Réttur


Réttur - 01.01.1985, Síða 56

Réttur - 01.01.1985, Síða 56
„Eyðimerkurrottumar“. Skopmynd eftir Arthúr Ólafsson (Grím) gerð 1979 í tilefni af 30 ára aðild íslands að NATO, en um það leyti beindist athygli heimsins að makkinu í Camp David. numdu svæðunum taka þessir Banda- ríkjamenn þátt í að hrekja Palestínu- menn á brott. Þeir aðstoða síonistana við að koma sér fyrir á þessum svæðum með það fyrir augum að innlima þau seinna meir í ísrael. Samkvæmt nýjum lögum, sem sett voru í ár og sem aðeins eru ein af mörgum, sem sett eru gegn frelsisbaráttunni, má dæma menn í 20 ára fangelsisvist fyrir að kasta grjóti að ísraelskum bílum. En grjót- og sprengjukastið heldur áfram. Og við munum efla baráttuna. Þann 23. júlí ganga ísraelsmenn til kosninga. Palestínpmaður nokkur, sem býr við hernámið, var spurður hvaða flokk hann vildi sjá sem sigurvegara. Hann svaraði: „Það er eins og að velja milli tveggja farsótta.“ Fyrir okkur Pal- estínumönnum er enginn munur á flokk- um síonista. Síonistahreyfingin, sem allir flokkarnir tilheyra, er höfuðandstæðingur okkar. Það er á þingum síonistahreyfing- arinnar sem markmiðin eru mótuð. Flokkana greinir bara á um leiðir. Ósigurinn sem Bandaríkin biðu í Líb- anon, þegar sjóherinn neyddist til að yfir- gefa landið, og sú staðreynd að banda- ríski friðarsamningurinn svokallaði (17. maí-sáttmálinn) milli Líbanon og ísrael mistókst, sýnir ljóslega að Bandaríkin hafa ekki aðstæðurnar fyllilega á valdi sínu — eins og Arafat og borgaralegi armurinn í PLO héldu. Líbanska þjóðin reyndist vera nægilega sterk til þess að vinna þennan sigur með aðstoð Palestínu- 56

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.