Réttur


Réttur - 01.10.1972, Síða 34

Réttur - 01.10.1972, Síða 34
verið uppstökkur, en var heitasti og einlægasti vinur vina sinna. Tilfinningar hans komu fram í öllum skoðunum hans á skólamálum og landsmál- um. Frelsi og sjálfstæði voru hugsjónir, sem snemma heilluðu hug hans, og hann var alitaf að finna yzt i vinstra fylkingararmi.11 Meðal annara skólabræðra Guðjóns má nefna þá Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi og Andrés Björnsson skáld. Guðjón gerðist á árunum 1903—4 eldheitur land- varnarmaður og var það alla tið. En honum varð jafnframt Ijóst að meira þurfti að gera en að afla landinu sjálfstæðis. Þeir Sigurður voru saman í 2. og 4. bekk. Fór Guðjón þá úr skóla og las utan hans og tók stúd- entspróf 1905 með I. einkunn. Meðal þeirra er þá tóku próf, voru Andrés Björnsson, Páll Eggert Ölason, Ölafur Lárusson og Baldur Sveinsson. Þeir Sigurður Nordal og Jón Sigurðsson tóku stúdents- próf 1906. í HÖFN Guðjón Baldvinsson siglir haustið 1905 til Kaup- mannahafnar, 22 ára að aldri, og dvelur erlendis til 1908. I Kaupmannahöfn er á þessum árum allmikið rót í almennum stjórnmálum. Hinn sósíalistíski flokkur danskra verkamanna, Sósíaldemókrataflokkurinn, sækir drjúgum á í kosningum á þessum tíma, i þingkosningum 1903 fær flokkurinn 16 þingmenn og 1906 24 þingmenn og í Kaupmannahöfn hefur hann í samvinnu við róttæka náð meirihluta í bæj- arstjórn. Hetjusaga danskrar verkalýðshreyfingar ,,Pelle Erobreren" eftir Martin Anderson Nexö er að koma út á þessum árum .Ungum áhugamanni frá Islandi, sem tök hefur á aðalheimsmálunum auk norrænna mála, stendur nú opið að kynna sér róttækar hugmyndir, ekki sízt í þjóðfélagsmálum. Ekki er kunnugt hvort Guðjón hefur haft nokkur sambönd beint við danska sósíalista á þessum árum, en meðal Islendinga verða öll kynni af hon- um til að vekja menn til að hugsa um þjóðfélags- mál. Guðjón var maður mælskur vel, ræddi mikið við menn og var hugkvæmur með afbrigðum. I upphafi þessarar greinar var frá því sagt hver áhrif hann hefði haft á þá Ólaf Friðriksson og Jónas frá Hriflu, en þeir voru ekki þeir einu. Rikarður Jónsson myndhöggvari var einn þeirra manna, sem batzt sterkustum vináttuböndum við Guðjón. Var Guðjón mjög tiður gestur á heimili tengdamóður Ríkarðs. Ríkarður lýsti í viðtali við mig á mjög hrifandi hátt samtölum þeirra vinanna, ferðalögum þeirra út í dönsku skógana ásamt Jó- hanni Sigurjónssyni og fleirum, — hávaðasömum stúdentafundi um „uppkastið", sem Guðjón bauð Ríkarði á o. fl. Segir nánar frá þessu siðar í grein þessari. Ólafi Friðrikssyni kynntist Rikarður fyrir tilstilli Guðjóns. Og svo sterk eru þessi hughrif frá Guðjóni að þegar Rikarður skrifar afmælisgrein um Ólaf á fertugsafmæli hans 1926, þá byrjar greinin svo — og er hún fyrst af mörgum á forsíðu Alþýðublaðsins 16. ágúst 1926: „Ólafur Friðriksson fertugur. Maður hét Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöð- um i Svarfaðardal. Hann var hinn mesti ágætis- maður i hvivetna, hvers manns hugljúfi og hverj- um manni skarpvitrari. Hann dó af hjartabilun 27 ára að aldri og var þá þegar búinn að vinna sér álit allra, er honum kynntust, sem einn hinn væn- legasti laukur islenzkra ættstofna. Guðjóni kynntist ég i Kaupmannahöfn árið 1908, og svo um nokkur ár þar á eftir, og naut ég ómet- anlegrar ánægju og uppfræðslu af þeirri viðkynn- ingu, og þegar hann féll frá, fannst mér átakanlega sannast, að „islands óhamingju verði flest að vopni“, því að sannarlega hefði sumt verið öðru- vísi á sig komið hér á landi, ef gáfna hans og mannkosta hefði notið lengur við.“ Annar maður, sem einnig varð sósíalisti, Jakob Jóh. Smári, byrjaði einnig afmælisgrein um Ólaf í þessu sama blaði á þennan hátt: „Guðjón Baldvinsson, einn hinn einlægasti og hugsjónamesti maður, sem ég hefi þekkt, kom mér fyrst í kynni við Ólaf Friðriksson.“ Þessir fjórir menn, sem allir dá Guðjón svo, — Ólafur og Jónas, Rikarður og Jakob Smári, — hafa vafalaust ekki verið þeir einu, sem á Hafn- arárunum hrifust af eldmóði Guðjóns og öðluðust að nokkru fyrir áhrif hans áhuga á sósíalisma og alþýðuhreyfingu. En hvernig leið Guðjóni sjálfum hið innra á þess- um árum? Hvernig leit hann, sem sjálfur var að vekja hreyfingu, á ástandið i kringum sig? I bréfi til föður síns, líklega rituðu 1908, segir hann um andlega ástandið meðal landanna: „Hér ber ekki nokkur hlutur til tiðinda meðal landa. Félagsskapur er sama sem enginn, nema stúdenta- félagið okkar og nýfætt glimufélag, sem telur 226

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.