Réttur


Réttur - 01.01.1987, Page 38

Réttur - 01.01.1987, Page 38
Það sýna ekki aðeins atburðir sem gerst hafa í Suður-Afríku síðan, heldur einnig sjálfir fangarnir á Robbin-eyju. Þeir voru látnir vinna í hlekkjum við grjótnám í brennandi sólarhita eða nepjukulda, en viðnámsþrek ogg siðgæði dvínaði ekki. Staða Mandela var einstök. Forustuhæfi- leiki hans og siðræn áhrif gerðu hann að formælanda allra fanganna, segir maður sem var samfangi hans um árabil. Hann var kennari samfanga sinna. Vegna áhrifa hans og uppfræðslu var fangaeyjan, með- al alþýðu, kölluð Mandela-háskólinn. Eftir að Nelson Mandela og félagar hans voru dæmdir í ævilangt fangelsi 1962 tók Winnie kona hans upp merkið og varð fljótlega ein af aðal leiðtogum ANC. Vegna ágætra forustuhæfileika, vitsmuna og fórnfýsi naut hún sérstakrar aðdáunar. Sakaskrá hennar 1958-1982 sýnir að henni hefur ekki við hlíft við mannraun- um frelsisbaráttunnar. Tuttugu og fimm fangelsisdómar og bannlýsingar eru á skránni þessi ár, stundum svo þétt að næsti dómur var fallinn löngu áður en fyrri dómar höfðu verið afplánaðir. M, Buthelezi biskup skrifar meðal ann- ars þannig (lauslega þýtt): „í táknrænni merkingu er hægt að kalla Winnie Mand- ela móður hinnar svörtu Suður-Afríku. Ekki vegna þess að hún er kona eins leið- toga okkar, heldur einnig með tilliti til þess sem hún er af eigin verkum. í lífi hennar kristallast barátta hins svarta manns fyrir réttlæti og frelsi. Hún hefur þolað allt, sem sú barátta leggur leiðtog- um sínum á herðar. í ævisögu hennarget- um við lesið sögu marga annarra. Hún var og er dæmi um anda hinna svörtu. Winnie Mandela hefur um áratugi ver- ið dæmd til þagnar. Og þó hefur líf henn- ar gefið okkur meira en allar þær ræður sem hún hefði getað haldið, ef hún hefði ekki verið dæmt til fangavistar, útlegðar og bannfæringar.“ Bók Winnie Mandela „Ein Stúck mein- er Seele ging mit ihm“ sem hér hefur ver- ið stuðst við, var gefin út hjá Rowohlt Taschenbuch Verlag Gmbh, Reinbeck bei Hamburg, 1984. SKÝRINGAR: 1 Frá réttarhöldunum og dómunum þá var sagt í „Rétti" 1966, bls. 100-104. Voru þar og birtar myndir af Nelson og Winnie Mandela. 38

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.