Réttur


Réttur - 01.01.1987, Page 2

Réttur - 01.01.1987, Page 2
Stefna Alþýðubandalagsins í utanríkismálum er í grundvallarmótsögn við stefnu hinna flokkanna. Dæmi: Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Verði Alþýðu- bandalagið sigurvegari kosninganna verður það ákveðið strax daginn eftir kosningar að ísland verði hluti af kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum — þó Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafni þeim tillögum. Framsóknarflokkurinn mun bíða afhroð í kosningunum. Sigurganga Al- þýðuflokksins í skoðanakönnunum mun í mesta lagi endast honum til að safna saman fylgi Alþýðuflokksins og Bandalags jafnaðarmanna frá síðustu kosningum. Alþýðuflokkurinn mun fara í ríkisstjórn með íhaldinu ef hann vinnur sigur, leggja á virðisaukaskatt sem hækkar matvörur um 20% hafna aðild íslands að kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum taka þátt í aðförinni að íslenskum námsmönnum. í þessum kosningum bjóða fram margir smáflokkar: Á þessu kjörtímabili voru stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir. Þess vegna tókst ekki að stöðva Fram- sókn afturhaldsins. Sama sagan má ekki endurtaka sig. Við höfum ekki efni á því að dreifa kröftunum. Kosningarnar fara fram þriðja sumardaginn. Okkur gefst þá kostur á því að kveðja hinn pólitíska vetur með því að efla Alþýðubandalagið til sigurs. Alþýðubandalagið er aflið sem breytir. Gleðilegt sumar. 2

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.