Réttur


Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 50

Réttur - 01.01.1976, Blaðsíða 50
ugs borgaralegs þjóðfélags neyðist oft til þess í hráskinnsleik stórveldanna að taka beint eða óbeint ábyrgð á verkum, sem eru bæði á móti skapi hans og sannfæringu, — en reyna þó hann krjúpi valdinu að standa á réttinum. Sú reisn, sem einkenndi Hermann Jónas- son ekki síst í þessum þrem þrautum, er h.ér ✓ voru nefndar, er ein besta arfleifð Islendinga allt frá þeim tímum, er skópu Islendingasög- ur, — reisn, sem aldrei tókst að brjóta niður á myrkustu tímum sögu vorrar. Þessi meðvit- und um manngildið fær jafnt bóndasoninn sem verkamanninn til að kenna sig „konga- jafna”. Því gat Hermann Jónasson umgengist er- lenda stórhöfðingja og valdsmenn sem jafn- ingja — svo sem Auðunn vestfirski forðum — einnig séð fláttskap þeirra bak við fögur orð. Eg minnist þess er við eitt sinn ræddum þennan íslenska eðliskost og ég nefndi hon- um nokkur dæmi um hvernig íslenskt al- þýðufólk okkar tíma hefði sýnt þessa reisn í verki gagnvart erlendum fyrirmönnum svo þeir undruðust, — þá blikuðu tár í augum hans. Svo heitt unni þessi bóndasonur, sem mörgum var fyrst og fremst ímynd karl- mennskunnar, þessum íslenska eðliskosti — og vonaði að hann varðveittist með þjóðinni. Ef til vill óttaðist hann líka hvað verða vildi. Manngildinu og hugsjón þess stafar hætta af peningamati auðvaldsþjóðfélagsins. Borgaraleg lágkúra og kaupahéðinsháttur hefur unnið æ meir á hugsjónum ungmenna- félagsskaparins og samvinnuhreyfingarinnar, er vökm við vöggu flokks hans, og orðið fornri reisn æ meiri fjömr um fót. Nú þegar reynt er að sökkva þjóðinni æ dýpra niður í svað hernáms og undirlægju- háttar, þá á þjóð og saga framtíðarinnar rétt á að vita til fulls, hvernig síðasti bændahöfð- ingi Islands reyndi að spyrna við fómm á örlagastundum í upphafi sjálfstæðisbarátt- unnar nýju. Því er þetta skráð. Einar Olgeirsson. SKÝRINGAR: 11 Fyrirspurnir mínar hljóðuðu svo: 1. Hvort hinn væntanlegi þýski rannsóknarleið- angur hafi óskað eftir leyfi ríkisstjórnarinnar til þess að ferðast um landið. 2. Hvort hinir þýsku flugmenn, sem séu á leið- inni og taldir vera á vegum Luft-Hansa til þess að semja um lendingarstaði hér fyrir þýskar flug- vélar í sambandi við flugsamgöngur til Ameríku, hafi óskað eftir að fá að tala við islensku rikis- stjórnina. 3. Hvort stjórnin ætlaði að leyfa skipverjunum af Emden að fara í fylkingu um götur Reykjavík- ur eins og síðastliðið ár og ganga vopnuðum i hergöngu og syngja hersöngva eins og í her- teknu landi. 4. Hvort nokkrar ráðstafanir hefðu verið gerðar í sambandi við heimsókn hins þýska herskips, til þess að tryggja að hér yrðu samtímis stödd ensk eða amerísk herskip. (Nánar má lesa um þetta i riti Björns Þórðarson- ar: „Alþingi og frelsisbaráttan 1874—1944, bls. 449—453, sem og í Alþingistíðindum). Hermann gerði þá þessa grein fyrir atkv. sínu: „Vegna þeirrar afstöðu, er flokkur minn hefur tekið, — og vegna þess jafnframt að það væri til þess fallið að túlka ranglega afstöðu mína til þessa máls fyrr og nú, ef ég greiddi atkvæði gegn þessum samningi, — eða á sama hátt og þeir, sem engan samning vilja gera, hvernig sem hann væri, mun atkvæði mitt ekki falla á þann veg. En með því að neita að taka þátt í atkvæða- greiðslu get ég neitað og neita að taka ábyrgð á samningi þessum, eins og frá honum er gengið, — og i annan stað mótmæli ég á þennan hátt meðferð þessa máls, þar sem auðsætt var frá upphafi, að engu yrði þokað og neitað með öllu að þoka nokkru um til að nálgast það sjónarmið okkar, sem óánægðir eru með samninginn eins og hann er og teljum rasað í málinu." (Alþingistíðindi 1948. D. bls. 215). 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.