Réttur


Réttur - 01.01.1985, Síða 15

Réttur - 01.01.1985, Síða 15
heim, sagði hann og stikaði með mig af stað. Við klifruðum upp þrjá snarbratta stiga og gengum inn dimman gang. Hann sýndi mér inn í lítið herbergi með þakglugga, snúrum, gömlum prímus og kartöflu- poka. Þarna sagðist hann stundum fá að elda fyrir sig. Síðan gengum við lengra inn ganginn, að hornhurð með tveimur hengilásum sem hann opnaði og bauð mér stoltur inn fyrir. Hann var kátur og hress og hellti strax í tvö glös. — Skál, sagði hann og það var eins og hann nyti gestkomunnar á barnslegan hátt. Hann talaði sambland af íslensku, dönsku og þýsku og ég gat í eyðurnar þegar ég skildi ekki. betta herbergi var hans eini griða- staður. Hann bauð mér sæti við borð sem fest var við vegg. Á því var borðdúkur sem líklega hafði verið ljós, en var nú þrðinn dökkbrúnn og virkaði rennblautur. íslenski fáninn hékk í einu horninu fyrir °fan höfðalagið á gömlum dívan með ver- lausum kodda og ullarteppi. Fáninn var orðinn þvældur og óhreinn en skipaði sér- stakan virðingarsess í herberginu. Stórt landakort af Danmörku fékk einnig veg- legt veggpláss og á alla veggi voru límdar alls kyns gulnaðar úrklippur úr blöðum °g merki sem seld eru af líknarfélögum yoru hengd í litlaust veggfóðrið. Hátt uppi á miðjum vegg hékk stór kringlóttur dúkur sem ætlaður er undir jólatré. Hann var úr strigaefni, bryddaður rauðu og á hann voru límdir jólasveinar úr filti. Dúk- inn sagðist hann hafa unnið í jólahapp- hrætti kvennadeildar Slysavarnafélagsins °g fyndist hann alltof fallegur til að vera °fan í skúffu, megnið af árinu. Þess vegna fékk hann svipaðan virðingarsess í her- berginu og íslenski fáninn og kortið af Danmörku. Við hlið eina gluggans í her- berginu var stór kommóða og í einni skúffu hennar geymdi hann matinn sinn, smjörstykki, brauðhleif og kæfu. Fyrir glugganum héngu slitnar gardínur og út um hann sást ofan á þök húsanna og inn fjörðinn og sólin skein beint á okkur, drekkandi Martini um miðjan dag. Talið barst að uppruna hans og ástæðu þess að hann var hér niður kominn. Hann sagði mér frá fæðingarstað sínum við landamæri Danmerkur og Þýskalands, svæði sem þjóðirnar skiptu á milli sín sitt á hvað. Síðan fór hann að tala um stríðið og veru sína í hernum og það kom ein- kennilegur ákafi í andlit hans og glampi í augun. Hann lýsti aganum sem ríkti í hernum og kvaðst hafa dáðst mikið að yfirmönnum sínum og um leið rauk hann upp í réttstöðu og bar hönd að höfði sér að hermannasið, gekk síðan nokkur skref um herbergið og mér fannst eins og hann væri horfinn aftur að þessum einkenni- lega tíma, sem augsýnilega hafði markað í hann djúp spor. Allt í einu dró hann fram lítinn pening- akassa úr stáli, opnaði hann með lykli og dró upp úr honum gulnað og þvælt bréf frá danskri stúlku og sýndi mér. Það kom blik í gömul augun og þreytulegt, þrútið andlitið lifnaði þegar hann brosti og sagði að þetta hafi verið falleg stúlka og verið honum óendanlega góð. Hann varð allt í einu viðkvæmur eins og unglingur. Síðan brá skugga yfir andlitið og ég fann hvern- ig ógn stryjaldarinnar hafði litað sam- skipti þeirra. Hann fór um bréfið höndum eins og væri það hans dýrasta djásn, braut það saman og læsti það aftur ofan í kassa. Eftir nokkra stund dró hann upp munnhörpu, lék tvö eldfjörug danslög og stappaði taktinn rösklega með fætinum. Það var listavel spilað og innlifunin svo mikil að mér fannst eins og gólfið dúaði í kringum okkur af dansandi fótum. 15

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.