Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 34

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 34
verið uppstökkur, en var heitasti og einlægasti vinur vina sinna. Tilfinningar hans komu fram í öllum skoðunum hans á skólamálum og landsmál- um. Frelsi og sjálfstæði voru hugsjónir, sem snemma heilluðu hug hans, og hann var alitaf að finna yzt i vinstra fylkingararmi.11 Meðal annara skólabræðra Guðjóns má nefna þá Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi og Andrés Björnsson skáld. Guðjón gerðist á árunum 1903—4 eldheitur land- varnarmaður og var það alla tið. En honum varð jafnframt Ijóst að meira þurfti að gera en að afla landinu sjálfstæðis. Þeir Sigurður voru saman í 2. og 4. bekk. Fór Guðjón þá úr skóla og las utan hans og tók stúd- entspróf 1905 með I. einkunn. Meðal þeirra er þá tóku próf, voru Andrés Björnsson, Páll Eggert Ölason, Ölafur Lárusson og Baldur Sveinsson. Þeir Sigurður Nordal og Jón Sigurðsson tóku stúdents- próf 1906. í HÖFN Guðjón Baldvinsson siglir haustið 1905 til Kaup- mannahafnar, 22 ára að aldri, og dvelur erlendis til 1908. I Kaupmannahöfn er á þessum árum allmikið rót í almennum stjórnmálum. Hinn sósíalistíski flokkur danskra verkamanna, Sósíaldemókrataflokkurinn, sækir drjúgum á í kosningum á þessum tíma, i þingkosningum 1903 fær flokkurinn 16 þingmenn og 1906 24 þingmenn og í Kaupmannahöfn hefur hann í samvinnu við róttæka náð meirihluta í bæj- arstjórn. Hetjusaga danskrar verkalýðshreyfingar ,,Pelle Erobreren" eftir Martin Anderson Nexö er að koma út á þessum árum .Ungum áhugamanni frá Islandi, sem tök hefur á aðalheimsmálunum auk norrænna mála, stendur nú opið að kynna sér róttækar hugmyndir, ekki sízt í þjóðfélagsmálum. Ekki er kunnugt hvort Guðjón hefur haft nokkur sambönd beint við danska sósíalista á þessum árum, en meðal Islendinga verða öll kynni af hon- um til að vekja menn til að hugsa um þjóðfélags- mál. Guðjón var maður mælskur vel, ræddi mikið við menn og var hugkvæmur með afbrigðum. I upphafi þessarar greinar var frá því sagt hver áhrif hann hefði haft á þá Ólaf Friðriksson og Jónas frá Hriflu, en þeir voru ekki þeir einu. Rikarður Jónsson myndhöggvari var einn þeirra manna, sem batzt sterkustum vináttuböndum við Guðjón. Var Guðjón mjög tiður gestur á heimili tengdamóður Ríkarðs. Ríkarður lýsti í viðtali við mig á mjög hrifandi hátt samtölum þeirra vinanna, ferðalögum þeirra út í dönsku skógana ásamt Jó- hanni Sigurjónssyni og fleirum, — hávaðasömum stúdentafundi um „uppkastið", sem Guðjón bauð Ríkarði á o. fl. Segir nánar frá þessu siðar í grein þessari. Ólafi Friðrikssyni kynntist Rikarður fyrir tilstilli Guðjóns. Og svo sterk eru þessi hughrif frá Guðjóni að þegar Rikarður skrifar afmælisgrein um Ólaf á fertugsafmæli hans 1926, þá byrjar greinin svo — og er hún fyrst af mörgum á forsíðu Alþýðublaðsins 16. ágúst 1926: „Ólafur Friðriksson fertugur. Maður hét Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöð- um i Svarfaðardal. Hann var hinn mesti ágætis- maður i hvivetna, hvers manns hugljúfi og hverj- um manni skarpvitrari. Hann dó af hjartabilun 27 ára að aldri og var þá þegar búinn að vinna sér álit allra, er honum kynntust, sem einn hinn væn- legasti laukur islenzkra ættstofna. Guðjóni kynntist ég i Kaupmannahöfn árið 1908, og svo um nokkur ár þar á eftir, og naut ég ómet- anlegrar ánægju og uppfræðslu af þeirri viðkynn- ingu, og þegar hann féll frá, fannst mér átakanlega sannast, að „islands óhamingju verði flest að vopni“, því að sannarlega hefði sumt verið öðru- vísi á sig komið hér á landi, ef gáfna hans og mannkosta hefði notið lengur við.“ Annar maður, sem einnig varð sósíalisti, Jakob Jóh. Smári, byrjaði einnig afmælisgrein um Ólaf í þessu sama blaði á þennan hátt: „Guðjón Baldvinsson, einn hinn einlægasti og hugsjónamesti maður, sem ég hefi þekkt, kom mér fyrst í kynni við Ólaf Friðriksson.“ Þessir fjórir menn, sem allir dá Guðjón svo, — Ólafur og Jónas, Rikarður og Jakob Smári, — hafa vafalaust ekki verið þeir einu, sem á Hafn- arárunum hrifust af eldmóði Guðjóns og öðluðust að nokkru fyrir áhrif hans áhuga á sósíalisma og alþýðuhreyfingu. En hvernig leið Guðjóni sjálfum hið innra á þess- um árum? Hvernig leit hann, sem sjálfur var að vekja hreyfingu, á ástandið i kringum sig? I bréfi til föður síns, líklega rituðu 1908, segir hann um andlega ástandið meðal landanna: „Hér ber ekki nokkur hlutur til tiðinda meðal landa. Félagsskapur er sama sem enginn, nema stúdenta- félagið okkar og nýfætt glimufélag, sem telur 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.