmannavaldið. Guðmundur Guðmundsson („skólaskáld") hafði 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.