Réttur


Réttur - 01.04.1979, Page 38

Réttur - 01.04.1979, Page 38
GuSmundur Guðmundsson Guðmundur Jóhann Arason Saga Alusuisse Árið 1886 fundu Frakkinn Herault og Bandaríkjamaðurinn Hall hvor í sínu lagi upp aðferð til að vinna ál („primary aluminium") úr súráli („alumina") í bráðnu krýolíti með rafgreiningu (mynd l)2. Aðferðin er ákaflega orkukræf, og var því ekki að furða að fyrstu verksmiðj- urnar í Evrópu, sem unnu ál með þess- um hætti, voru reistar í Sviss, landi ódýrr- ar fallorku. Árið 1888 var félagið Aluminiurn- Induslrie-AG (AIAG, síðar Alusuisse) stofnað í Neuhausen í Sviss, og var sam- vinna við Herault þann franska tryggð frá upphafi. Fram að aldamótum vann félagið kappsamlega að því að koma und- ir sig fótunum, stofnaði fyrirtæki í Þýzka- landi og Austurríki, og komst yfir báxítnámu í S-Frakklandi. Skjótur vöxt- ur AIAG hélst í hendur við ört vaxandi eftirspum eftir hinum nýja málmi, eink- um frá hernum. Allt frá aldamótum og fram til 1945 verður vöxtur fyrirtækisins mestur í syðsta fylki Sviss, kantónunni Valais (Wallis), en þar á áin Rhone upptök sín og því gnægð ódýrrar fallorku. Fljótlega fengu AIAG og stórfyrirtækið Lonza AG (efnaiðnaður) geysisterka stöðu innan þessa héraðs.3 Ekki gekk vöxtur AIAG átakalaust fyrir sig. Tvívegis, 1917 og 118

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.