Réttur


Réttur - 01.10.1972, Side 25

Réttur - 01.10.1972, Side 25
Dönsk stjómarvöld höfðu fram til 1953 meðhöndlað Grænland lagalega séð sem ný- lendu og gefið Sameinuðu þjóðunum skýrslu um meðferðina á þeirri nýlendu. Síðan á- kvað danska stjórnin að innlima Grænland í Danmörku sem „amt" og hætta að gefa skýrslur um það til S.Þ. — Portúgal hefur innlimað „sínar nýlendur" á sama hátt. — ísland hefur fyrir sitt leyti aldrei viður- kennt þessa innlimun. Um þetta mál urðu allharðar umræður á Alþingi 1954. Er þær að finna í Alþingistíðindum 1954, D-deild, bls. 6—óO. Ef mál þessi eru rannsökuð mun það koma í ljós að dönsk stjórnarvöld hafa ekki staðið við þau loforð, er gefin voru Sameinuðu þjóðunum 1953—4, og ekki heldur sagt satt frá um að Grænlendingar hefðu samþykkt þessa breytingu. Þrátt fyrir mikil útgjöld danska ríkisins vegna Græn- lands og ýmisiegt gott, sem Danir hafa gert þar, hefur Grænland verið meðhöndlað sem nýlenda. Og það hlýtur að vera skylda ekki hvað sízt Norðurlanda að styðja alla sjálf- stjórnarviðleitni Grænlendinga og hjálpa þeim til þess að forðast innlimun í Efna- hagsbandalagið. Norðurlöndum ber að líta á Grænland sem eitt sjálfstæðra Norðurlanda og veita þjóð þess þá aðstoð og viðurkenningu, sem hún þarfnast. Rétt er hinsvegar að vera einnig á verði gagnvart hættunni fyrir Grænland vestan frá. Bandaríkin munu vissulega ágirnast landið, ekki sízt sem herstöð, enda hafa þeir þar her- stöð nú þegar. Margir danskir menn hafa mjög réttilega og vel gagnrýnt stjórn danskra yfirvalda á Grænlandi. Norðurlönd þurfa miklu betur en hingað til, að láta þetta mál til sín taka. ★ O ★ Norðurlönd ná frá austurlandamærum Finnlands til vesturlandamæra Grænlands. Það þarf að tryggja samheldni og samhjálp þessara þjóða og landa, þótt Danmörk hafi að nokkru verið slitin út úr þessari heild í svip og vinna jafnhliða að því að ná Dan- mörku afmr inn í þá heild. Þau mál, sem hér hefur verið minnzt á, eru meðal þeirra mörgu, sem athuga þarf, þegar Norðurlönd ákveða sameiginlega stefnu eftir það, sem nú hefur gerzt. E. O. 217

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.