Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 25

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 25
Dönsk stjómarvöld höfðu fram til 1953 meðhöndlað Grænland lagalega séð sem ný- lendu og gefið Sameinuðu þjóðunum skýrslu um meðferðina á þeirri nýlendu. Síðan á- kvað danska stjórnin að innlima Grænland í Danmörku sem „amt" og hætta að gefa skýrslur um það til S.Þ. — Portúgal hefur innlimað „sínar nýlendur" á sama hátt. — ísland hefur fyrir sitt leyti aldrei viður- kennt þessa innlimun. Um þetta mál urðu allharðar umræður á Alþingi 1954. Er þær að finna í Alþingistíðindum 1954, D-deild, bls. 6—óO. Ef mál þessi eru rannsökuð mun það koma í ljós að dönsk stjórnarvöld hafa ekki staðið við þau loforð, er gefin voru Sameinuðu þjóðunum 1953—4, og ekki heldur sagt satt frá um að Grænlendingar hefðu samþykkt þessa breytingu. Þrátt fyrir mikil útgjöld danska ríkisins vegna Græn- lands og ýmisiegt gott, sem Danir hafa gert þar, hefur Grænland verið meðhöndlað sem nýlenda. Og það hlýtur að vera skylda ekki hvað sízt Norðurlanda að styðja alla sjálf- stjórnarviðleitni Grænlendinga og hjálpa þeim til þess að forðast innlimun í Efna- hagsbandalagið. Norðurlöndum ber að líta á Grænland sem eitt sjálfstæðra Norðurlanda og veita þjóð þess þá aðstoð og viðurkenningu, sem hún þarfnast. Rétt er hinsvegar að vera einnig á verði gagnvart hættunni fyrir Grænland vestan frá. Bandaríkin munu vissulega ágirnast landið, ekki sízt sem herstöð, enda hafa þeir þar her- stöð nú þegar. Margir danskir menn hafa mjög réttilega og vel gagnrýnt stjórn danskra yfirvalda á Grænlandi. Norðurlönd þurfa miklu betur en hingað til, að láta þetta mál til sín taka. ★ O ★ Norðurlönd ná frá austurlandamærum Finnlands til vesturlandamæra Grænlands. Það þarf að tryggja samheldni og samhjálp þessara þjóða og landa, þótt Danmörk hafi að nokkru verið slitin út úr þessari heild í svip og vinna jafnhliða að því að ná Dan- mörku afmr inn í þá heild. Þau mál, sem hér hefur verið minnzt á, eru meðal þeirra mörgu, sem athuga þarf, þegar Norðurlönd ákveða sameiginlega stefnu eftir það, sem nú hefur gerzt. E. O. 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.